Final Fantasy XI Það er orðið langt síðan að ég sá grein um þennan leik og þess vegna verð ég að gera það. Reyndar skil ég ekki afhverju svona fátt fólk sýnir leiknum áhuga. Eins og þið flest vitið, þá er leikurinn MMORPG (Massive Multiplayer Online Role Playing Game)
Það er að mörg þúsund manns geta keppt í gegnum netið
Ég hef líka tekið eftir því að mörg ykkar eru á móti þessum umskiptum. 10 leikir í röð sem byggðir eru upp á sömu formúlunni er svolítið mikið og þess vegna er gott að fá tilbreytingu í þetta.
Flest ykkar vita einfaldlega ekki hvernig þessi heimur virkar. Maður byrjar að kynnast fólki í öðrum heimi og að lokum gæti maður e.t.v eignast vini. Maður fattar seinna að maður sé í rauninni að lifa í tveimur veruleikum.“ The real one and the Matrix”

Söguþráður FFXl á rætur sínar að rekja langt aftur í tímann á plánetunni Vana´Diel. Orka plánetunar kemur frá hinum svokölluðu kristöllum. Á þessum tíma blasti hamingja og friður alveg þangað til að hin myrkru öfl tóku til þess ráðs að ráðast á samfélagið og gersamlega rústa því. Fólkið var ekki búið að missa vonina og náðu því að hrekja skrímlin burt. Hins vegar 20 árum seinna þegar fólk var farið að gleyma stríðinu og blóðsúthellingunum sem átti sér stað í fortíðinni, ákvað hið myrkra að leita hefndar.

Á plánetunni ríkja mörg samfélög sem eru stéttskipt eftir hinum ýmsu tegundum. Hume sem eru menn, TaruTaru sem er einskonar dvergar, Elvaan eru álfar, Mithra, sem er önnur álfategund og svo Galka, sem eru stór sterk tröll.

Allir kynstofnarnir hafa sitt eigið höfuðsvæði. Höfuðstaður mannanna er siðmenntað og tæknilegt. Þótt fólkið kýs að búa ekki á með öðrum tegundum, þá má það koma og skoða borgirnar sem eru undir valdi annara.
Þegar þú byrjar í leiknum getur þú valið hvers konar tegund þú vilt að persónan þín verði. Allar hafa sína kosti og galla og gott er að hugsa vel um hvaða hæfileikar skipta þér máli.

Þú myndir lið með öðrum með því að spyrja og aðeins foringinn í hópnum má ákveða hvort þú megir það. Það eru 6 í liði og 3 lið geta myndað eitt bandalag með samþykki foringja, semsagt 18 í einu liði.

Heimurinn er geysilega stór, og rýmir ótal manna sem leita að ævintýrum. Grafíkin er mjög flott, vatnið, fjöllin, trén, perónurnar .

Leikurinn lýtur helvíti vel út og allir FF aðdáendur ættu að kíkja á beta test sem núna er í gangi á playonline.com.

Takk fyri