Nýlega fékk ég mér leik sem heitir Silver. þessi frábæri RPG leikur fjallar um náunga sem heitir David og ævintýri hans.
Í leiknum stjórnar maður þrem gaurum En eins og á FINAL FANTASY
verður maður að velja á milli fillt af hetjum sem verða með manni í lið.
Þessi leikur er svolítið svipaður og FINAL FANTASY nema að bardaga kerfið er allt öðruvísi.
Aðal vondi kallin heitir Silver en hann er máttugur galdrakall sem ræður yfir öllum heiminum ásamt syni sínum Fuce.
En það eru nokkrir gallar við þennan leik. Hann er allt of stuttur og allt of léttur. Síðasti endakall er svo léttur að ég gæti örugglega unnið hann með bundið fyrir augun.


En þessi leikur er ekkert verri en FINAL FANTASY. Fyrir utan það að hann er svo stuttur og léttur er hann bara fínn.
Söguþráðurinn er skemmtilegur og vandaður.

Ég mæli með leiknum.


K.v Selphie