CC:FFVII Gagnrýni Crisis Core: Final Fantasy VII gagnrýni

Spilun:8/10
Spilunin er mjög góð og fyrir leik sem að leit út fyrir að verða Kingdom Hearts klón að þá er þetta mjög original. Stýrikerfið á sér sinn sér stað og það er ekki carbon copy af neinu sem ég hef séð. Ólíkt öðrum Final Fantasy leikjum að þá er þetta Action oriented og maður stýrir aðeins einum character. DMW (Digital Mind Wave) var góð hugmynd en það er í rauninni það eina sem minnkar góðleikann á spiluninni því að ef þú þarft að komast úr bardaga eins fljótt og hægt er til að geta haldið áfram með söguna eða ert að fara eitthvað þá fer það í gang og þá þarf maður að horfa á myndbönd sem er ekki hægt að sleppa og það lengir bara leikinn þegar hann ætti að vera stuttur. Ein leið til að komast fram hjá því er að fá curse status, þá virkar DMW ekki og besta leiðin til að nota það er að setja á sig Cursed Ring. En aftur að aðalatriðinu, þegar maður þarf DMW til að geta unnið endakall eða ert alveg að deyja, þá fer það í gang en þú færð MJÖG sjaldan limit break. Þannig getur það eyðilagt leikinn fyrir mörgum.

Grafík: 8,5/10
Grafíkin í þessum leik er mjög góð og sérlega miðað við það að leikurinn er gefinn út á PSP og grafíkin í þessum leik er eins og í PS2. En stundum koma hlutar þar sem leikurinn er frekar ljótur en það er hægt að horfa framhjá því þar sem leikurinn er mjög flottur að öðru leiti. Og þá komum við að CGI atriðunum sem gefa leiknum ennþá hærra fyrir sitt stig og gefa líka PSP tölvunni sjálfri góða einkunn það sem varðar hvað hún getur höndlað. Auk þess að hafa vel hannaða karaktera að þá er leikurinn líka meðal flottustu þegar það kemur að umhverfi. Umhverfið er það sama og í upprunalega Final Fantasy VII en í þessum leik kemur það í geðveikri þrívídd og þá fer maður að taka eftir nýjum og athyglisverðum hlutum í umhverfinu sem var ekki auðvelt að taka eftir í Final Fantasy VII.

Saga: 9/10
Að reyna að koma með fullan leik sem gerist í forsögu FFVII og að gera það athyglisvert og ekki langdregið er stórt skref. En þeim tókst það fullkomlega og sagan bætir við nýjum karakterum og sýnir að það er ekki auðvelt að bæta við góða sögu en það er samt hægt og þeir fóru svo langt til apð jafnvel bæta við karakterum inn í atriði sem höfðu aldrei sést áður. Sagan fylgir Zack Fair, SOLDIER 2nd class sem er mjög glaður með sitt líf og elskar SOLDIER. Fyrirmynd hans, Angeal Hewley, bætist inn fyrstur af öllum og hann er sá sem var upprunalega með fræga Buster sverðið sem Cloud ber í byrjun FFVII. Eftir því sem sagan fer áfram þá fáum við að sjá kunnuglega karaktera eins og Sephiroth, Cloud, Aerith og Tifu. Sephiroth og Angeal hafa verið bestu vinir og eru tveir af þremur bestu SOLDIER meðlimum sem eru. Sá þriðji sem er líka meðal bestu vinum Sephiroth og Angeal er Genesis Rhapsodos. Hann reynist vera aðalóvinur leiksins og r nýbúinn að týnast i byrjun leiksisns. Ég myndi fara út í restina af sögunni en ég vil ekki spilla fyrir þeim sem hafa ekki spilað leikinn. Eina sem ég segi er að hún skilur eftir sig pláss í huga mínum.

Hljóð: 9/10
Ég ætla ekki að segja að þetta er besta tónlist í nokkrum leik eða eitthvað svoleiðis en þetta er samt meðal þeim bestu í hljóðdeildinni. Tónlistin, raddleikararnir, hljóðin öll…WOW! Algjör snilld. Tónlistin er ný gerð sérlega fyrir þennan leik ásamt mörgum öðrum sem eru úr upprunalega leiknum en endurgerð til að passa við rock þemað sem er í leiknum. Hann inniheldur líka eitt af bestu lögum sem hefur verið í nokkrum leik, The Price of Freedom. Algjörlega awesome lag. En ég ætti kannski ekki að vera að tala um tónlistina þar sem að tónlistin hefur verið geðveik í öllum FF leikjunum.

Lokaorð:
Að lokum vil ég nefna að þessi leikur er mjög góður fyrir þá sem vilja spila góðan FF leik, fyrir þá sem vilja meiri upplýsingar um Zack Fair og líka fyrir þá sem vilja spila smá íeinu vegna missionum leiksins. Sagan er frábær, stýringin er upprunaleg og góð og grafíkin sýnir algjörlega fram á hvað PSP tölvan getur höndlað.

Lokainkunn mín á þennan leik er 9.