Ég var einmitt að spá í skrifa þessa grein, þegar ég sá hvað sumir sögðu um Final Fantasy 8, þá varð ég að tjá mig. Final Fantasy 8 virðist vera þanning leikur, að annaðhvort elskaru hann eða hataru hann. Þessi leikur er að mörgu leyti byltingarkenndur, að mínu áliti meira en VII. Þar sem ég hef spilað Final Fantasy lengi, þá var 7 algjör nýjung. Persónurnar fóru að vera aðeins raunverulegri en samt hélt þetta aðeins í hefðina. Málið með VIII er að þessi leikur breytti öllu. Hann vel gerður, grafíkin er æðisleg, persónurnar eru trúverðari, tónlistin er ágæt, en er ekki það besta sem hefur verið í Final Fantasy leik. Ég held of margir hafa vanið sig á Final Fantasy 7, kannski sérstaklega þeir sem hafa ekki spilað seríuna lengi. Málið er Final Fantasy hefur alltaf verið að breytast og þróast. Final Fantasy 9 var afturhvarf
til fortíðarinnar, það er gott og blessað, en ég vil sjá framþróun.
Battle System-ið í 8 virðist líka fara í taugarnar á mörgu, ég verð bara að segja: Þetta er frábært system. Card game er alveg æðislegt að spila, síðan eru side-quests í leiknum skemmtileg t.d í Winhill, það er frekar stutt en gott. Að sjá drauginn( Raine) og síðan finna vasabrotin. Það eina sem mér finnst vanta við 8, er það eru alltof fáir bæir, allavega að mínu mati. Það tekur svolítið tíma að koma sér inni í hann, en það borgar sig að lokum.
Through me is the way to the sorrowful city.