Ákvað að opna eina umræðu hérna.

Skrifið bara niður lista og helst smá í kringum það: Hvað finnst ykkur um hann? Hvað eruð þið komin langt?

Minn listi:

Dirge of Cerberus: Final Fantasy VII
Ég er kominn nokk langt hérna. Talsvert meira en hálfnaður.
Þetta er svo sem ágætur leikur, en hliðina á FF VII er hann ekki neitt. Ekki nálægt því að vera eittvað. Frelsið er ekki nógu mikið og FF VII fílingurinn lítill. Hins vegar finnst mér sjálf spilunin og bardagakerfið vanmetið.

Final Fantasy VI
Ég er kominn ágátlega langt í honum.
Hann er - auðvitað - mjög góður. Margar og góðar persónur, ATB kerfið bregst sjaldan og heimurinn er skemmtilegur, ásamt fleiru. Kefka á hins vegar, so far, ekkert í Sephiroth!

Final Fantasy XII
Hef verið fastur í þessum í svona ár. Leikurinn er einfaldlega of hægur, of leiðinlegar persónur og óspennandi söguþráður til að ég sé spenntur fyrir að halda áfram í honum. Hinsvegar er bardagakerfið, umhverfið, ability-kerfið og grafíkin frábær. Sem sagt: Fínn leikur en ekki á FF standard… svo ekki sé minnst á að hann er ekkert FF legur. Mun samt klára þennan einn daginn, það er víst.

Final Fantasy Tactics: War of the Lions
Ég er ekki kominn langt í þessum… því hann er svo fkn erfiður. Endilega gefa mér tip fyrir hann því ég sé ekki fram á það að lifa af lengi (næ hverjum bardaga að meðaltali í 10 tilraun og það hækkar bara). Eins og þetta lítur út fyrir að vera góður leikur. Samt fíla ég Tactics Advance betur.

Jæja, komið nú með ykkar.