ActRaiser Ég varð bara að deila hrifningu minni á þessum leik sem ég fékk á Virtual Console á nintendo Wii í dag. Ég hafði ekkert að gera og ákvað að kaupa einhvern random leik á Virtual Console. Þó var þetta val ekki algjörlega random því ég er mikill square-enix fan. Þessi leikur var gefinn út í Evrópu árið 1993 og er gerður af Enix fyrir Super Nintendo Entertainment System.
Sagan er þannig að þú ert guð sem er kallaður “master”. Þú(guð) er búinn að missa alla sína krafta því að illmennið Tanzra summonaði 6 skrímsli sem börðust við “master” í bardaga sem entist í marga daga. “Master” tapar bardaganum ásamt öllum sínum kröftum og hann flýr í skýjahöllina sína.
Leikurinn byrjar þannig að “master” (sem þú stjórnar) er vakinn af engli sem er gamall þjónn þinn frá dýrðardögum þínum og hann segir þér frá ástandi heimsins. Markimið leiksins er að sigra skrímslin 6 og Tanzra. Þú byrjar á að nota þína litlu guðlegu krafta sem eru efit til að lífga við styttu sem þú notar til að berjast við skrímslin 6 og undirmenn þeirra. Þá byrjar side-scroller hluti leiksins. þar sem þú ert lifandi stytta sem lítur út eins og gaur til að hoppa, lemja, galdra og keppa við endakalla. Þetta er kallað act I. Eftir að þú ert búinn að losa svæðið við flest skrímslin þá byrjar hlutinn sem mér finnst vera skemmtilegarstur. Hann virkar þannig að þú býrð til einskonar Adam og Evu og lætur þau fjölga sér byggja samfélag sem á að trúa á þig(guð eða “master”). Þetta gerist ekki að sjálfu sér. Þú þarft að skipa þeim fyrir á meðan þú verndar þau frá ýmsum skepnum sem eru enn á sveimi um svæðið. Þá er markimiðið þitt að byggja samfélag, drepa skrímslin og að gera “spawn point” skrímslanna óvirk. Þú þarft að gera þetta 6 sinnum, jafn oft og 6 skrímslin. Því að eftir þú gerir spawn pointin óvirk þá kemur skrímslið sem ræður yfir því svæði sem þú ert á og byrjar að hrella íbúa þína. Þú getur hækkað um level með því að fá fleiri “believers”. Þess vegna ertu að byggja samfélag. Því krafturinn þinn er byggður á hversu marga “believers” þú hefur. Svo byrjar Act II, þá notar þú styttuna aftur í frábæru side-scrolling action og drepur skrímslið á svæðinu sem þú ert á.
Overall er þetta með betri leikjum sem ég hef spilað. Frábært side-scrolling action og uppbyggingarleikur blandað saman á frábærann hátt af einum besta leikjaframleiðanda heims, Enix. Sem er núna Square-Enix eftir að 2 af bestu framleiðendum heims, Enix og squaresoft snéru bökum saman og mynduðu að mínu mati besta leikjafyrirtæki heims.
Enn og aftur. ActRaiser er einn besti leikur sem ég hef spilað.og er vel virði 700 kallsins . Sýnir að Enix átti alveg séns í squaresoft á þessum tíma.

Screenshots:

http://www.thebuttonmasher.com/images/actraiser.jpg

http://www.armchairempire.com/images/classics/actraiser/actraiser-4.jpg

http://www.gamesetwatch.com/actraiser2.jpg