Fyrsta FF flíngið mitt Ókey ég ákvað að skrifa um fyrsta Final Fantasy leikinn sem ég spilaði og kláraði, Final Fantasy IX… þetta eru allt mínar skoðanir og getur verið fyrir þá sem hafa ekki spilað leikinn þá verða þó nokkrir spoilerar í henni :)

Ég kynntist þessum leik fyrst þegar ég var 11 ára gömul og stjúpbræður mínir voru að spila hann, mér þótti þessi leikur alveg hrottalega hallærislegur og skipti mér ekkert að þeim og leyfði þeim bara að leika sér í sínum hallærislega leik…

Nokkru seinna byrjaði ég að fylgjast betur með þessu og byrjaði að finnast þessi leikur vera pínu áhugaverður, ég fékk að prófa leikinn hjá þeim og ég gjörsamlega gat ekki hætt að spila hann. Hins vegar var ég alveg rosalega slow að læra á hann, sem betur fer kunnu þessir guttar þó nokkuð á leikinn þá og kunna enn.

Þegar ég byrjaði að spila leikinn fékk ég alveg rosalegan kjánahroll (svipaðan kjánahroll og ég fékk þegar ég spilaði Kingdom Hearts í fyrsta skiptið) og vissi ekkert hvað ég var að koma mér út í…

Mér fannst alltaf æðislegt atriðið í leiknum þegar Zidane var hlaupandi á eftir Dagger og með Steiner á hælunum þegar hann batt borða um mittið á sér og stökk fram að turni og lét sig flúga út um allt og klessti á annan turn! Ég hlæ ennþá við tilhugsuninni á þessu atriði…

Fyrst ég er að tala um Steiner hérna þá vil ég segja ykkur frá því hvað mér finnst um hann:

Steiner er svona hlúnkurinn í leiknum, uppáþrengjandi gaurinn sem sumir þoldu ekki, en ég dýrkaði hann :) en á pörtum var hann pínu pirrandi. Það sem mér fanst eitt það fyndnasta við hann var það sem hann var hræddur við, oglops, vá hvað hann varð “konulegur” þegar það kom að þessum litlu dásamlegu skordýrum :)

Svo vil ég líka tala um litla black mage-inn, hann Vivi :) Litli klaufinn sem allir elskuðu :) Að mínu mati er þetta uppáhalds FF characterinn minn, hann var nefninlega svo saklaus og svo mikill klaufi, hélt að hann gæti ekki neitt, hélt bara að hann væri einhver sálarlaus brúða eftir að hafa séð fullt af black mage-um á flugskipi frá Dali. En að mínu mati var Vivi ekki sálarlaus, hann var svona pínulítill kjánalingur sem mér langaði bara að klípa í kinnina á :P

Amarant… pff… þetta kvikindi fór verulega í pirrurnar á mér! Ég fattaði ekki einu sinni myndina af honum! Skildi ekki einu sinni hvað var hárið á honum og hvað var andlitið :S Og svo var hann svo rosalega hrokafullur, á pirrandi hátt! Stundum á tímum ýmindaði ég mér að ég væri að kyrkja þetta gerpi!! Og svo fannst honum hann vera svo rosalega sterkur eins og t.d. þarna á staðnum með kastalanum sem var bæði á hvolfi og venjulegur (man ekki hvað staðurinn hét)og vildi enga hjálp né neitt…

Quina… ekkert nema kjánalegt fyrirbæri sem ég skil ekki hvernig tengdist sögunni :S en samt á einhvern hátt fannst mér hún/hann vera pínu skondinn character, en ég nenni nú samt ekki að skrifa neitt mikið um hana/hann vegna þess að ég veit ekki einu sinni hvernig mér leið þegar ég sá hana/hann í fyrsta skiptið, eina sem mér datt í hug, það var að hún/hann var bara über átvagl, ekkert meira…

Eiko, þetta litla böggandi “spitfire” sem var með MAJOR “crush” on Zidane og reyndi allt til þess að koma í veg fyrir það að eitthvað myndi gerast á milli Zidane og Daggers. Samt fanst mér hún alveg ágætis charcter, hafði gaman af henni og allt það heila klabbið, og það besta við hana fannst mér að hún var með fjólublátt hár!! Á þeim tíma fannst mér það svooooo kúl, og að hún var með horn :)

Freyja, æi það fór ALLTOF lítið fyrir henni :/ mér langaði að sjá meira af henni… Hún hefði verið svona Auron FF IX að mínu mati, hún hefði getað verið svo über svöl ef hún hefði komið meira farm, en svona er þetta þegar þessir japanir beina meiri áhuga á leiðinlegri characterana eins og t.d. Zorn og Thorn, bwahhh hvað ég þoldi þá ekki, endurtóku allt það sem þeir sögðu!

Dagger, a.k.a. Garnet Til Alexandros 17th, stúlkan með 3 nöfn… Dagger, Garnet og Sarah, (Sarah er alvöru nafnið hennar sem alvöru móðir hennar skýrði hana)hún var “rænd” af Zidane and his “buddies” í byrjun á leiknum, hún er svona pínu stjórnsöm að mínu mati, vill ráða öllu út af því að hún er prinsessa í byrjun en verður svo drottning… en hún lagast finnst mér þegar það líður á leikinn, og ekki má gleyma að hún verður alveg totally in love with Zidane.

Zidane, gaurinn með skottið og HUGE mjaðmirnar… sjitt hvað ég vissi bara um leið og ég sá leikinn að hann væri ekki human :S fyrst pældi ég aldrei í characternum sjálfum heldur í þarna skrítna dæmið sem stóð út úr fótunum á honum, not normal eh? Mér fannst hann alltaf svo hrottalega góður með sig en mér fannst hann alltaf skemmtilegur character, næst uppáhalds characterinn minn í leiknum, á eftir Vivi sko :)

Staðirnir í þessum heimi fannst mér alveg dásamlegir :) uppáhaldið mitt var Treno, fannst alltaf spilaleikurinn uppáhalds mini-leikurinn minn, en átti alveg crappy spil þannig að ég tapaði þó nokkuð oft :S… Mér fannst alltaf svo hrottalega fyndið nafnið á Lindblum :) eitthvað svo kjánalegt nafn, ég hafði alltaf svo hrottalega gaman af því að segja þetta nafn á svo heimskulegan hátt.

Burmecia var sá leiðinlegasti staðurinn í öllum helvítis leiknum, fyrir utan auðvitað þarna ís staðinn þarna þegar það var búið að ræna Eiko, fullt af einhverjum leiðinlegum rauðum drekum þarna sem drápu mann í einu höggi :S

Söguþráðurinn fannst mér alveg æðislegur :) enda var þetta fyrsti leikurinn sem ég spilaði og fannst hann alveg über :) Allt frá skottinu á Zidane og að afa hans Vivi.

En ég ætla ekki að hafa þessa grein mikið lengri :)

Kv.
Zimpo

afsakið stafsetningarvillurnar ef það voru einhverjar :)