Square og Enix verða að Square Enix
Japönsku RPG leikjaframleiðendurnir Square og Enix tilkynntu í dag (26/11) um sameingu fyrirtækjana og að hún mundi taka gildi frá og með 1. apríl næstkomandi.

Fyrirtækið hefur fengið nafnið Square Enix en búast má við að það breytist. Núverandi stjórnarformaður Enix, Yasuhiro Fukushima ásamt núverandi framkvæmdarstjóra Square, Wada Youchi munu sjá um reksturinn en þeim til halds og traust mun núverandi framkvæmdarstjóri Enix Keiji Honda verða þeim innan handar sem aðstoðarframkvæmdarstjóri nýja fyrirtækisins.

Ástæða sameiningarinnar er að lækka framleiðslukostnað og minnka samkeppnina á markaðinum ásamt því að auka þróunarkostnað og tekjur af þeim völdum. Hvaða áhrif þetta munu hafa á útgáfu leikja frá Square Enix er alveg óvíst.

Saman hafa þessi tvö fyrirtæki verið einráð á Japönskum RPG og selt samtals á sjöundu milljón eintaka af leikjum í Japan einu. Leikir sem hafa komið út frá þessum fyrirtækjum eru Dragon Quest og Final Fantasy svo að dæmi séu tekin.

Leikir sem eru væntanlegir frá þeim er framhaldið af Final Fantasy X-2 og Star Ocean 3. Báðir þessir leikir eru í sætum 1 og 2 á “most wanted” listanum hjá Famitsu leikjablaðinu. Óljóst er hvort að þessi sameining hafi nokkur áhrif á útgáfu þessara leikja.


tekið af bt.is