Jæja, þar sem ég hef ekkert að gera hef ég ákveðið að reyna byrja umræðu. Umræðuefnið yrði þá, “Hvaða factorar heilla þig við FF.” T.d. heillar mig umhverfið, stór heimur, mikið til að skoða, Tónlist í sumum, en ekki öllum, t.d. er tónlistin í X ekkert til að hrópa húrra yfir, fín, sumt er flott í því en ekki allt, en svo hinsvegar í VII er snilldar tónlist þar á ferð.
Svo heillar mig einnig bardagakerfin, líka það maður er að berjast í hóp, er eitthvað svo hetjulegt finnst mér. Svo er líka söguþráðurinn brill í þessu. Svo dýrka ég líka að þegar maður er búinn með leikinn að maður getur gert meira, t.d. í FVII að rústa öllum monsters, í X vinna dark Aeons, maður í raun klárar aldrei neinn Final Fantasy leik 100%.

Og svo önnur spurning, hvaða leikur finnst ykkur vera með svalasta vondakalla söguþráð? T.d. í VII finnst mér hann vera nokkuð grunnur þar sem það er Jenove og sepiroth vonda fólkið sem vill eyðileggja heimin, sem er nú reyndar í öllum leikjunum. En mér finnst langflottast í VIII útaf öllu tímaflakki, fannst það vera svoldið heillandi, svo ég nefni nú ekki kastalan hennar Ultimeciu. En samt finnst mér sepiroth vera langsvalasti vondikallinn þá verð ég að segja VIII útaf öllu dæminu sem stendur í kringum Ultimeciu.

Jæja endilega svarið og verið óhrædd að segja hvað ykkur finnst. Fá smá umræðu hérna.

Svo bæti ég við mynd Final Fantasy moment