FF pælingar Sumir hafa pælt í þessu sem ég er að fara að skrifa en aðrir ekki.

Cid

Nafnið Cid kemur fram í hverjum einasta Final Fantasy leik sem hefur verið gefið út:

Final Fantasy I: Í fyrsta FF leiknum er nafnið Cid aðeins nefnt í endurgerðinni “Final Fantasy Origins” og “Dawn of Souls”. Og hann hannar flugskip a.k.a. airship. (oooo shocking eh?)

Final Fantasy II: Í FF II er svona taxa “bílstjóri” og notar flugskip sín í það.

Final Fantasy III: Í FF III býr Cid Haze til flugskip. (why am I not suprised?)

Final Fantasy IV: Í FF IV er hann kallaður Cid Pollendina. Hann hannar einnig flugskip fyrir “Red Wings”

Final Fantasy V: Í FF V heitir hann Cid Previa, og í leiknum hafði hann og barnabarnið hans, hann Mid Previa, fundið upp á vél sem magnar krafta Kristalana.

Final Fantasy VI: Í FF VI heitir hann Cid Del Norte Marquez og er hann þar NPC (non-playable character). Þar gerir hann tilraunir fyrir Veldið (bein þýðing af “Empire”) og fann þar upp á Magitek.

Final Fantasy VII: Í FF VII heitir hann Cid Highwind og flýgur um á flugskipinu “Highwind” í FF VII leiknum en í FF VII AC þá er hann kominn með nýtt flugskip sem heitir “Sierra”.

Final Fantasy VIII: Í FF VIII heitir hann Cid Kramer og er þar skólastjóri (? veit ekki alveg þar sem ég hef ekki spilað leikinn) í Balamb Garden.

Final Fantasy IX: Í FF IX heitir hann Cid Fabool IX og ræður hann yfir borginni Lindblum og hannar þar flugskip (well that's a suprise!) og er einnig oglop í góðan tíma af leiknum.

Final Fantasy X og X-2: Í FF X og X-2 er Cid leiðtoginn af Al Bhed fólkinu og er faðir Rikku og Brother. Hann hafði fundið gamalt flugskip og gert það upp og nefnt það “Fahrenheit” og flýgur um á því þegar það er liðið dálítið á leikinn.

Final Fantasy XI: Í online leiknum FF XI er Cid NPC (non-playable character). Hann einnig hjálpar til við að hanna flugskip í honum.

Final Fantasy XII: Í nýjasta FF leiknum, FF XII heitir hann Doctor Cidolfus Demen Bunansa og er NPC (non-playable character), og í fyrsta skiptið í sögu FF leikjana er hann endakall.


Og ef maður pælir í því þá tengist hver einasti Cid í hverjum einasta FF leik, eitthvað sem tengist vélum eða flugskipum.

Shinra

Nafnið “Shinra” hefur komið fram í 2 FF leikjum, Final Fantasy VII og Final Fantasy X-2.

Sú kenning sem komið hefur fram með Shinra úr FF X-2, þegar hann er að tala um það að þau geta notað lífræna orku sem kemur úr “Farplane” þannig að það væri hægt að nota það sem orku í framtíðinni. Til þess að byggja upp gamlar borgir með þessari orku. Talið var að “borgin” sem þau voru að tala um sé Midgar úr FF VII en það er ekki búið að staðfesta það.

Þýðingin á nöfnunum

Þetta eru aðallega nöfn af aðalpersónunum úr leiknum en ég mun ekki nefna alla.

Cloud Strife:

Nafn hans kemur víst úr Kristinni trú og merkir það að persónan er dularfull, hefur óvissa fortíð, og ekki er hægt að segja til hvað verður um hann í framtíðinni. Það er sagt að minni hans sé “clouded”, og ekki er hægt að segja til hvað hann gerir næst. Í náttúrunni ský hreyfast ekki sjálfviljug, heldur eru þau stjórnuð af vindinum. Eins og í leiknum er það eins og Cloud stjórnar ekki sjálfum sér, heldur er það aðrir sem nokkurn vegin “ráða” því hvað verður um hann. Í fyrstu var þegar Sephiroth/Jenova stjórnaði honum, og svo seinna þegar Tifa sýndi honum hver hann var í raun og veru.


Squall Leonheart:

Orðið “squall” hefur nokkrar merkingar á ensku: t.d. stormur á sjó eða öskur. Talið er að Square hafi ætlað að láta hann líta út fyrir að hafa komið inn í einhvers lífs og farið svo, eins og stormur út á sjó. Leonheart er svipað nafninu “Leon”, annað hvort er því líkt við merkið sem hann er með sem lítur út eins og ljón, eða eftir karakternum Leon úr FF II.


Zidane Tribal:

Sumir halda að Zidane sé nefndur eftir fræga fótbolta manninum Zinedine Zidane, en það getur ekki verið að Square séu svo glærir að nefna einn af karakerunum sínum eftir alvöru persónu þar sem þeir hafa aldrei gert áður. Einnig halda sumir að þetta er svona sígauna nafn, en hver veit? Ég rakst á eitt sniðugt á netinu með nafn hans, Zidane Tribal, þetta nafn getur einnig verið stafarugl og nafninu getur verið raðað í “Lazier Bandit”, þar sem að á sumum pörtum í leiknum er Zidane latur, og það vita allir sem hafa spilað leikinn að hann er einnig þjófur.


Tidus

Nafnið “Tidus” er borið fram sem “Tii-da” í japönsku útgáfunni af leiknum, en ekki “Tee-dus” eða “Tide-us”, þetta kemur úr Ryukyu (Okinawan), mállýsku úr japönsku, og þýðir “sól”. Talið er að hann er nefndur eftir “Okinawan king” Tidanuakwa, eða Tedako á japönsku, sem þýðir á ensku, “child of the sun”. Einnig halda sumir að nafn hans er tengt einhvernvegin við sjó, og það tengir nöfn Squall’s og Cloud’s saman við Tidus þar sem nöfnin tengjast einhvers konar náttúrufyrirbrigðum.


Ég ætla ekki að hafa þessa grein mikið lengri því að fólk myndi örugglega ekki nenna að lesa hana :)

Heimildir:

http://finalfantasy.wikia.com/
http://www.ffcompendium.com/h/nchara.shtml

-Zimpo