Final Fantasy VII hefur oft verið sagður hafa einhvern besta söguþráð allra tíma í tölvuleik og ætla ég hér aðeins að fara yfir hann og segja hvað mér finnst um hann.

(Miklir spoilerar eru í þessari grein)

Cloud Strife er fyrrverandi meðlimur í SOLDIER og hefur nú ákveðið að gerast meðlimur í AVALANCHE flokknum sem er í rauninni hriðjuverkamenn sem vilja samt gott, og ætla að koma SHINRA fyrirtækinu um koll með því að sprengja upp Mako Reactor´ana þeirra sem notaðir eru til að sjúga upp orku en hafa slæm áhrif á plánetuna og getur jafnvel eyðilagt hana. Hann Cloud hittir síðan Tifu, Aeris og allann þann pakka og fara þau í ævintýraför að koma Shinra niður. Síðar kemur Sephiroth inní þetta og verður þá all brjálað því hann ætlar að nota METEOR galdur til að bomba allt til fjandans. Endalausar fléttur eru í gangi eins og T.D. stóra spurningin um það hvort Cloud sé alvöru Cloud, endalausar vangaveltur um Sephiroth og margt í gangi um SHINRA og alla hina characterana sem eru 9 talsinns. Þessi flétta kemur manni stöðugt á óvart og er snilldarlega gerð í fyrstu 30 tímum leiksins…en síðustu 10 tímar leiksins er önnur saga. Það fór eitthvað úrskeiðis þar, það er eins og að Squaresoft hafi verið í tímaþraung að klára leikinn og flýtt sér of mikið. Ímyndið ykkur þetta sem stóran gang, maður gengur í gegnum hann og opnar allar hurðirnar og síðan gengur maður sömu leið til baka og lokar þá aðeins örfáum og allar þessar dyr eru skildar eftir opnar og hafa verið það í rúm 6 ár núna! FFVII er með magnaðan söguþráð og fléttu en Það eru einfaldlega of mörgum spurningum ósvarað! Þess vegna vil ég fá FFVII-2 til að loka öllum þessum dyrum og útskýra allt betur fyrir okkur (svo væri ekki leiðinlegt að fá hana Aeris elskuna aftur til okkar).

Hvað finnst ykkur um þetta?