Með Blu-ray útgáfu Advent Children myndarinnar sem kom út í Japani núna nýlega fylgdi með fullt af góðgæti á borð við nýja trailera fyrir Final Fantasy Versus (PS3) og Agito (PSP) XIII ásamt nýju demói fyrir FFXIII sjálfan. Demóið er sérstætt fyrir það að sýna fyrsta klukkutímann eða svo úr leiknum sjálfum (ásamt glæsilegu opnunaratriði) þó þeir vilji minna fólk á að demóið var klárað á síðasta ári og á eftir að bæta við fullt af dóti á borð við hið klassíska lag sem kemur í öllum FF leikjum er maður sigrar bardaga og margt fleira. Þrátt fyrir það lítur þetta alveg stórkostlega út að mínu mati og vel þess virði að bíða eftir þessum leik.

Þetta er allt komið á www.gametrailers.com sem þýðir að ég skellti þessu öllu upp í myndbandakubbinn á þessu áhugamáli, nema myndböndin úr demóinu voru svo mörg að ég lét það nægja að setja upp bara hið fyrsta. Þá má einfaldlega smella á það til að finna restina.

Já og í nýlegu viðtali frá Square-Enix hefur komið í ljós að við fáum Advent Children á Blu-ray fyrr á vestrænan markað eða semsagt 2. júní. Þeir hafa einnig minnst á að ‘prufa’ úr FFXIII fylgi með sem þýðir örugglega að við fáum líka demó úr FFXIII. Vei :)