Enginn hérna sem er búinn að fá sér þennan leik fyrir Nintendo DS eða?

Persónulega keypti ég mér hann fyrir nokkrum vikum þegar ég var einn daginn að skoða í BT. Hafði ekki hugmynd um að hann væri kominn út. Verð bara að játa að hann kom skemmtilega á óvart, mjög svona rólegur og “kind-hearted” leikur með lítið af þessu klassíska melo-drama sem margir FF leikirnir virðast innihalda.
Bardagakerfið er líka talsvert frábrugðið hinu klassíska FF-bardagakerfinu en þetta er real-time (verð samt að játa að spellsystemið getur verið svolítið erfitt á tímabilum þegar mikið er að gerast) en annars er bardagakerfið bara mjög skemmtilegt. Helvíti sniðugur leikur líka.

Annars er þetta big-time dungeon-crawler og lítið annað. Ferð í dungeon, leysir þrautir, safnar looti, berst við óvini og bossa svo hopefully í borgir til að uppfæra hlutina þína. Eitt sem maður þarf að minnast á sem er helvíti flott er að allir hlutir sem þú ákveður að hafa á persónunum sést á persónunum ingame. (sem er í sorglega fáum leikjum,excluding MMO). Ástæðan fyrir því að mér finnst leikurinn virka svona vel er að dungeonin eru frekar skemmtilega vel gerð, ekkert pirrandi eða alltof löng.

Ætlaði upprunalega bara að spyrja útí þetta en breytist í einskonar mini-review. Samt sem áður, helvíti skemmtilegur leikur. Eitthverjir fleiri hérna sem hafa prófað hann og ef svo er, hversu langt eru þið komin ?
Their sword will become our plow, and from the tears of war the daily bread of future generations will grow.