Mig langar að take mér tíma til að útskýra FF ruglingin eins og ég skil hann. þegar ég tala um rugling á ég við nöfnin á leikjunum. Final fantasy byrjaði á gömlu nintendo tölvunum og varð frekar vinsæll leikur. En svo kom FF 2 út í japan en ekki í bandaríkjunum. sama mál með FF3 sem kom út í japan en ekki bandaríkjunum. en þegar FF4 kom út var hann líka gefinn út í bandaríkjunum. en fyrst að það var ekki 2 eða 3 þar var hann kallaður FF2. FF 5 kom svo ekki út í USA. En þegar FF6 kom út í báðum löndum kölluðu bandaríkjamenn hann bara FF3. Svo komu hinir leikirnir út á playstation en þá slepptu þeir að breyta númerunum. þanning að þegar FF7 kom út var hann bara kallaður FF7. þannig að bandaríkjamenn hugsuðu: hvað kom fyrir 4,5 og 6. En það sem vantaði í alvöruni var 2,3, og 5. núna hefur þetta breyst og FF leikir eru bara gefnir út með réttu númerum. Ég geri mér fulla grein fyrir að flestir vita þetta en ég vildi útskýra þetta eins best og ég gat fyrir þeim sem ekki vissu þetta.

Takk fyri