Ég ætla að segja frá snilldarleik sem Squaresoft og nintendo gáfu út saman á Super Nintendo. Super Mario RPG!

Maður leikur hetjuna Mario og byrjar leikurinn þannig að maður fer í kastala Bowser og bjargar prinsessuni. En um leið og Mario sigrar Bowser kemur risastórt sverð af himnum og lendir á kastalanum af Bowser. Þá byrjar vandamálið og þarf Mario að finna prinsessuna aftur sem skaust eitthvert burt.

Bardagarnir eru mjög svipaðir FF leikjunum en hægt er að gera meiri skaða og fá minna á sig með því að ýtta á réttan takka á réttum tíma. Öðruvísi en í FF sér maður óvinina og getur komið í veg fyrir bardaga með því að hoppa yfir þá eða labba framhjá þeim.

Ég á hann á emulator í tölvunni minni. Ef þeir sem vilja fá þennan leik á PC, skrifið álit ef þið kunnið ekki á SNES emulator og romma.

Leikurinn fær *****!!!