Hæ!

Ég er með smá vandamál er tengist hljóðstillingum í PS3.
Í leikjum eins og t.d. Assassins Creed og Skyrim þar sem karakterar eru að ganga á eftir manni/elta mann og tala um leið þá heyrist mjög illa í þeim. Ég skil að það á að heyrast kannski aðeins lægra í þeim en í karakterum sem standa fyrir framan mig (sem btw heyrist mjög vel í) en hjá mér þá er þetta nánast tíst, eiginlega lágt suð. Oft gnæfir tónlistin yfir það sem þau eru að segja. Það er einsog PS3/sjónvarpið haldi að ég sé með surround hátara bakvið mig, grunar mig.

Ég er með 42" Phillips LCD 5000 series flatskjá. PS3 tölvan er tengd með HDMI snúru aftan í sjónvarpið. Ég er ekki með einhverja aukahátalara eða heimabíókerfi. Bara hátalarana sem eru innbyggðir í sjónvarpið.

Ég hef reynt að fikta í stillingunum í sjónvarpinu en án árangurs. Hef einnig fiktað í stillingunum í PS3 en þori samt ekki að breyta of miklu.

Í PS3 menu-inu, ef ég fer í sound setting -) audio output settings -) er ég með stillt á HDMI (en ekki Optical digital eða audio input connector/SCART/AV MULTI). Ef ég fer þaðan í automatic þá er output formatið:

dolby digital 5.1 Ch.
Linear PCM 2 Ch. 44.1 Khz
Linear PCM 2 Ch. 88.2 Khz
Linear PCM 2 Ch. 48 Khz
Linear PCM 2 Ch. 96 Khz

Ætti ég að fara í Manual frekar og haka/afhaka í glugga þar?
Hvaða stillingum þarf ég að breyta?

Með fyrirfram þökk,
KROCK