Uppáhalds characterarnir mínir úr FF og Kingdom Hearts Ókey ég ætla að skrifa um 6 uppáhaldscharacterunum mínum úr þeim Final Fantasy leikjum og Kingdom Hearts sem ég hef spilað og er að spila. Og já ég held að það leynast örfáir spoilerar þarna :P just in case

-Final Fantasy VII (er að spila hann en hef séð myndina)
-Final Fantasy IX
-Final Fantasy X
-Kingdom Hearts


Vivi: Vivi hefur alltaf verið uppáhalds characterinn minn og er það enn. Vivi Orunitia er 9 ára gamall black mage úr Final Fantasy IX. Vivi er mjög “powerful” black mage en hann var hræddur við krafta sína. Mér fannst hann alveg rosalega einmanna í byrjun leiksins þannig að ég vorkenndi honum ekkert smá og þannig varð hann uppáhalds characterinn minn. Vivi var eini black mage-inn sem var ekki undir stjórn Queen Brahne og það var það sem mér fannst svo über við hann! Vivi “join-aði” í liðið hans Zidane's í byrjun leiksins á skondinn hátt, með því að kveikja í Princess Garnet! Og svo var hann nokkurskonar “Guð” í augum Steiner's, fannst það alveg æðislegt, það var eins og Steiner var “his little bitch” awwwww algjör sykurpúði hann Vivi…! :P

Cloud: Úff maður… sá gaur finnst mér bara vera sko “hard-muffin”! :O ég er hins vegar ekki búin með leikinn en ég er búin að sjá myndina og fannst hann alveg über svalur! Finnst hann pínu kjánalegur í leiknum þar sem hann “dressaði” sig upp sem kona í einu atriðinu, sé það ekki fyrir mér í geðveikum gæðum! xD vá ég fékk kjánahroll þegar ég var á þeim parti á leiknum *kjánahrollur* En já í tölvuleiknum er hann svona eins og við köllum það á góðri ensku “mercenary” en í myndinni er hann “delivery boy” híhí finnst það ennþá kjánalegra :P þar sem þetta sem hann sagði þetta í myndinn á ensku.

Auron: shiiiiit þessi gaur er svo svalur! Mér finnst hann lang svalasti FF characterinn í allri seríunni! Það eru eflaust nokkrir sem eru ósammála mér og finnast Vincent Valentine úr FF VII vera svalari, en mér finnst Auron vera mun svalari :P Í leiknum er Auron frægur fyrir það að hafa verið “guardian” hjá föður Yunu, High Summoner Braska, 10 árum áður en sjálfur leikurinn gerðist og varð hann aftur “guardian” en þá varð það hjá Yunu. Ég vil nú ekki spoila fyrir þeim sem hafa ekki spilað leikinn sjálfan þannig að ég ætla aðeins að hægja á mér að skrifa um hann :P

Goofy: Hann er snillingur frá helvíti, mér er alveg sama þótt hann sé Disney persóna, hann var nú í Square-Enix leik! Kingdom Hearts! Ég hef nú fílað Guffa alveg frá byrjun, löngu áður en leikurinn sjálfur kom út, man alltaf eftir “gwarsh” hljóðinu í honum og það vakti margar gamlar minningar þegar ég spilaði Kingdom Hearts í fyrsta skiptið :) Guffi er í liði með Andrési Önd og Sora í Kingdom Hearts í leit af svo kölluðu “Keyholes” sem á víst að “loka” einhvernvegin fyrir heimana, þar sem þeir nokkurnvegin klíndust allir saman í leiknum :/ get ekki alveg útskýrt það :S

Wakka: Stórfurðulegur náungi, samt eitthvað sem ég fílaði við hann :P kannski er það bara þannig með rauðhært fólk :) almennt skemmtilegt, hver veit :) Wakka var einn af “guardian's” hennar Yunu og hefur þekkt hana frá því að hún var lítil, hann og Lulu voru eins og eldir sistkynin hennar, sáu alltaf um hana, pössuðu að ekkert myndi koma fyrir hana, reyndu meira að segja að stoppa hana þegar hún ætlaði að gerast summoner til þess að berjast á móti Sin.

Tifa: Hún er svalasti kvenkyns characterinn að mínu mati, hún er eflaust í uppáhaldi hjá mörgum strákum út af “döbbol-dí” brjóstunum sínum sem eru pínu ýkt að mínu mati, það er alveg ótrúlegt hversu miklir perrar Japanir verða þegar það kemur að því að hanna kvenkyns charactera. Satt að segja er ég ekki komin það langt í leiknum til þess að vita mikið um hana, er já bara búin að sjá myndina og fannst hún alveg über kúl í henni og varð hún ein af uppáhalds characterunum mínum… en það sem ég veit um hana er að hún á bar sem kallast “7th Heaven”, hún og Cloud eru æskuvinir… og ekki má gleyma, að hún er líka “hard-muffin”! :P

Vonandi var þetta skemmtileg lesning

kv.
Zimpo