Ég var að ljúka Kingdom Hearts II núna í fyrsta skipti. Ég sé eftir því að hafa aldrei komið mér í að spila hann fyrr en núna vegna þess að hann er mun betri en ég bjóst við. Bara með því að bæta þríhyrning við gameplay-ið í bardögum tekst þeim að gera bardagakerfið áhugaverðara en nr. 1 þó þetta sé ennþá svolítill button smasher.

Er einhver á því að hann sé jafnvel betri en original Kingdom Hearts?