http://www.qj.net/Phoenix-Down-for-hopefuls-big-FF7-announcement-soon/pg/49/aid/122060

Svo virðist sem fyrirtækið Square-Enix sem flestir hér ættu að kannast við sé að vinna á einhverju nýju verkefni sem verður kynnt þegar Blu-ray endurgerðin af Advent Children er komin og segir Tetsuya Nomura (maðurinn á bakvið myndina) að hún sé nánast tilbúin og verður dagsetning fyrir hana kynnt núna á næstunni.

En aftur að þessum nýja titil, flestir vilja halda að þetta yrði endurgerðin af Final Fantasy VII (leikur sem sumir hér ættu að kannast við) eða eitthvað úr Compilation of FFVII verkefninu enda hafa þeir sagt að það sé langt frá því að vera búið.

Bætt við 13. júlí 2008 - 14:17
…Þess má geta hinsvegar að þetta gæti eflaust verið long-shot og mjög líklegt sé að við sjáum eflaust eitthvað á borð við aukapakka fyrir Dirge of Cerberus eða eitthvað annað skemmtilegt.