Ég var að klára Final Fantasy XIII um daginn og fannst hann bara nokkuð góður. Skil þó fullkomlega hvað fólk á við þegar það segir að hann sé “linear” og það fór líka svolítið í taugarnar á mér stundum.

Það sem hélt mér við efnið var bardagakerfið, það er alveg frábært. Manni leiðist aldrei í bardaga en það eina sem ég get fundið að er að paradigms uppsetningin manns hverfur ef maður breytir partyinu, sem gerist oft þegar maður er bara að halda áfram með söguna. Mér skilst þó að þetta sé lagað í XIII-2 sem ég ætla mér að komast í einhvern tímann á næstunni.

Ég á samt algjörlega eftir öll sidequest fyrir utan nokkur einföld “kill ‘n’ grab” mission sem urðu einfaldlega á vegi mínum í gegnum söguna. Mælið þið með sidequestunum í honum og ef svo er hverjum þá sérstaklega?