Það eru smágerðir kjötætufiskar sem geta verið allt frá 100 grömmum og upp í 2 kíló! Það eru til margar gerðir af pirania fiskum en ég hef ekki hugmynd hversu margar þær eru.
Ég var í Brasilíu í sumar og fór að veiða Pirania fiska og fyrir ykkur sem hafið fylgst með Survivor þá ætla ég að segja að þau geta fengið mikið stærri fyska ef þau veiða rétt

Þegar þú veiðir Pirania fisk átt þú helst að nota bambusprik (þau eru þæginlega svegjanleg til að veiða slíka fiska)Svo setiru kjötbita á öngulinn og á 20 sekúnda fresti áttu að stinga fremsta hlutanum á vepistönginni, bambusprikinu og hrista duglega í vatninu, þá sjá fyskarnir að eithvað er að gerast og athuga það nánar og ráðast á kjötbitann um leið og þeir sjá hann. Þegar þú fynnur að fiskur er að kroppa í kjötið átt þú að kippa fljótt og mjög snögglega því þessir fyskar geta verið mjög klókir.

Tennurnar í Pirania fisk eru sögufrægar vegna þess hvað þær eru beittar. Þar sem ég veiddi nokkra fiska gat ég skoðað í honum tennurnar. Þegar ég snerti þær rétt svo sukku fyngurnir á mér svona 1/10 úr millimetra ofan í tennurnar. Ég vara við að athuga þetta en ef þú veist að það eru Pirania fiskar á svipuðum slóðum og þú stingur puttanum ofaní vatnið er puttinn farinn af áður en þú veist.

Vona að þetta kenni ykkur eithvað.