Dirge of Cerberus - Final fantasy VII Jamm ég ákvað að skrifa grein um þennan leik.
Veit ekki af hverju :S en mér leiddist svolítið.

en þetta er fyrsta greinin mín um svonna leik þannig, NO Flames please.

Þegar Midgar dó, Eitthvað lifði þá af

Saga: Það eru 3 ár liðinn frá eftir Loftsteinahrappið,eða 1 ár eftir ADVENT CHILDREN, Og flestir bæjir í nágrenni Midgar’s voru í rústum og endurbyggingar hafa verið í gangi.
Bærinn Edge er reistur sem er hjá gamla Midgar og bærinn Kalm er endurreistur sem var skammt frá Midgar.
Fólk ætlar að halda upp á það með veislum og götumarkaði. Og undanfarnar vikur hefur verið að rannsaka neðri borg Midgard’s vegna þess að undarlegir hlutir hafa verið að gerast þar.
En nú í Kalm er Vincent Valentine stassettur í hótelherbergi þegar allt í einu er einskonar innrás gerð á bæinn af undarlegum mönnum sem eru kallaðir Deepground.
Vincent þeyttist af stað til að hjálpa fólkinu með Cerberus í hægri hendi.
Eftir það finnur hann út að þeir eru ekki bara eftir fólkinu ,heldur tengist þetta fortíð Vincents líka. :O

Ætla ekki að Spoilera neitt mikið meira.


Persónur:
Vincent Valentine:
Hann var eitt sinn í ´´Turks´´ þegar Shinra var kallað Shinra Manufacturing. Brjálæðingrinn Hojo notaði líkama hans til nýrra tilrauna þar sem eru verur sem lifa nú innra með Vincent.
Hann svaf í 30 ár ofan í líkkistu þanga til að Cloud fann hann og Vincent fór með honum í ferðalagið að sigra Sephiroth.

Reeve Tuesti:
Hann er fyrrverandi stjóri hjá Shinra Urban Develpment Department(nenni ekki að þýða :P). En nú er hann af hæðstu stjórum í WRO( Wordl Regenesis Organization) til að hjálpa Plánetunni í að lækna sig eftir loftsteinahrappið.
Hann tekur alla niður sem dirfast að ógna upp á líf plánetunar.Líka er hann auðvitað skapari Cait Sith.

Yuffie Kisaragi:
Unga ninjan frá Wutai sem var gráðug í Materiurnar hans Cloud fyrir 3 árum en endaði samt að fara með þeim alla leiðina.Og er hún í burtu og er ein af þeim hæstu í WRO.

Shelke:
Þó hún líti út sem 10 ára stúlka er hún samt ein af Tsviets, sem er öflugasti hópur Deppgrounds,Hún vinnur með Azul sem er í kringum Vincent.
Hún berst með tvö EM sverð. Það eru sonna Star Wars sverð .
Hún var samt fljótt rekin úr Deepground og fór yfir til WRO vegna ástar sem hún fékk frá systur sinni ,Shaula, sem hún hafði ekki séð í 10 ár.

Azul:
Einn af Tsviets og fékk viðurnefnið ‘’Azul The Cerulean’’.
Hann er risastór með ‘’Tank Byssu’’ sem er líka risastór og fær mestu ást sína frá Bördögum.

Rosso:
Rauðklædd kona í Tsviets með tvöfaltsverð með byssu á skaftinu.
Hún er fljótt á sér og hefur líka gaman af bördögum og að pynta aðra.
Draumur hennar er að sjá mannkynnið deyja út.

Shaula:
Hún er prófessor sem vinnur að læra meira um Deppground og vinnur með WRO.
Hún er líka eldri systir Shelke’s en þær hafa ekki sést í 10 ár.
Hún hefur víst fórnað vinstri hendinni sinni og vinstra auga sínu, fyrir hvað?
Það veit ég ekki.

Cid Higwind:
Hann er aðal flugmaðurinn í WRO og stýrir skipinu sínu Sherra sem við fengum að sjá í Advent Children.
Hann birtist ekki mikið í leiknum bara í seinni partinum en þá er hann auðvitað enþá sí blótandi og klaufskur.

Cloud Strife:
Aðalmaðurin úr Final Fantasy VII og Advent Children.
Hann kemur fram í seinni partinum á leiknum á Fenrir(mótorhjólinu) á leið í stríð gegn Deepground í Midgar.
Hann talaði við Vincent í síma í leiknum áður en Vincent undirbýr sig fyrir lokabardagan.

Tifa Lockheart:
Birtist lík í lokinn í stríðinu í Midgar. Hún reyndi margoft að ná sambandi við Vincent og náði loks sambandinu við hann til að tilkynna að Sherra væri horfinn.


Weiss:
Foringi Deepgrounds og Tsviets. Hann er sá öflugasti og berst með tvö Gunblade sem líta út eins og Katana(geggjað svalt).
Brjálaði prófesorinn ,Faðir Sephiroths og Óvinur Vincents ‘’Hojo’’.
Hann fór í gegnum sonna Network til að umbreytta sér inní líkama Weiss.
Og með því stjórnar hann honum og öllum í Deepground.

Hojo:
Eins og ég sagði áður þá kemur hann fram frá líkama Weiss og í gegnum minningar Vincents.

Lucrecia:
Hún vann með Hojo og Föður Vincents, Grimoire Valentine.
Vincent vann sem lífvörður hennar en eftir að faðir hans dó kenndi hún sér um og fór til Hojo.Endaði með því að hún varð ólétt og Hojo gerði tilraunir á barnið með JENOVA frumeindum.Endaði á því að hún fæddi Sephiroth.

‘’G’’(Genensis):
Undarlegur ex-SOLDIER sem hefur verið horfinn í mörg ár. Hann er sonna ‘’Prototype’’ Sephirohts enn ekki með neinar JENOVA frumeindir í sér en er samt sterkari.Hann kemur fram í Secret Ending á leiknum og kallar Weiss líka bróður sinn og sínir svo væng sinn sem er Vinstra meigin en Sephiroth var með hann hægra meginn :O


Gameplay:
Þetta er svona RPG skotleikur þar sem Vincent er í aðalhlutverki.
Það eru takmörkuð skot auðvitað en þú getur bjargast með því að nota Meele Attack þar sem Vincent slær óvini sína með fallegu klónni sinni og trúðaskónum sínum :)
Og mismunandi Byssur eru líka en þú getur bara hafið 3 mismunandi á þér.
En getur alltaf breytt þeim til á meðan leiknum stendur.
Maður venst þessu með tímanum ef maður hefur ekki spilað Skotleiki áður.

Músik:
Ágæt tónlist á ferð hér. Hún gat verið góð og mjög góð í pörtum en stundum svona ‘’la la’’. Auðvitað enginn Nobuo hér á ferð þannig að við hverju átti maður að búast.
Grafík:
Í leiknum sjálfum var grafíkinn ágæt svolítið svipuð Final fantasy X. Auglýsingarnar voru samt í grafík eins og í Advent Children.
Þannig það er bara fín grafík, enda eru Square-Enix alltaf fremstir mað hana auðvitað.


Takk fyrir mig og vona ykkur líki þetta og pleeeeesssss einginn skítaköst bara vera heiðarleg og segja beint hvað vantar.

Yojimbo lífvörðurinn is out