Final Fantasy hugleiðingar. Ég var að horfa á Final Fantasy myndina og varð bara alveg dáeiddur af þessu öllu saman. Þannig að ég fór að hugsa hvort leikirnir væru ekki geðveikir. Ég spurði nokkra vini mína sem eru þvílíkir nördar og þeir höfðu spilað svona einn og einn leik en ekki alla til að segja mér söguna. Svo að ég fór að hugsa hvort það sé ekki hægt að kaupa þá einhverstaar alla í svona einum pakka eða verður maður að kaupa þá einn og sér í einu og þá hvar? Því að BT var bara að selja FF X-2 og skifan líka. Svo langaði mér líka að vita hvort að FF XI gerist á sama tíma og myndin, í þessari geðveiku tækni og er þar eða gerist hann á miðöldum þar sem menn notast við sverð og skjöld eins og í WoW eða einhvað því um lígt?

En allavegana frábær mynd og greinilega frábær saga sem mig langar að lesa eða spila frá upphafi til enda.

Já og ég er að fara sofa og próf frammundan þannig að ég nennti ekki að leita mjög mikið á netinu um þennann og ákvað bara að spyrja ikkur :D
Afsakið stafsetningar villur…