Allir vita að FF serían er með bestu seríum í heimi (eða ekki sú besta), en hvernig ná þeir að halda uppi spennu margra aðdáenda á þessum leikjum. Sjálfur er ég alveg límdur við alla leikina og get ekki beðið eftir FFXI og FFX-2 þeir koma held ég báðir út í ár.

Það sem heldur aðdáendur við leikjina er (held ég) fjölbreitni á leikjunum T.d FFVII er mjög góður og er soldið öðruvísi en hinur leikjirnir vegna allrar tækninar, því margir kallarnir í leiknum eru með byssur sem vopn en ekki sverð (sem ég fíla best). Það sem er oft gaman líka er í FFIX því þar er hægt að kaupa margar tegundir af vopnum brynjum og flesta aukahluti, en sem mér fynnst best er að syntha vopnin sín. Það sem gerir þetta gaman er það að maður verður stanslaust að skipta um brynjur, sverð og aðra aukahluti því í IX lærir maður brögð með því að læra þau af vopnunum og aukahlutunum. Þessi tegund vopna og aukahluta verður mjög líklegast í FFX-2 sem mér fynnst æði.

En þeir sem ætla að fá sér FFXI vitlu kannski fá að vita að kerfið þar verður líkt FFVII sem er mjög góður hlutur en sjálfur fynnst mér betra kerfið í IX. Annar hlutut sem hefur leikmannin fastan við skjáinn eru míní leikjirnir í leikjunum en í X vantaði almennilega míní leiki, satt það var Blitzball en þar gerir maður það sama alltaf aftur og aftur. Annað sem vantaði í X er world map, en í öllum leikjum sem eru með world map er maður miklu lengur að klára leikinn því það er alltaf eitthvað falið í hverju World mapi, en sjálfur hef ég eitt öruglega eitt heilum dögum að leita að fjársjóðunum í IX aðeins styttra í VIII.

Það sem heldur manni mest fasta við þessa leiki eru partarnir sem eru myndbönd og æðislegur söguþráður í öllum leikjunum en einmitt vegna þess er ég í fílu í Squer soft því FFX endaði svo asnalega, þegar ég kláraði hann fór maður að hugsa hvað geriðst í raun og veru en það er ekki hægt jafnvel þótt maður er búinn að klára leikinn 5 sinnum (eins og ég) en þá heirði ég að það ætti að koma framhald á X þá varð ég mjög spenntur að fá hann og fá partana sem vöntuðu í X til að ná að filla upp í eiðurnar en þá heirði ég hryllilegar fréttir að FFX-2 bíður upp á jafn mikinn möguleika á frammhaldi og X sem er hryllilegt því maður verður þá að vita hvort kemur úr FFX-3 og fá þá endan á söguna.

Að sjálsögðu er þetta bara góð markaðsettning eins og með Lord Of The Ring myndirnar því maður verður að fá endan á söguna.

Takk fyrir og vinsamlega ekki leggja út á stafsetninguna hjá mér.