moogle / mu:gl: / n. 1. A little white animal with a red pompom and batwings. Features in the video game series “Final Fantasy”.
2. A devoted fan of the video game series, “Final Fantasy” is often nicknamed a “moogle”

Þann tuttugasta júní árið 2004 var byrt grein eftir mig á þessu áhugamáli um þau hugtök sem byrtast nánast undantekningalaust í hverjum einasta FF leik. Þar skrifaði ég um Moogles, Cactuar, Chocobos og einnig galdra, eins og Quarter/Demi3 og Pearl/Holy.
Það sem ég hef skrifað hér fyrir neðan er ýtarleg og alger umfjöllun um aðeins eitt þessara fyrirbrigða, og einnig örugglega það vinsælasta. Moogles.

Til að fjalla sem réttast um kvikindin þá þarf að skoða hvaðan þeir komu, hvenær og hvernig. Moogles eru lítil hvít kvikindi sem eru í næstum öllum FF leikjunum. Moogles eru með hvítan; mjúkan feld, litla leðurblökuvængi og rauðan pompom sem stendur útút hausnum á þeim. Orðið “moogle” er ensk útgáfa af japanska heitinu, “Moguri”. Moguri er orðaleikur þar sem moldvörpu (mogura) og leðurblöku (koumori) er skeytt saman í eitt orð. Á japönsku er útkoman Moguri, hugsið ykkur ef square liðar hefðu ákveðið að þýða orðið beint, þá hefði það verið….. “Molat”, eða jafnvel “Molbat” og á íslensku Moldblaka (roflmao). Mér er það dulin ráðgáta hvernig þeir fundu út orðið “Moogle” en ég get honestly sagt að það lætur vel í munni og hefur krúttlegan og mjúkan blæ. Eins og múglarnir sjálfir, þannig að ég kvarta ekki.

Okay… Moogles hafa komið fram í hverjum einasta Final Fantasy leik að einhverju leiti síðan í Final Fantasy III að FFIV utanskildum. En ef við spólum aðeins lengra til baka og skoðum Final Fantasy II þá kemur í ljós að squaresoft hafa þá þegar verið komnir með einhverskonar grunn á skepnunum. Í FFII má sjá bifra sem eru rosalega líkir Moogles. Þó svo að þeir séu með brúnan feld og stórar tennur þá er uppbyggingin á þeim ákaflega lík uppbyggingunni á Moogles í FFIII og það má segja með nokkurri vissu að þessir bifrar í FF II séu einhverskonar forfeður Moogles að einhverju leiti og eiginlegt uppkast.

Í Final Fantasy III voru square hins vegar búnir að fullkomna sköpunarverk sitt, fyrir utan þá staðreynd að Moogles í FFIII hafa engan rauðan pompom sem stendur uppúr hausnum á þeim (sú hugmynd kom ekki fyrr en í FFVI). Ef við lítum fram hjá því litla atriði þá eru þeir alveg eins og þeir koma fyrir í Final Fantasy leikjum okkar kynslóðar, hvítir með litla leðurblökuvængi. Í Final Fantasy III þjóna Moogles því hlutverki að vera persónulegir verðir Dorga. Ég vill taka fram að ég hef ekki spilað Final Fantasy III vegna þess leikurinn var aldrei fluttur út úr Japan og þess vegna hef ég ekki fengið tækifæri til þess að spila hann. Ég vill einnig taka það fram að þetta eru óáreiðanlegar heimildir af netinu þannig að ekki rífa mig í mig ef þið vitið betur (sem einhverjir eflaust gera)

Höldum áfram og lítum á fimmta leikinn í seríunni, Final Fantasy V. Þar eru Moogles óbreyttir frá því í FFIII og vantar ennþá pompom. Í FFV koma Moogles þér til hjálpar við hin ýmsu tilefni. Það er einnig hægt að klæðast “Moogle suit” og láta litlu elskurnar þannig verða ástfangnar að þér. Það er ekki mikið meira hægt að segja um þá þar.

Í Final Fantasy VI voru gerð viss tímamót í sögu Final Fantasy. Þar rifu square sig algjörlega uppúr D&D fílingnum og gerðu rosalega frumlegan og framsækinn tölvuleik. Final Fantasy VI býr yfir þessarri tímalausu framtíðar/fortíðar/nútíma blöndu sem hefur eiginlega einkennt alla Final Fantasy leiki sem hafa fylgt í kjölfarið. Fyrir utan að sjálfsögðu Final Fantasy IX, sem er tribute til gömlu Final Fantasy leikjanna (I, II, III, IV, V) þegar kemur að umhverfi, sögu, karakterum og equipment. Og Moogles fá sjaldan að skína jafn skært og í Final Fantasy VI. Mjög snemma í leiknum fáum við að kynnast hóp Moogles sem búa í námunum fyrir ofan bæinn Narche. Í þessum námum lifa Moogles saman í sátt og samlyndi undir stjórn yfirmúgulsins Mog, sem einnig verður spilanlegur karakter þegar seinna líður á leikinn. Mog hefur þann stórskemmtilega eiginleika að geta equippað relic sem kallast “Mog Charm” og hefur hann þau áhrif að skrýmsli ráðast ekki á partyið ef Mog er partur af því og með það equippað. Útskýringin á þessum Relic og náttúru hans er sú að þegar Mog var aðeins barn (eða whatever sem moogles eru í æsku) að aldri þá þurftu foreldrar hans að láta hann frá sér og láta hann alast upp á meðan dýranna (random encounters), og til þess að dýrin tækju Mog littla í sátt þá létu foreldrar hans hann fá verndargrip sem dýrin þekkja og ala hann því upp sem sinn eigin. Og það mundi vera Mog Charm! Síðan er til armor sem Strago og Relm geta notað sem kallast “Moogle Suit”. Þegar Moogle Suit er valinn í equipment þá kemur fram dásamlegt komment, “Be a Moogle. Kupo!” þar sem annars mundi standa lýsing á eiginleikum hlutsins. Óborganlegt.

Moogles koma og fara í Final Fantasy. Eftir að hafa verið nokkuð áberandi í Final Fantasy VI þá koma þeir lítið sem ekkert í Final Fantasy VII. Annað tilvikið þar sem við fáum að bera Moogle augum er í summon materia sem kallast Choco/Mog. Þegar það er notað þá byrtist Moogle ríðandi á Chocobo sem headbuttar andstæðinginn. Ekki mikið, en samt eitthvað. Síðan er hægt að spila leik í Gold Saucer sem kallast “Mog house”. Þar leikur maður Moogle sem reynir að fljúga til þess að heilla kvenþjóðina. Sniðugt og skemmtilegt. Síðan er það reyndar Cait Sith… Köttur á huge Moogle afstyrmi. pfff….

Final Fantasy VIII er eyðiland þegar kemur að Moogles. Nema að sjálfsögðu ef maður á pocket station, því að í gegnum það er hægt að fá Moogle summon sem læknar hp hjá partyinu. En eina reynslan sem ég hafði af Moogles í FFVIII var Card sem heitir MiniMog.

Final Fantasy IX…….. eftir að hafa legið í eiginlegum dvala þá brjótast Moogles upp á yfirborðið með tilþrifum og látum! Í FFIX eru Moogles hreinlega allstaðar. Þeir þjóna fyrst og fremst þeim tilgangi að vista leikinn fyrir þig. En þeir reka líka póstþjónustu sem kallast mognet sem sendir bréf frá einum Moogle til annars. Moogles eru líka með mogshop, sem er verslun sem hægt er að nota í örfáum tilvikum í leiknum. Það sem er einstakt við Moogles í Final Fantasy IX er það að hver og einn á sér nafn. Monty, Morrison, Mogu, Kuppo og svo framvegis, í staðin fyrir að vera dularfullar skepnur sem segja ekkert nema Kupo. Það hafa verið skapaðir nokkrir Moogles í FF sem hafa eftirminnilegan karakter sem kemur að leiknum á einhvern hátt. Dæmi um það eru til dæmis Mog úr Final Fantasy VI, en hann getur talað og hjálpað manni. Svo eru hinir í FFIX. Stiltzkin ferðast um heimin og sendir bréf til vina sinna þar sem hann segir frá því sem hann hefur séð, Mog er eins og litla systir Eiko og yfirgefa þau aldrei hvort annað og síðan er það Artemicion sem er ákaflega hégómafullur og lendir í vandræðum með efni sem á að gera feldinn hans mýkri. Feldurinn hans verður fjólublár í kjölfarið. Þessir múglar eru einstakir miðað við alla þá í gömlu leikjunum.

Eins og ég sagði áðan þá spara square Moogles frekar mikið og nota þá aldrei mikið í tvö skipti í röð, svo að maður verði ekki hreinlega þreyttur á þeim. Og þess vegna er afar lítið um Moogles í Final Fantasy X. Einu Moogles í FFX eru brúðurnar hennar Lulu. Hún er black mage sem notar ekki staf eins og tíðkast hefur, heldur notar hún brúður. Brúður eins og Cait Sith, PuPu, Moomba, Cactuar, Onion Knight og Moogle. En allt eru þetta persónur og dýr sem hafa byrst í öðrum Final Fantasy leikjum.

Í FFX-2 er Mascot í Chocobo racing sem er gaur í Moogle búning

Ég veit minna en ekkert um FFXI

Final Fantay XII…. Núna er eitthvað farið að gerast hjá okkar “furry little friends”. Eins og í FFIX eru Moogle út um allt í FFXII. En í staðin fyrir að vera svona ósýnileg kvikindi sem standa á random stöðum þá eru Moogles citizens og gefa mikið til samfélagsins. Moogles eru afar lagnir við járn og trésmíði og eru miklir græjukallar. Svona eins og Edgar í FFVI. Moogles smíða loftskipin og annarskonar vélbúnað í Ivalice. No forbidden Machina bullshit!!! Final Fantasy TA gerist í Ivalice, eins og FFXII og er ein aðalpersónan einmitt Moogle. Hann heitir Montblanc og hjálpar March (aðalpersónan) að aðlaga sig að þessum nýja heimi, Ivalice. Montblanc á líka frænda sem byggir loftskip! Sem er að sjálfsögðu Moogle. Nóg um TA… í FFXII eru Moogles talsvert öðruvísi en venjulega. Þeir eru með vængi og pompom, en…. þeir eru með löng eyru, ekki ósvipað og Viera. Þið hafið eflaust tekið eftir myndinni sem var póstuð inná áhugamálið um daginn, so you get the picture… Ójá. Moogles í Ivalice eru siðsamir og ganga undantekningalaust í fötum, öðruvísi en forverar þeirra (fyrir utan einstaka mógúl í FFIX).

Já! Þá er ég búinn að rekja sögu Moogles í Final Fantasy. Reyndar koma Moogles fram í fleiri leikjum en FF, til dæmis í Chrystal Cronicles og Chocobo racing leiknum, en ég vill einbeita mér að Final Fantasy [insert number here]. Ég er sannfærður um að Moogles verði alger helvítits snilld í Final Fantasy XII. Hafið þið pælt í því? Þeir verða talsettir í fyrsta skiptið!!! Það verður svoooo kúl!!! En nóg af því… Bottomlineið er. Moogles eru snilld sem á eftir að fylgja Final Fantasy leikjunum að eilífu.

Enjoy!
Sprankton