blessuð öllsömul.
Ég er í skólanum akkúrat núna, þannig ég étla rétt að vona að þið kunnið að meta að ég skrópi í dönsku til að vara ykkur við þessum leik :)

Ok. allaðana heitir leikurinn “mystic quest” og er einn af þessum unofficial FF leikjum. Hann spilast í Snes og snes (emulaters?).
Hann kom út á milli FF IV og VI.
Ástæðan fyrir því að ég sit hjénna og röfla um einhvern eldgamlan leik, er út af því að hann er vægast sagt ekki allveg að ná þessum FF standard þegar kemur að söguþræðinum kemur.

ég veit að flest ykkar (sem hafið ekki spilað þennan leik) trúið því ekki að það sé til lélegur FF leikur en hjérna er hann!

Hjérna er allaðana mitt review af þessum leik:
“spoiler”

Hann byrjar með að maður er á einhverju fjalli sem er að hrinja og maður á að fylgja einhveru uglu til að komast af því. þegar maður er búinn að komast upp á síðasta tindin segir uglan manni frá “The ancient prophecy” sem hljómar svona:

“The probhecy has come true. The 4 evils are about to bestroy the world… find the four crystals and save us”

Eftir það flýgur uglan í burtu og maður fer að leita að
“The four crystals”. A.T.H. það er ekki hægt að labba á world mappinu það er bara hægt að ýta á pílur sem láta hann labba á milli staða.

Eftir fjallið kemst maður inn í einhvern skóg (man ekki hvern) og þar sér maður ugluna aftur. Hún segir:
“find the crystal of earth”… ok.
Og maður fer og finnur crystal of the earth.
Hann er í Bone dungeon sem er þar skammt hjá.

Það er einhver rauð padda sem er með hann, sem segir
“I will destroy the earth, becouse I have the crytal of the earth”

Svona heldur leikurinn áfram, án þess að söguþráðurinn dýpist eithvað og endar með að uglan kemur og segir:
“You have retrieved the 4 crystlas, your the hero of Gaia”
The end

ÉG ætla að láta ykkur um að gagnrýna þennan leik :)

Jakob

Ps. ef einhver hefur áhuga get ég e-mailað þennan leik til ykkar (undir 2mb með emulater)