Eins og ég sé þetta núna hafa Final fantasy leikirnir breyst núna síðastliðið. Final fantasy X og X-2 eru svo öðruvísi heldur en final fantasy sagan hefur verið. Ég hef persónulega ekki fýlað X og X-2 því að þeir eru svo öðruvísi útfrá Final fantasy 7, 8 og 9 sem talnir hafa verið bestu leikirnir sem Squaresoft hefur gefið út. Þannig að persónulega finnst Squaresoft ekki vera að gera góða hluti í dag. En það sem angrar mig mest er Final fantasy XI og hans söguþráður, hann er auðvitað MMPORG það er alveg skiljanlegt að hann sé öðruvísi og ég hef prófað hann og ég fýla hann t.d. miklu meira heldur en Final fantasy X og X-2, þeir eru bæði stuttir og mjög einfaldir þess vegna skera þeir sig svo útúr. En eins og ég hef alltaf sagt er það að Squaresoft ætti að taka sig saman í andlitinu og gefa út nýjan Final Fantasy 7 og 8 í betri “graphic” og með betri “sound effects”. En það verður aldrei neitt úr því.

Kv. Arna