Sælt veri fólkið!

Hví ekki að spjalla svolítið um lengd FF-leikjanna?

Flestir hafa heyrt og flestir dæma það þannig (eins og ég) að
FF8 sé lengsti leikurinn. Það styð ég. Söguþráðurinn er a.m.k.
lengstur þótt að öll Sidequestin í FFX slá honum nú kannski
við.

(!!!SPOILER!!!) Söguþráðurinn í FF8 hefur marga hóla, skurði,
holur og hraðahindranir. Eða það sem ég er að reyna að segja
er að hann er svo langur, stundum fer hann nánst út fyrir efnið
(sem er ekki galli). Það er ekki hægt að segja hann í stuttu
máli, bara Squall er SeeD eins og vinir hans og þeir reyna að
vinna drottningu úr framtíðinni. En það lýsir leiknum ekki á
nokkurn hátt. Hvernig rómantíkin, spennan, óttinn og reiðin
blandast í þetta stórkostlega meistaraverk, það er
söguþráðurinn í hinu sígilda meistaraverki Final Fantasy VIII
(!!!END OF SPOILER!!!)

(!!!SPOILER!!!) Söguþráður grafíkveislunnar Final Fantasy X er
frekar flatur og tilbreytingarlaus. Honum er hægt að lýsa í
nokkrum orðum: 7 manna hópur heldur í pílagrímsferð
(pilgrimage) til að sigrast á risastóru sjávarskrímsli sem
kallast Sin. Punktur.
En kosturinn sem ég sé við FFX er Al Bhed málið og þessi
endalausu Sidequest. Svo er Spira lítill heimur (minni en FF8)
en samt með miklu fleiri staði og Sidequest heldur en nokkur
annar leikur í Final Fantasy seríunni. Þar kemur Airshipið inn í.
Miklu skemmtilegra Airship system og staðirnir endalausir.
Vopnakerfið skemmtilegt, miklu frjálslegra en í öðrum Final
Fantasy leikjum. ég myndi segja að aukadraslið (Al Bhed,
Airship, Sidequest, Aeon) bjargi Final Fantasy X fyrir horn að
detta ekki niður í gryfju gleymdra og ómerkilegra leikja.

Og það var allt og sumt :)

LPFAN