Kingdom Hearts 2



—VARÚÐ OFBOÐSLAGA MARGIR SPOILERAR—

Ég byðast afsökunar fyrir óeðlilega margar villur og enskuslettur sem þeir sem lesa þetta munu verða vitni af en svo lengi sem þetta skilst ætti það að vera allt í lagi.
Þessi grein er dáldið löng og flestir munu varla nenna að lesa en ég ákvað samt bara að senda hana inn í heilu lagi svo að enjoy! (sko sjáiði enskusletturnar).


Director og Character Disigner: Tetsuya Nomura
Producer: Shinji Hashimoto
Co-producer: Yoshinori Kitase
Scenario writer: Kazushige Nojima
Battle planner: Yuuichi Kanemori

Realese Dates
Japan: 22 Desember
Bandaríkin: 3 Mars
Evrópa: Ekki Vitað

“Walking this road,
Without you,
To remake forgotten promises and meet you at roads end.
Faded Memories,
Reconstucted Memories,
A dream - a dream of you,
In a world without you.
The dream I see in the world without you,
Torn dream, like a memory from the far past,
I'd like to put it together,
With you…”


Eins og allir ættu að vita er Square-Enix á fullu að gera Kingdom Hearts II leikinn sem er framhald hins bráðskemmtilega leik Kingdom Hearts þar sem blandað var saman Dinsney og Final Fantasy ásamt algörlega nýum persónum og stöðum sérstaklega búið til fyrir Kingdom Hearts.

Undanfarið hef ég verið að senda milljón korka um KH og hafa verið gerðar ansi margar kvartanir svo að ég ákvað að hætta með KH korkana en ég vona að þið verðið ekki reið þó að ég geri eina KH grein sem mun vonandi bynda enda á allt KH vesenið í mér það sem eftir er …. en ég efast um það.


Í Kingdom Hearts upprunalega leiknum var heimilinu hanns Sora (sem er aðalpersónan í KH leikjunum) eytt af verum sem kallast Heartless.
Sora tókst þó að lifa af og lenti á stað sem kallaðist Traverse Town og hann var komin með skrítið lyklasverð sér í hönd.
Sora var ekki viss um hvort vinir hanns Kairi og Riku höfðu sloppið af eyjunni áður en Heartlessarinr eyddu henni en ætlaði samt að leita af þeim.
Í Traverse Town hitti Sora Leon sem flestir þekkja sem Squall úr FF VIII.
Leon útskýrði fyrir Sora að sverðið héti Keyblade og sé eina leiðin til að losa heiminn undan Heartlessunum.
Stuttu seinna hitti hann Donald og Goofy (Andrés og Guffa sem allir ættu nú að þekkja) sem voru að leyta af Mickey (Mikka) kónginum í Disney Castle (heimaveröld þeirra).
Saman ákvæðu Sora, Donald og Goofy að leita að kónginum, Riku og Kairi á GummiSkipi sem er eina leyðin til að faerðast á milli veralda.
Sora fann Riku en hann hafði gengið í lið við Malicefent (úr Sleeping Beauty).
Malicefent vissi hvar Kairi var en Heartlessarnir höfðu náð hjartanu hennar svo að eina leiðin til að lífga hana aftur við var að ná í nýtt hjarta fyrir hana þess vegna var Riku að vinna fyririr Malicefent, til að ná í hjarta fyrir Kairi.
Malicefent var í raun að nota Riku til að ná í hjarta fyrir Kairi því að það var eina leyðin til að framfylgja evil plottinu hennar.
Sora tókst að bjarga Kairi og drepa Malicefent en komst að því að hinn mikli sage Ansem sem talið var að hefði táið fyrir nokkrum árum var að stjórna Heartlessunum.
Sora og félagar fóru til “The End of the World” og börðust við Ansem.
Ansem sýndi þeim uppsrettu allra Heartlessana, KINGDOM HEARTS.
Kingdom Hearts “sveik” Ansem og eyddi honum.
Eina leyðin til að stoppa Heartlessana var að loka Kingdom Hearts.
Sora og co. sáu að King Mickey og Riku voru inní Kingdom Hearts.
Þeim tókst að loka KH og stoppa Heartlessana en Riku og Kickey lokuðust inní KH.
Sora og hinir fundu kastalann “Castle Oblivion” sem var undir stjórn “The Organazation” (fólkið í svörtu regnkápunum).
Þar buðu the organazation Sora að fara í gegnum kastalan því að efst í kastalanum væri það sem hann leytar að (líklega Kairi).
Hins vegar var þetta allt bara stórt plan hjá “orginu” til að losa sig við “the Keyblade Master” (sem sagt Sora).
Sora tókst þó að sigra aðal orgarann hann Maluxia en fann ekki beint það sem að hann leitaði að.
Á sama tíma var Riku í kastalanum án þess að Sora vissi af honum.
Riku hitti DiZ (einnig þekktur sem Red Enigma og fleira) og komst að því að andi Ansems er enn á lífi inní honum og eina leiðin til að sigra hann algerlega sé að losna við alla illskuna.
Riku og King Mickey ganga til liðs við Organaseisjonið.
Og svo tveimur árum síðar byrja Heartlessarnir að koma aftur og Kingdom Hearts II byrjar…

Leikurinn mun líklega byrja þar sem Sora kemur út úr tækinu sem hann fór í KH CoM og honum til mikillar undrunar eru fötin hanns svört. Það er ekki alveg komin skýring á því afhverju fötin eru allt í einu orðin svört en allavega. Sora byrjar fljótlega að flækjast inní rosalegt ævintýri þar sem að hann berst bæði við The Organzation, Heartless og the nobodies sem Organzationið á víst að stjórna. Öllu þessu slæma sem er að gerast í leiknum er líklega stjórnað af einum manni (eða konu) en ekki er vitað hver það er ennþá en það er án efa verk Sora að stöðva veruna þá.

Persónur

Sora
The Keyblade master.
Hann ferðaðist um margar vrealdir til að bjarga heiminum frá Heartlessunum og finna vini sína Riku og Kairi.
Hann fann þau og tókst að bjarga heiminum frá Heartlessunum með því að loka Kingdom Hearts dyrunum.
Sora snýr aftur einu ári eldri og einum búningi svartari í Kingdom Hearts 2.

Riku
Vinur hanns Sora sem var notaður af bæði Malicefent og Ansem.
Hann hjálpaði Sora að loka KH á endanum á fyrsta leiknum og fyrir vikið “hvarf” hann.
Hann vaknaði þó í Castle Oblivion stuttu síðar og gekk til liðs við The Organazation.
Það er ekki alveg vitað hvort hann mun einu sinni koma í KH II en það er þó mjög líklegt.
Fyrir þá sem hafa séð Deep Dive eða Another Side Another Story þá er Riku líklega sá með bindið fyrir augunum.

Kairi
Eftir að Sora lokaði KH “af-eyddist” Destiny Island og Kairi komst aftur þangað.
Síðast liðin tvö ár hefur Kairi búið þar ásamt Selphie og líklega Tidus og Wakka.
Annars er ekki almennilega vitað hvernig hún tengist gangi málana í KH II.

Mickey
Hinn mikli kóngur Disney kastala.
Hann gekk til liðs við The Big O ásamt Riku á endanum á KH CoM.
Hann og Riku munu líklega hafa aðsetur í Twilight Town.

The Organazation
Þótt að Sora hafi sent nokkra þeirra yfir móðuna miklu í KH CoM eru þeir ennþá alive and kicking og með ný heimseyðingarplön.
Hér kemur listi yfir eftilifandi orgara:

Axel
Þetta er rauðhærður member í the organzation og beytir mátti eldsins á sama tíma og hann snýr skrýtnum oddkvössum vopnum í átt að óvinum sínum.
Maður getur eitthvernvegin aldrei séð hvað hann er up to enda er hann dáldi skrítinn að mínu mati.

DiZ
Hann virðist vera hátt settur hjá organazationinu reyndar gæti hann verið sá allra hæst settasti.
Hann hjálpaði Riku með ýmislegt í KH CoM.
Hann gæti verið allra dulafylsti náunginn í sögu KH leikjanna.

Þar sem ég er búinn að skrifa um Mickey og Riku þá fer ég ekki að skrifa aftur um þá þótt að þeir séu tæknilega hluti af genginu.

Xadin
Ekki er mikið vitað um kauða en hann hefur sex spjót sem að hann notar sem vopn.
Ég held að hann muni koma í Mulan veröldini en ég er ekki alveg viss.
Hann er mjög sterklegur, svart hærður náungi hann þessi.

Demyx
Já ég veit að það er skrítið en þessi hérna notar gítar sem vopn … líklegt að hann sendi eitthverjar bylgjur sem árásir.

Luxord
Gamall maður sem ekkert er vitað um so far.

Org memberarnir eru allt í allt 13 enda er annað nafn yfir þá “The 13th Order”.

Blonde Haired Kid
Þetta er enn einn keyblade wielderinn.
Ljós hærður strákur ískyggilega líkur Sora sem býr í Twilight Town.
Á Tokyo Game Show 2005 var sýndur trailer þar sem að (JIBBÍ) BHK var sýndur í gameplay með mynd af hausnum á sér niðri í horninu ásmt grænum lífunum svo að það er greinilegt að Sora verður ekki eini playable persónar í KH2.
Sjálfur hef ég kenningu um gaurinn þann, ég held að það séu til tvö eintök af Sora (já ég veit það hljómar skringilega .. eða hvað) og hann Ljóski sé hinn Sorainn. Í Deep Dive sagði einn svarti regnkápugaurinn ,,He looks just like you” ég held að sá sem hann hafi verið að tala um sé Sora og sá sem hann hafi verið að tala VIÐ sé BHK. Bara kenning samt.
Í KH 2 mun BHK lenda í alveg eins draumi og Sora gerði á byrjuninni á KH 1 nema í staðin fyrir heartless (sem Sora barðist við) þarf hann að berjast við skrítnar hvítar verur (sem eru bara kallaðar the white creatures).

Naminé
Ung norn sem býr yfir krafti til að breyta minningum fólks.
Hún kom mikið í Chains of Memories en það er ekki vitað hvert hlutverk hennar í KH2 verður.
En ef BHK theorían mín stenst er hún líklega hin Kairi.
Í einum trailernum sáust hún og BHK vera að tala saman inn í eitthverjum hvítum sal sem minnir aðeins of á Castle Oblivion. Ef það er Castle Oblivion (sem er mjög líklegt) er möguleikar að staðurinn sá sé líka veröld sem hægt er að ferðast til á Gummi Shipinu.

Auron
Uppáhalds persóna allra úr FF X mun nú koma í Kingdom Hearts 2 JEI.
Hann mun hjálpa Sora í Herkúles veröldinni.
Hann er fyrsta persónan úr FF leikjunum sem mun verða party member.

Cloud og Leon
Svölustu FF persónurnar eru komnar aftur í KH2.
Það er ekki mikið vitað um þá en Cloud er nú í FF VII Advernt Children búningnum en ekki gamla KH búnignum.
Það eru rumors um að saga Clouds tengist FF VII AC sögunni hanns …. en annars veit ég ekkert um það.

Yuna og Vincent
Það er ekkert vitað um þau í KH2 en það er víst að Yuna mun vera persóna í leiknum en Vincent er ennþá bara rumour.

Donald og Goofy
Uppáhalds disney persónurnar mínar eru ennþá á kreiki í Kingdom Hearts og eins og í fyrri leikjum fara þeir með Sora á enda veraldarinnar ef þarf (í tilfelli KH1 er það bókstaflega satt).
Þeir voru sendir af Mikka kallinum til að venda keyblade meistarann (Sora).
Eins og flestir vita beitir Donald göldrum í bördögum en Goofy notar skyldi.

Mína
Drottning í Disney Kastalanum.
Það ku vera satt að Mína eða Minnie mun verða party member í Disney Castle veröldini.
Hún mun þá væntanlega nota galdra sem vopn.
Talið er að Daisy eða Andrésína muni snúa aftur líka og munu þær tvær líklega vera hæst settustu persónurnar í Disney Castle.
Annars er ekkert um hana vitað.

Pete
Nú er svarti Pétur orðin að KH persónu JEI!
Hann Pétur mun ferðast á milli veralda til að hjálpa ýmsum Disney vondu köllum í að stoppa Sora og félaga … mest þó Mikka býst ég við.
Þær þrjár veraldir sem er vitað að Pete komi við sögu í:
Agrabah,
Steamboat Wille,
Olipus Collosium (eða Ancient Greek eða hvað það nú heitir).

Það eru náttúrlega mjög margar aðrar persónur sem ég mun minnast á neðar …



Battle og Gummi System

Að þessu sinni mun Kingdom Hearts bjóða upp á mun hraðari og betri bardaga stíl bæði í Gummi skipunum og í bördögum.
Í KH2 er komin nýr hlutur sem kallast Drive,
Þegar að drive meterinn fyllist getur Sora gert eitthvers konar limit break.
Sora getur líka blandað sér við aðra party members og þannig breitist liturinn á fötunum (hjá Donald verður hann blár og kallast Wisdom Form). Þetta er mjög líkt Traceinu úr FF IX.
Það eru líka fleirri valmöguleikar í bardögunum en voru í KH1 og mun fleiri abilitys og galdrar.
En það bersta við battle systemið í Kingdom Hearts 2 er án efa hraðinn sem er um helmingi meiri en í fyrri leikjunum.
Endilega skoðiði trailera eða gameplay footage til að sjá hversu vel battle systemið lítur út í þessum leik.


Veraldirnar

Twilight Town
The World between light and Darkness.
Að þessu sinni mun Twilight Town verða nýja Traverse Townið.
Þetta er svona aðal staðurinn í leiknum sem maður þarf mjög oft að fara til á meðan að leiknum stendur.
BHK, Mickey og Riku munu mjög líklega búa á þessum stað.
Þetta er frekar gamaldags bær á að líta og er alltaf svona gylltur og hálf appelsínu gulur á lit vegna þess að það eru alltaf ljósaskipti þar (þegar að sólin sest eða kemur upp á ensku: Twilight).
Það verður notast á við lest til að ferðast á milli staða þar sem þetta verður HUGE veröld.
Þar sem það er klukkuturn í miðjum bænum er hugsanlegt að tímin muni líða á meðan maður eer þarna (ansi cool).
Í CoM ferðaðist Sora bara á milli staða úr minningum hanns en samt var Twilight Town hann varð mjög hissa því að hann hafði aldrei komið þangað áður, þá var honum sagt eitthvað kjaftæði um að minningar af þessum stað væru frá the other side of his heart sem styður theoriuna mína um að BHK og hann séu sá sami því að BHK ólst upp í Twilight Town.
Það á líka að vera skógur í útjaðri borgarinnar þar sem talið er að hideoutið hjá Riku og Mikka sé.
Persónur sem er víst að komi fram í Twilight Town:
BHK,
Axel,
Þrír ónefndir vinir BHK (munu hugsanlega vera party memberarnir hanns þegar að maður spilar sem hann í staðin fyrir Sora),
Mickey,
Líklega Riku
Kanski Seifer.

Hollow Bastion
Í Kindom Hearts eitt var Hollow Bastion nokkurn skonar heimili Heartlessana en Sora tókst að sigra þá svo að talið var að ekkert illt ætti sér aðsetur þar lengur.
Þegar að Sora fór aftur þangað miera en ári síðar sá hann að það var vitleysa.
Hollow Bastion er enn og aftur ornar höfuðstöðvar heartlessana OG The Organazation.
Sora mun þurfa að kjást við prittí darn marga heartlessa þar því að í einum trailernum sásust Sora, Donald og Goofy hlaupa í átt að um það bil … Fimm þúsund heartlessum eða svo fyrir utan kastalann í Hollow Bastion (JEI ég hlakka til að komast á þann part leiksnins).
Persónur sem munu koma fram í Hollow Bastion:
Að minnsta kosti 5 org. Memberar,
Líklega DiZ.

Disney Castle
Loksins, LOKSINS er Disney Castle orðin að playable veröld, þið minduð ekki trúa því hversu löngum tíma ég hef eytt í að reyna ð finna leið til að komast þangað í Kingdó eitt.
Ég býst við að allir verði glaðir í kastalanum þegar að þeir sjá að Drési og þeir (í þessu tilfelli þýðir þeir Guffi) eru á lífi (það var mjög töddsí sena í KH1 þegar að Ripp, Rapp, Rupp og Sína og Mína sáu að Donald og Goofy snéru ekki aftur frá End of the World).
Nú munu heartlessarnir haf ráðist á Disney Castle og Sora þarf hjálp Mínu og Merlins að þessu sinni.
Í eitthverju gameplay movíi sást Sora vera að lemja á heartlessum á nákvæmlega sama stað og Guffi var sofandi á þegar að Donald var ný búinn á finna bréfið frá Mikka á byrjuninni á KH1.
Persónurnar í Dinsey Castle eru a.m.k. eftirfarandi:
Minnie,
Daisy,
Líklega Ripp, Rapp og Rupp,
Merlin.

Destiny Islands
Heimaveröld Riku, Sora og Kairi.
Heartlessarnir eyddu henni (veröldinni ekki Kairi) á byrjuninni á Kingdom Hearts 1. Þegar að Sora lokaði KH dyrunum komu allar veraldirnar sem Heartlessarnir eyddu aftur þar á meðal Destiny Islands. Nú hefur verið byggt þorp þar og skóli. Kairi býr þar ásamt Selphie og líklega Tidusi og Wakka (ég vona innilega að eitthverjar nýjar fullornar persónur bætist í hópinn í KH 2).
Það er því miður algerlega óvíst að þetta muni verða playable staður.
Persónurnar sem munu makea apperace í Destiny Island:
Kairi,
Selphie,
Líklega Wakka og Tidus.

Deep Dive
Þessi staður er so far bara kallaður Deep Dive því að þetta virðist vera staðurinn úr leinimyndböndunum í KH eitt.
Það er ekkert vitað um þennan stað nema að nokkrir Organazation meðlimir búa þarna ásamt öflugum og mörgum heartlessum (gæti verið ein af síðustu veröldunum).
Persónr Deep Divesins:
Eitthvað um fimm Orgarar,
Líklega Mikki, Riku og BHK.

Olimpus Collosium
… er komin aftur en í þetta sinn er þetta ekki bara eitther lúða veröld með tveim herbergjum eins og í eitt. Að þessu sinni verður hægt að fara frá stadiuminu niður í bæinn úr myndinni (Þeba eða eitthvað þar sem Herki barðist við Hydruna).
Það verður líka hægt að fara í Underworld.
Eitt af því nýjasta og sniðugasta við Olimpus Collosium er það að nú í fyrsta sinn er hægt að hafa Final Fantasy karakter sem party member og það er enginn annar en (eins og allir vita) Auron!
Það er vitað um líklega fjóra endakalla (bosses) í Collosiuminu og þeir eru Pete, Hydra JIBBS!, Cerberus og mjög líklega Hades.
Í Kingdom Hearts tvö mun verða mun dýpri söguþráður á þessum stað því að mun fleiri persónur munu koma fram og eins og oftast þarf stærri sögu fyrir fleiri persónur.
Meðal þeirra persóna sem koma fram í Olimpus Collosium eru:
Hercules,
Phil,
Pegasus,
Megara,
Auron,
Hades,
Pete,
Cerberus,
Hydra,
Panic og Pain (Pínir og Pati).

Fabled Countyside
Sora og gengið ferðast til kastla Beast.
Þeir komast að þeim hræðilega sannnleika að einn af orgörunum er að “stjórna” Beast.
Allt starfsfólk kastalans hefur verið lokað inn í dýrflissuni.
Ég veit ekkert of mikið um Fabled Countryside en það mun verða stór bardagi á dansgólfinu.
Annars væri mjög gaman að geta labbað um kastla Beasts og séð familiar placese from the mynd (sem er að mínu mati alger snilld).
Persónurnar í Fabled Countryside:
Beast,
Belle,
Oerganazation gaur,
Cogswoth,
Lumiere,
Líklega fleiri transformað starfsfólk.

Agrabah
Nú eru Aladdin fólkið snúið aftur.
Þrátt fyrir að Agrabah úr upprunalga KH leiknum hafi verið HUGE staður verður hann mun stærri í KH 2 því að þessu sinni mun maður geta farið inn í höllina sem var lokuð í eitt.
Agrabah úr Kingdom Hearts 1 hafði óskup líka sögu og í fyrstu Aladdin myndini og nú í Kingdom Hearts 2 mun sagan vera lík Jafar snýr aftur (kanski ef KH3 kemur mun sagan verða eins og í Konungur þjófana).
Pete finnur lampan ofan í brunni (held ég) og nudddar hann (þetta voru víst þrjú d það var nú slæmt ég ætti kanski að stroka þetta út … nei annars ég nenni því varla).
Þá kemur Jafar út úr lampanum og allt vesenið byrjar.
Persónur úr Agrabah:
Aladdin,
Jamsine,
Pete,
Genie,
Soldáninn,
Jafar.

Land of Dragons
Mulan er nú komin í Kingdom Hearts og fannst mér hana vanta í KH eitt.
Sangan á þessum stað mun líklega verða nokkuð lík þeirri úr myndinni.
Þegar Sora og þeir lenda skipinu á Kína til forna (sem verður ein af fyrstu veröldunum sem hægt er að velja um) er Mulan búin að dulbúa sig sem karl til að geta barist í stríðinu gegn vonda fölakallinum sem ég man ekki hvað heitir.
Það munu mörg events í LoD vera lík Mulan myndinni eins og þegar að Mulan skítur flugeldinum sem dæmi en það voru fleiri atriðum bætt inn í eins og þegar að Sora og fólk (ég get aldrei bara sagt nöfnin á þeim) þurfa að berjast við risastóra kínverska drekann (það verður fjör).
Síðan er líklegt að endaatriðið þegar að reynt er að taka kóngsa af lífi sé líka í þessum leik og eins og með drekann verður það líklega líka fjör.
Annars hlakka ég einna mest til að prófa LoDaf öllu í KH2.
Persónurnar sem er víst að komi fram í Land of Dragons:
Mulan,
Mushu,
Shan Yu,
Li Shang,
Þessi þrír gaura (einn lítill einn mjór einn feitur),
Kóngurinn.

Charistmas Town
Já þetta er sami staður og Haloween Town.
Fyrir þá sem ekki hafa séð Nightmere before christmas skal ég útskýra söguþráðinn.
Jack Skellington var konungur hrekkjavökunar og allra hræðilegasti íbúi Halloween Towns. Einn daginn sá hann jólin á eitthverjum stað sem að hann fór á og fattaði að jólin væru mun betri hátíð en Hrekkjavakan. Þá reyndi hann að breiða út jóla andann og breitti bænum í Christmas Town. Í Kingdom Hearts eitt var notuð ný saga þar sem brugðið var frá myndinni. Þar reyndi Jack að gefa Heartlessunum hjarta til að þeir gætu dansað á hrekkjavökunni en planið backfieraði og heartlessarnir urðu morðóðir, blóðþyrstir brjælæðingar. Nú er hinsvegar meira Nightmere before christmas þar sem Sora og allir koma til Haloween Town en sjá sér til mikillar undrunar að Jack hefur breitt öllum bænum í jólabæ en Oogie leinist ekki langt frá og bráðlega þarf Sora að bjarga bænum aftur.
Persónur sem koma í Christmas Town:
Jack Skellington,
Sally,Oogie Boogie,
Sandy Claws,
Dr. Finkelstein,
Mayor,
Lock,
Shock,
Barrell.

Port Royal
Port Royal úr Pirates of the carrabean verður playable veröld. Þar munu fram koma persónur eins Jack Sparrow og Will Turner. Söguþráðurinn verður líklega eins og í myndinni:
Barbossa rænir Elisabeth til að losna við eitthver álög og stuff.
Nomura hefur sagt að í hverjum Kingdom Hearts leik verði eitthvað sem kemur manni á óvart í eitt var það Haloween Town í CoM var það the fact að leikurinn var í GameBoy og í KH 2 er það PotC veröldin.
Það er ekki alveg eins grafik í þessari veröld því að ólíkt hinum disney stöðunum í leiknum er þessi gerður eftir leikinni mynd svo að grafikin er mun raunverulegri.
Jack Sparrow mun hjálpa manni sem party member, ég efast þó um að Johnny Depp muni tala fyrir hann (en það væri sweet).
Persónur sem vitað er að komi í Port Royal veröldinni:
Jack Sparrow,
Elisabeth,
Will Turner,
Barbossa,
Luxord held ég.

Endless River
Fyrsta teiknimyndin sem Walt Disney gerði árið 1928 var myndin Steamboat Wille um Mikka Mús.
Núna hefur verið ákveðið að blanda því við KH og útkoman er eitt skrítnasta fyrirbrygði nokkurn tíman.
Grafikin er ekki eins og í hinum veröldunum því að allir kallarnir eru frekar skrípalegir og ekki í réttum hlutföllum plús það að allt er svarthvítt.
Ef það verða eitthverjir bardagar (sem er líklegt) í Edless River þá verða þeir án efa mjög undó (stytting á undarlegir).
Mikki mun auðvitað koma eitthvað á þessum stað ásamt erkióvinisýnum Pete og munu þeir báðir vera skrítnir og svarthvítir ern það breitir því ekki að þetta verður ein skemmtilegast og sniðugasta veröldin sem mun nokkurn tíman koma í Kingdom Hearts.
Persónur Steaboat Willes:
Mickey,
Pete.

Atlantica
Nú hefur Ursula snúið aftur hræðinlegri en nokkurn tíman í Atlantica,
Sora er aftur orðinn að hákarla menni og Andrés að kolkrabba og Guffi að skjaldböku,
Ariel mun hjálpa þeim rétt eins og síðari daginn (held ég) og
hinn svarthærði Eric úr myndinni er orðinn að persónu svo að líklegt er að þetta muni minna meira á myndina en alveg nýja sögu búna til af Square í The Little Mermaid umhverfi eins og í KH eitt.
Það besta er þó að Nomura hefur betrumbætt sundsystemið svo að það sé ekki svona ótrúlega flókið hring/kassa dót eins og í fyrsta leiknum … já við hötuðum öll gamla sundsystemið.
Það mun líka vera mjög skrítinn minigame þar sem maður á að ýta á réttu takkana til að dansa (það er ekki vitað mikið um það samt).
The Persónas from Atlantica:
Ariel,
Sebastian,
Ursula,
Price Eric,
King Triton,
Flunder,
Flodsam og Jetsam.

Aðrar Hugsanlegar KH 2 Veraldir
Robin Hood - Nottingham
Lion King - Pride Rock
Black Claudrion
Jungle Book

Það munu líklega koma margar aðrar veraldir þar sem KH 2 verður tvisvar og hálfum sinnum lengri en eitt og líkast til á tveim diskum.



Heartless og White Creatures

Það eru auðvitað fullt af Heartlessum og öðrum kvikindum sem hægt er að stúta eins mikið og maður vill í up coming Kingdom Hearts leik og hér eru dæmi um það sem má sjá í leiknum:


Behemoth
Stóri fjólublái heartlessinn úr eitt er kominn aftur en að þessu sinni svartur og mjög hugsanlega sterkari en nokkurntíman fyrr.

Rabit
Undarlegur hundur með haus aftan á rassinum á sér.
Mjöööög skrítið fyrirbæri.

Shadow
Litlu venjulegu krúttlegu aumingjarnir úr KH eitt.
Hver man ekki eftir þeim.

Soldier
Brynvarðir Shadows.
Eru aðeins stærri og sterkari en verjuleigir shadows.

Large Body
Ljótu feitu heartlessarnir úr fyrri leikjum.
Maður verður að lemja þá aftan frá (ooojjj þeir eru svo pirrandi í CoM).

Neo Shadow
Ótrúlega pirrandi hlutir sem eru bæði sterkir, erfiðir og þeir geta falið sig þvílíkt lengi ofan í jörðinni ULLABJAKK!

Crescento
Fljúandi flautur sem kalla á aðra heartlessa til að hjálpa sér.

Creeper plant
Plöntu heartlessar sem geta ekki hreift sig en geta skotið kúlum í mann.

Turnado Step
Hausar með skrítinn hatt og mjög langar hendur.
Gera árás með því að snúa sér á mann.

Bláir Wyrenar
Sterkari útgáfa af brúna fugla heratlessinum úr hinum leikjunum.
Kom líka í Final Mix.

Dusk
Langir og ljótir white cretures með sverð sem hendur.

Þetta var smá af þeim heartlessum sem verður hægt að koma auga á í KH 2.



Jæja nú er þessi langa grein búin og ég vona að ykkur hafi ekki leiðst OF mikið við að lesa hana.
Ég reyndi að koma a.m.k. eitthverju af öllu sem vitað er um KH 2 fyrir en gleymti þó fullt af hlutum bíst ég við.
Þetta var ekki mjög vel skrifuð grein en það var heldur ekki pointið í henni ég ætlaði bara að koma öllum upplýsingunum um KH 2 sem að ég veit um í eina grein.

Ég vil bara ráðleggja öllum sem hafa unnið KH eitt að kaupa tvö strax og hann kemur því að ef hann er jafn góður og ég ætlast til að hann sé kemst hann ofarlega á TOPP tölvuleikjalistann minn og allir sem hafa EKKI unnið KH eitt … ég ráðlegg ykkur að kaupa hann NÚNA og ég vil líka spurja ykkur AFHVERJU VORUÐ ÞIÐ AÐ LESA ÞETTA iss.


Og meðan ég man þessi grein var yfir 13 síður í word með 12 punkta Times New Roman letri (það er ástæðan fyrir villunum, ég skrifaði þetta mjög hratt og nennti ekki að fara yfir) og ég veit EKKERT hvernig ég nenti að skrifa hana … … en ég er glaður að það er búið.




Vonandi höfðuð þið gaman af … bæjó!