Verð að taka það fram að ég hef ekkert spilað FF leikina af neinu viti bara fiktað, og er enginn sérfræðingur í RPG leikjum oftast bara gefist upp á þeim vegna gremju, skilnigsleysis og óþolinmæði, síðast Crisis Core: FF VII á PSP.

Horfði á teiknimyndina FF VII: Advent Children um daginn og hún var ágæt skemmtun. Akira samt alltaf best :)

Eru margir hérna í þessum flokki sem hafa prófað FF IV: The After Years á WiiWare ?
Hann er að fá misjafnar undirtektir (GR = 73%)!
Afturhvarf til eldri FF leikja frá SNES árunum ?

Hvaða FF leikur inniheldur melódískustu tónlistina að ykkar mati ? Eða bara RPG leikur yfir höfuð ?
Hef heyrt að Final Fantasy X og Chrono Cross tónlistin sé nokkuð góð, veit ekkert um bardagakerfið. Allavega dl ég tónlistinni úr FF VII og fannst hún ekkert spes.
Til dæmis PSP útgáfan af Valkyrie Profile: Lenneth var með nokkuð góða tónlist að mínu mati!

Að lokum: Hver er besti RPG leikurinn á PS1 ?
Þið eruð sérfræðingarnir…