http://www.1up.com/do/newsStory?cId=3168827

Shinji Hashimoto og Yoshinori Kitase voru teknir saman í viðtal við 1Up um daginn og voru spurðir út í ýmsa hluti meðal annars um Xbox 360 útgáfu FFXIII sem kemur aðeins út í enskumælandi löndum og létu vita að leikurinn yrði fyrst hannaður fyrir PS3 og gefinn aðeins út á þeirri vél í Japan og svo yrði hann færður yfir á PS3 og Xbox 360 í NA og Evrópu og munu þeir reyna eins og þeir geta að minnka allan þann tíma sem við verðum að bíða eftir enskri útgáfu.

Svo minntust þeir á DKS3713 hátíðina sem verður í Tokyo 2. og 3. ágúst næstkomandi þar sem þeir munu koma með aðra stóra tilkynningu nema í þetta sinn um Final Fantasy VII. Nýr Compilation titill? Endurgerð? Hver veit…