Eins og staðan er á könnuninni þegar þessi korkur er skrifaður, þá vilja 3% sjá leik byggðan á SeeD úr FFVIII, heil 35% vilja sjá leik um forsögu FFVII, 13% vilja sjá einhvern crossover leik, 3% vilja sjá FFU leik og aðeins 29% vilja að square haldi áfram með seríuna og geri FFXIII.

Undanfarnar vikur og mánuði hefur fólk samt sem áður verið að bölva square fyrir að vera að gera leiki sem ekki eru partur af seríunni. Sú staðreynd að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem taka könnunina vilja að square geri leik, byggðan á eldri FF leik í staðin fyrir FFXIII passar ekki við þá umræðu. Er ekki allt í lagi með ykkur??

Mitt persónlega álit á öllum þessum “sidequests” (ef það má orða það þannig)er ekki gott. Ég var óánægður með FFX-2, fúll yfir FFXI og ekki sáttur við FFVII:DC (ég er að tala um útgáfurnar sjálfar, ekki að leikirnir séu eitthvað lélegir). Ég ætla ekki einu sinni að tala um FFVII:BC og FFVII:CC.

Ég er núna kominn með ógeð á þessari áráttu til að gera milljón leiki sem ekki eru partur af seríunni og vona að næsti leikur á eftir FFXII verði FFXIII. Ég vona einnig að fólk sé sammála mér að einhverju leiti í þessu.

Takk fyri
Sprankton