Hvernig þetta byrjaði
Jæja fyrst allir eru að þessu, þá ákvað ég að gera stuttann úrdrátt úr FF tímabilinu mínu.

Þetta byrjaði allt árið 1997 ef ég man rétt. Desember mánuður hafði gengið í garð, og ég var enn óákveðinn hvaða leik mig langaði í það árið,
Þartil ég sá þessa auglýsingu í sjónvarpinu mynband og skot úr leiknum sjálfum og sá svo merkið og nafnið “Final Fantasy VII”.
Ég gjörsamlega bilaðist og krafðist þess að fá þennan leik í jólagjöf. Loks komu jólin og voru þau mjög lengi að líða eins og þau eru vanalega á þessum aldri.
Ég reis upp gekk að tölvunni, lét diskinn í og hóf spilun. Í fyrstu fannst mér þetta ekkért sérstakt þarsem ég hafði aldrei áður snert rpg leik, og varð eiginlega fyrir nokkrum vonbrygðum með þessa ósk mína.
En sem betur fer var ég og er þrjóskur og ætlaði bara að gera sem best úr hlutunum.
Eftir nokkra daga var ég farinn að fatta hvernig þetta virkaði og varð bara gjörsamlega, eins og maður segir á slæmri íslensku “hooked” á þessu.
Það tók mig u.þ.b. ár að klára leikinn og var klukkan í leiknum á 63 tímum.
Persónurnar í FFVII eru alveg frábærlega ver skapaðar og ekkért hægt að setja út á þær.

Tveimur árum síðar kom FFVII, ég hafði séð skjáskot og myndbönd úr leiknum og var alveg dolfallinn yfir grafíkinni sem hann hafði að skarta, þannig að spenningurinn var yfirgnæfandi fyrir honum
ég og félagi minn ákváðum að skella okkur á hann saman, þarsem við áttum ekki mikla peninga til að eyða.
FFVIII heillaði mig ekki jafn mikið og sá fyrri persónurnar ekki eins líflegar og í þeim fyrri.
Enn þann dag í dag er ég ekki búinn að klára FFVIII, og kenni ég týndum minniskubbi í psx um það voðaverk.
Mun líklega koma mér í það að klára hann fljótlega. Ef ég man rétt var ég fastur á einhverri brjálaðri konu.

Því næst las ég um FFIX, hann leit eitthvað öðurvísi út en sá fyrr þ.e. FFVIII, litlar persónur aðeins öðurvísi grafík en eitthvað heillaði mig við hann líklega það að hann var svolítið líkur FFVII í útliti svo ég skellti mér á eintak, og sé svo sannarlega ekki eftir því.
Persónurnar í FFIX þykja mér mjög skemmtilegar ef ekki bara skemmtilegustu FF persónur sem ég hef “hitt”
allar litlar, og ævintýralegar.
Ég hef eytt mörgum mörgum tímum í þennan leik, en ekki enn klárað, og má orsökina rekja til minniskubbs sem fynnst ekki.
Ég bara botna ekki upp né niður í því hvers vegna allir sögðu, á þessum tíma og margir segja enn að þetta sé sýsti leikurinn af þessum “nýju” mér þykir hann einmitt einn af þeim betri:)


Svo var það hið örlagaríka ár 2001 þegar FFX var gefinn út, ég hafði heyrt góða hluti um hann leyst vel á grafíkina en var samt svolítið efins um talsetninguna, een vonaði það besta.
Ég keypti leikinn, byrjaði að spila þartil hreinlega ég gat bara ekki meir það var á mount gagazet á þriðja Seymourinum, þetta var svo leiðinlegt :/ hvað höfðu þeir gert.
Nú veit ég að margir munu eflaust vera ósammála þessum ummælum, en þetta er bara það sem mér fynnst :).
Persónurnar voru vægast sagt drepleiðinlegar, sérstaklega aðalpersónan Tidus, Wakka fylgir þar fast á eftir ásamt Yunu sem hljómar eins og 15 ára gömul táningsstúlka
Lulu og Auron þóttu mér skást vegna þess að þau töluðu ekki allt of mikið.
Semsagt talsetningin alveg hræðileg, persónulega þótti mér mun betra að geta túlkað sjálfur með því að lesa textan hvernig persónurnar hljóma, í staðin fyrir að láta þröngva á mann leiðinlegum röddum.
Kimahri var bara glataður, en ég notaði hann voða lítið, Rikku var ekkért skemmtileg heldur hljómaði frekar eins og ofvirkt stúlkubarn.
En eitt hafði FFX og það var Blitzball sem er án efa einn af betri smáleikjunum í FF seríuni, gat verið pirrandi á köflum en samt skemmtilegur.


Aðrir FF leikir sem ég hef spilað, ég hef ekki spilað mikið af þessum gömlu FF leikjum, nema þá aðalega VI sem var bara helvíti fínn en í náinni framtíð mun ég eflaust sækja mér emulator og byrja á þessu frá byrjun :)
vildi óska þess að maður hefði enn tíma til að leika sér í tölvuleikjum allan liðlangann daginn :).

En ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra þó ég gæti haldið endalaust áfram, með fyrirfram afsökunarbeiðni á slæma stafsetningu eða málfarsvillur, þarsem þetat er mín fyrsta grein hér á huga
Þá má ekki búast við neinni svaðalegri ritsmíð.