Ég verð nú bara að segja eins og er: Myndir sem gerðar eru eftir leikjum eru hræðilegar. Það er bara bullað eitthvað. Það eru bara tekin einhver nöfn úr leikjunum og bullað bara eitthvað í kringum þau. FF myndin for example: Það er ekkert líkt með henni og neinum einasta FF leik. Nema bara það að nafnið Cid kemur fyrir. Og annað: Ég er ekkert á móti því að hafa kvennhetju (það er bara mjög gaman því kvennmenn eru svo skemmtilegir) en þegar það hafa verið karlhetjur í flestum FF leikjum, af hverja var kvennhetja í FF myndinni? Og af hverju þurfti hún af kyssa svona ógeðslega afskræmdan gaur?
Mér fannst FF myndin að sömu leiti ágæt ef hún hefði ekki heitið Final Fantasy. Og undirsögnin (eða hvað það nú heitir) ,,The Spirits Within" er nú bara alger della. Og að lokum, af hverju voru bara svona appelsínugulir Soul Devourers? Af hverju var ekki hægt að gera allskonar skrímsli sem alltaf hafa verið í FF leikjum? Bless!

P.S: Ef það á að gera myndir eftir leikjum, þá á bara að gera mynd nákvæmlega eftir leiknum. Pælið í því hvað væri nú gaman að sjá FF leik sem bíómynd.
P.S: Samþykktu þessa grein Villi. Pretty please.