Mér finnst að leikir eins og Final Fantasy 7 og Final Fantasy 9
eiga meira skilið en þeir fá hér á landi. Fyrir mörgum árum prófaði ég fyrst Final Fantasy 7 og ég verð að segja hann var snilld. Vídeó gæðin eru ekki mikil miðið við gæðin á leikjum í dag en sagan sannarlega snerti hjarta mitt. Það var meira að segja á einum stað að það kom tár í auga mitt. Ég keypti mér Final Fantasy 9 í fyrra, og þótt sagan var ekki nærri eins góð, var ég sannarlega ekki óánægður með hann. Ég get varla beðið eftir Final Fantasy 10 sem kemur 31. maí og eftir það sem ég hef séð úr honum verður hann ekki síðri en ff9. Það sem ég er að reyna að segja er að þessi leykjaröð er bara snilld

Ég gef Final Fantasy leikjunum 8 stig af 10 mögulegum
sendið mér hvað ykkur finnst