Já fyrst vil ég hrósa Lyrusi fyrir frábæra grein. Ég ætlaði fyrst að skrifa svar en svo hætti ég við. Því það eru fáir sem eru að lesa þetta núna svo. Well ég ætla að skrifa smá grein um ff7.

Fyrst þegar ég fékk þennan leik í hendurnar þá setti ég hann beint í tölvuna mína og startaði þessu upp ýtti á New Game og spilaði leikinn í svona 20 min þangað ti að ég kom að vélmenninu sem hendir Cloudi niður í fangið hjá Aeris. Ég gerði þrjár tilraunir til að klára þetta vélmenni þangað til að ég henti leiknum upp í hillu. Svo fór ég heim til vinar míns hann var ´búinn að eiga leikinn um stund en þessi gaur er svakalegur. Hann fékk bólu á tánna eða blöðru man ekki alveg og sagði við ömmu sína að hann gat ekki farið í skó vegna þess að það var svo vont. Hvað haldiði að hann var að gera meðan hann var “veikur”? Já, einmitt hann var í þessum blessaða leik. Ekki ásaka ég hann eftir að hafa klárað þennan leik 6 sinnum.

Svona var þetta í öllum frímínútum, alltaf eftir skóla og langt fram á nótt dvaldi ég í ævintýrinu um þennan frábæra leik. 3 vikum seinna eftir að hafa lært vel á þennan leik þá ákvað ég að prófa aftur… Og viti menn ég drap SHINRA vélmennið á örskotstundu og ég sökkti mér í leikinn og var í tölvunni daginn út og inn. Ég kláraði leikinn bara venjulega í fyrstu tvö skiptin en í hin skiptin fullkomlega.

Fullkomlega er að drepa weaponin í sandinum (Ruby) og weaponið í sjónum (Emerald), klára battle arena í Gold Saucer og ná þar í W-Summon og omnislash (síðasta limit break Clouds), Ekki má gleyma blessuðu chocobounum vá sér þann gyllta og hlaupa út í eyjunna með K.O.T.R.T. aka. Knights Of The Round Table, Svo eru það aukapersónurnar Vincent The Vampire og Konan í skóginum shit man ekki hvað hún heitir kannski dregur einhver mig á land hérna þetta nafn datt alveg útúr hausnum á mér. En hvað um það þá eru svo miklir möguleikar í þessum leik að það er ekki fyndið. Þetta er leikur sem allir ættu að eiga. Helst væri að finna þessa leiki á útimörkuðum úti í útlöndum eða kannski á netinu. En Treystið mér það er ekki það sama að spila þennan leik í PC eins og í playstation þetta er allt annar leikur ég dlaði einhverjum emulator fyrir PSX… FF7 suckar í honum en ég fer bráðum og ætla að krækja aftur í tölvuna mína hún er einhverstaðar í láni. Þá klárar maður leikinn aftur ég mokaði öllum saveunum út af memory cördunum svo að ég þyrfti að klára hann aftur. Vá ég skrifa mikið ég nenni ekki að skrifa meira þetta er að verða eins og ævisaga mín heldur en grein um FF7 =) jæja takk fyrir að lesa þetta sem nenntu.
________________________________________