Final Fantasy X/X-2 HD REMASTER
Sælt veri... eh, þeir sem eru eitthvað hérna ennþá..... ég held að það sé enginn hérna samt.
Við skulum koma okkur beint að efninu.
Final Fantasy X/X-2 HD kom út á PS3 núna í lok Mars ooooog ég skellti mér á eintak. Ég meina...  hví ekki !?!?! en ok, Final Fantasy X er ábyggilega í mínum topp 5 lista af öllum Final Fantasy leikjunum sem ég hef spilað.
 
Fyrstu Impression:
Ok þannig ég setti kvikindið í tækið og title screen-ið gaf mér 5 möguleika FINAL FANTASY X, Eternal Calm: FINAL FANTASY X, FINAL FANTASY X-2, FINAL FANTASY X-2: Last Mission og Credits & Bonus Audio.
Ég fór beint í Final Fantasy X og New Game. OMG þetta er BEAUTIFUl, Final Fantasy X var ekki leikur með hand-drawn artwork eins og þeir sem á undan honum gerðu (by the way þau voru awesome) en hann virkar næstum þannig og ég elska það. Litlu hlutirnir eru fallegir og það er frekar einfalt að taka eftir þeim. Þetta er mjög vandað, ég var strax ánægður, Zanarkand í sólarlaginu hefur aldrei verið fallegri. ÓÓÓ what the hell !!! Yuna lítur eitthvað öðruvísi út... hmm... þetta er ekki svo slæmt... eða hvað, augun eru mjög mjög mjög nákvæm einhvern veginn. Hárið er dekkra, ó ég fatta, þeir eru að miða á að hafa þau lík sér frá original artwork-inu sem gert var árið 2000. Sniðugt! Þetta ætti að verða gott, ÓÓÓ HVAÐ ER AÐ ANDLITINU Á TIDUS !!!! Augun hans eru að... deyja eða... eitthvað.
Ok þannig andlitin eru rosalega detailed... ég hlýt að geta lifað með því, og viti menn, ég gerði það.
Eftir að hafa spilað í gegnum leikinn þá í rauninni var ég mjög sáttur. Þér líður eins og gamli FFX er í tækinu, en það eru samt nýir hlutir sem maður fýlar. Þá aðalega í smáatriðunum í umhverfinu útum allt.
Fyrir þá sem vilja ekki spoil-er, ekki lesa lengra, en ef þú vilt klassískan RPG með fínni sögu, ágætum raddleikurum, einföldu battle-system og level-system, með fallegu umhverfi og góðri tónlist þá er þetta alveg fyrir þig.
 
EN OK SPOIL-ER!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Fyrsta lagi, þá er ég að fýla allt við grafíkina en tölum um tónlistina í FFX. Hún er öll Remastered, sem sumum finnst ekki gott. Ég er A-Ok með það, svo lengi sem þeir breyta ekki lögunini of mikið... fattaru ???..... nei? Ok. T.d ef að við berum saman öll lögin hans Uematsu saman þá má ekki heyra mun í lögun lagsins en hljóðfærin eru  “Live“ og ég sé bara ekkert að því. Hamauzu lögin voru endurgerð af manninum sjálfum og mér finnst hann vera mesti fuck up-in hérna. Besaid Island er komið með e-ð extra fiðlu bull ofan á sig, “Challange“ lagið sem er t.d spilað þegar þú berst við Ynalesca og Seymour í Mt. Gagazet er dautt. Allt build up-ið sem það hafði er build up í ekki neitt akkúrat núna. Og lokabardagalagið O GAWD! Píanóið farið og einhver god damn Xhylophone kominn í staðinn. Hörmuleg ákvörðun. Nakano lögin hafa fengið örfá extra sound eins og “Run“ lagið er komið með einhverja skemmtilega sírenu í viðbót. En mest yfir allt litið er ég mjög sáttur.
 
!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
OK! SPOILER ENDAR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Final Fantasy X: Eternal Calm er stuttmynd sem gerist 2 árum eftir FFX og fínt að horfa á hana til að skilja byrjunina á FFX-2. (ekkert meira að segja um það really)

Final Fantasy X-2 er enþá það sama fyrir utan að grafíkinn er mun betri. Ég hef spilað aðeins aftur í honum en ég mun aldrei glayma því hvað ég var reiður þegar ég keypti hann fyrst árið 2004 (eða var það 2005), ég gat núna samt, hlegið að fáránlegu hlutunum en er og mun ábyggilega aldrei vera mikið sáttur með þennan leik. Þó ég get skilið hvert þeir voru að fara með þetta upprunalega, bara shit happens þegar Toryama er látinn leikstýra. Ég fíla alveg battle-system-ið og job dress dótið og það eina sem hefur fengið mig til að klára þennan leik er að ég get fengið GOOD ending frekar en þann venjulega.
Ég hef ekki snert Last Mission leikinn en ég veit að hann gerist 3 mánuðum eftir endirinn á FFX-2.
Bonus Audio dótið er.... skrýtið, fáránlegt, kjaftæði. Bara í einu orði þá er þetta bull og mér finnst þeir hafa skitið yfir alla þá sögu og þau afrek sem að voru gerð í leikjunum á undan.

!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
SPOILER!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Í fyrsta lagi, ætla þeir að reyna sannfæra mig að Auron á dóttur sem er orðin 17 ára. Sem þýðir að hún ætti að hafa verið 14 ára í FFX. KJAFTÆÐI! Eins og Auron myndi aldrei nefna hana og hvað þá það að eyða 10 árum ævi sinnar í að passa upp á Tidus frekar en að ala upp sitt eigið barn.
Í öðru lagi, þá er allt dautt fólk að snú aftur af því farplane-ið er núna fucked up, tja kannski af því að einn vinur okkar er búinn að svindla á því að vera ekki dauður og sem fékk mig til að hugsa: “ætla þeir að ganga þetta langt?“ og JÁ, þeir gerðu það...
Sem tekur okkur að þriðja lagi, Sin lifnar við og Yuna kveðst ætla að sigra Godzillu á ný.

!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
SPOILER END!!!!!!!!!!!!!!!


Þannig in conclusion: Final Fantasy X er mjög góð afþreying fyrir PS3 og það er bara álitsmál með Final Fantasy X-2. Það er fínt að hafa Eternal Calm þarna á milli og ég býst við að Last Mission er ekki það versta heldur. En Bonus Audio dæmið er bullshit og ég mæli bara ekkert með því. Square sagði að þeir vildu gefa út Audio þannig að fólk gæti notað ímyndunaraflið meir og að þetta væri til að gefa glimpse á hvað er að gerast í Spira eftir FFX-2. Fyrirgefðu, er FFX-2 og Last Mission hérna einmitt til að gera það. Square Enix skeit upp á bak með þetta Audio.
Mig langaði að gefa þessu solid 9.5 fyrir FFX eeeeen svo langar mig ekki til þess. Ég myndi gefa þessu 8.8 og það er bara af því ég verð að horfa á allt sem þessi pakki hefur uppá að bjóða í heildareinkunn. En svo er ég ekkert búinn að vera í Last Mission þannig... þessi einkunn er í raun gölluð... :P
 
Ég lofaði þessari grein fyrir löngu en svo endaði hún á því að vera ekkert sérstök.
Adios amigos.