Tölvuteiknaða kvikmyndin Final Fantasy: The Spirit Within var frumsýnd í Bandaríkjunum í fyrradag en hún er fyrsta kvikmynd í fullri lengd sem gerð er með nýrri tækni sem kölluð er ofurraunveruleiki. Hér á landi verður myndin tekin til sýninga 17. ágúst.
Myndin gerist í framtíðinni og þekktir leikarar tala fyrir persónurnar: Árið 2065 verður jörðin fyrir árásum utanaðkomandi vitsmunalífs. Allt stefnir í endalok jarðarinnar en dr. Aki Ross (Ming Na), dr. Sid (Donald Sutherland), hinn hugrakki Gray Edwards (Alec Baldwin) og hershöfðinginn Hein (James Woods) gera allt til að bjarga heiminum.
Just ask yourself: WWCD!