Sælt veri fólkið! Mig langar hér með að kynna lengstu greinina mína!

Í þessari grein mun ég koma með fróðleik um allar skepnur og guði sem hafa komið fram í Final Fantasy leikjunum góðu. Látum okkur sjá. Greinin er 3738 orð. Ykkur er velkomið að lesa hana alla og fræðast þar með um alla guðina sem ég hef skrifað um en reyndar var þessi grein skrifuð með það í huga að fólk mundi ekki nenna því. Þess vegna getiði flett uppá guði eða skrímsli sem ykkur langar að vita eitthvað um og lesa það. Ef HTML code-ið virkar og ef ég gerði það rétt, ættu nöfnin á þeim að vera Bold-uð eða feitletruð.
Vil ég samt endilega að þið lesið allt. Þetta er ekki einu sinni jafnt langt og einn kafli í bók svo þið ættuð að geta lesið allt saman enda get ég lofað ykkur því að þið viljið lesa þetta og það er rosalega gaman að lesa um guð sem á nafn sem maður kannast við.

Ég hef unnið að þessari grein í marga mánuði, ef ekki (ég get svarið það) ár eða fleiri og vona ég að hún verði skemmtilegt lesefni. Scrolliði nú bara niður og lesið það sem þið viljið. Eða bara allt. Enjoy!:D

(Þessi grein hefur verið í tölvunni í bið í marga mánuði. Hún var líka aðallega skrifuð vegna dálæti á goðafræði).

Quetzalcoatl

Þýðir fjaðraður snákur. Einn helsti guð Asteka. Guð vindsins, vatnsins og frjósemdar. Stærsti óvinur hans er Tescatlipoca eða Smoking Mirror (úr Broken Sword 2: The Smoking Mirror). Sagt er að Tescatlipoca hafi drepið Quetzalcoatl. Sagt var að Quetzalcoatl mundi koma aftur eftir margar aldir. Hann var síðan gerður að guði dauða og upprisu.

Garuda

Risa fugl með gullin búk. Hann er með vængi og gogg arnar og búk manns. Andlit hans er hvítt. Hann er svo stór að hann getur farið fyrir sólina og myrkrað allt. Hann var vanur að éta skordýr en svo kom Buddha prins til hans og sagði honum að hætta því. Þá fór Garuda að lífga við skordýrin sem hann hafði étið í áraraðir.

Indra

Indra var drottnari alls. Hann var stríðsguð, guð eldinga, sterkastur allra. Hann er verndari alls og notar heilaga vopnið Vajra eða Lightning Bolt (víííí). Hann hafði krafta til að lífga dauða hermenn við. Indra var oft drukkinn og reið oft á hvítum fíl. Guðinn Vritra breytti sér í dreka og stal öllu vatni heimsins. Indra lofaði að koma aftur með vatnið. Indra fór í gegnum níu virki Vritras og eftir langan bardaga, vann hann Vritra sjálfan. Vatnið gusaðist úr himnum og kom aftur í heiminn. Fyrir þetta var Indra orðinn hetja og guðirnir kusu hann sem konung. Senna varð Indra veðurguð og konungur minni guða.

Behemoth

Nafn á stóru dýri. Í kristni er hann tengdur við Satan.

Leviathan

Illt dýr sem líkist krókódíli eða höggormur. Hann var álitinn einskonar djöfull og hann átti að hafa dáið á Dómsdegi.

Seraphim

Einn af Esper-unum í FFVI. Voru álitin heilög fyrirbæri og seinna álitin sem englar. Þetta á að vera eitthvað svona fljúgandi höggormur. Talið var að þetta fyrirbæri tengdist einhvernveginn eldi. Hver sem horfir í augu Seraphim brennur til ösku.
Seraphim á að vera hár með sex risa vængi og fjóra hausa. Tveir vængir voru til að fljúga, tveir til að skýla augunum því þeir máttu ekki líta í augu Guðs, og tveir til að skýla fótunum.

Gilgamesh

Mikil hetja og forveri Heraklesar. Var fimmti kóngur Uruk eftir eitthvað flóð. Hann var frægur byggingarmaður og dómari hinna dauðu.
Sagt er að Gilgamesh hafi farið í ferð til að finna ódauðleika.

Lamastu

Óvinur í FFX. Svona dreki. Þetta var hinsvegar kvenndjöfull sem olli sjúkdómum hjá börnum. Hún er máluð með ber brjóst sem hundur og svín sjúga.

Ahriman

Svona fljúgandi one eyed demon í FFX. Þetta á að vera eitthvað svona lögmál myrkursins.

Ganderewa

Vatna djöfull sem endalaust reynir að gleypa góðu hluti sköpununar. Hann mun á endanum vera sigraður af einhverjum Keresaspa.

Simurgh

Fuglaóvinur í FFX. Í persískri goðsögn var hann stórt, vængjað skrímsli í formi fugls. Einskonar páfugl með haus af hundi og klær af ljóni. Lifir nálægt vatni (Simurgh birtist alltaf í sólarljósi í FFX. Kannski hefði hann átt að birtast nálægt vötnum). Sagt er að hann er svo gamall að hann hefur séð heiminn eyðilagðan þrisvar.

Aegis

Skildir í FF. Aegis er einskonar verndar tæki upprunalega notað af Seifi og seinna af Aþenu. Það er haldið að Aegis er svona þrumuský af því að þegar Seifur notaði það, kom svona eldinga flash.

Fenrir

Risastór og hræðilegur úlfur. Spásögn sagði að Fenrir og fjölskylda hans mundi einhver veginn verða ábyrg eyðileggingu heimsins. Fenrir var gómaður og lokaður inni. Aðeins Týr þorði að nálgast hann til að sjá um litla skinnið. Þegar Fenrir stækkaði var ráðlagt að ganga frá honum. En enginn þorði að mæta honum. Í stað þess að berjast við hann var ákveðið að blekkja hann. Fenrir tók áskorun þeirra og leyfði þeim að binda hann með hlekkjum. En Fenrir var svo endemis sterkur að hann gat losað sig léttilega. Þá sáu guðirnir aðeins eina lausn eftir: galdra hlekkur. Þeir sögðu dvergum að búa til eitthvað álíka til að halda úlfinum. Þei bjuggu til litla mjúka slaufu að nafni Gleipnir sem var gerð úr sex mjög svo einkennilegum hlutum: fótspor kattar, rætur fjalls, skegg kvennmanns, andadrætti fisks, sin bjarnar og munnvatni fugls. Aftur vildu guðirnir blekkja Fenrir, aðeins þá vildi Fenrir ekki sýna krafta sýna. Hann sá hve ömulega aumt það var sem þeir vildu festa hann í svo að það var ekkert stolt í því að eyðileggja það. Hann samþykkti þó á endanum. Hann bjóst þó við einhverjum kúnstum svo hann vildi einnig testa hugrekki guðanna: Hann sagði að einn af þeim þyrftu að stinga hendinni á milli góma hans. Enginn þorði því nema Týr á endanum. Svo guðirnir festu Fenrir með Gleipni og þó svo að hann berðist með líf og sál gat hann ekki losað sig. Sem hefnd beit Fenrir hendina af Týr. Guðirnir bundu Fenrir við grjót að nafni Gioll um mílu undir jörðu. Þeir settu einnig sverð á milli góma hans svo hann gat aldrei bitið meir. Á degi Ragnaröks mun Fenrir losa sig og join-a risunum í baráttu við guðina. Hann mun gleypa Óðinn og Vídar, sonur Óðins mun drepa Fenrir.

Aera Cura

(Mjög kunnulegt). Þetta er einhver rómverskur guð sem ræður yfir ákveðnu svæði.

Cura

(Aftur kunnulegt). Þetta er guð sem skapaði fyrst fólk úr leir.

Shiva

Þriðji guð Hindúa. Shiva er kölluð tortímandinn en hefur líka svip endurreisnar. Sem totímandi er hún hræðileg, birtist nakin í fylgd með lest djöfla og umvafin höggormum og hauskúpuhálsmenum.

Manticore

Hefur birst sem svona chimera í FF eins og t.d í Bab-il Tower í FFIV. Hræðilegt skrímsli sem lifir í skógum í Asíu, þó sérstaklega í Indónesíu, Malasíu og Indlandi. Manticore var talinn vera hættulegasta fyrirbærið á þessu svæði og hefur búk ljóns og haus sem líkist mannahaus. Manticore er með þrjár raðir tanna í kjaftinum og einskona eitraða brodda á enda skottsins. Skrímslið arkar um skóginn í leit að mönnum. Ef það finnur einhvern skítur það broddum á manninn og deyr hann um leið. Manticore étur hann svo allan, ásamt fötum og beinum.

Jabberwock

Var óvinur í FFIX. Eitthvað sem var notað í ljóði en Sir John Tenniel sýndi það sem einhvers konar dreka. (I dunno).

Jinn

Hálfir menn og hálfir djöflar. Voru upprunalega andar náttúrunnar og gerðu fólk brjálað. Afar svipaðir mönnum; hafa sömu þarfir og deyja o.f.l, þó að lífið þeirra er lengra. Jinn þýðir andi. Arabar héldu því fram að Jinn breytir sér stundum í strút eða ferðuðust á þeim. Til eru fleiri andar eins og Jinn sem heita Marid (kom í Vagrant Story sem water elemental óvinur), Afrit (guess who), Shaitan og Jann. Svona andar elska að refsa mönnum fyrir sakir þeirra. Þeir eru oft ,,búnir til” úr eldi eða lofti og eru til í lofti, í eldi eða steinum og þessháttar hlutum.

Kraken

(Kom t.d í FFIX og að sjálfsögðu FF1). Vatnaskrímsli sem ræðst á skip og borðar sjómennina. Talið vera partur af krabba og kolkrabba en sumir halda því fram að Kraken sé risa smokkfiskur.

Barghest

(Óvinur í Chrono Trigger). Skrímsla hundur með risa tennur og klær.

Catoblepas

Var naut með hreystur. Minnst var á það í bók eftir Gustave Flaubert.

Imp

Líka kallað andi. Smáir djöflar sem voru geymdir í flöskum eða hringjum. Þegar þeir voru settir lausir þjónuðu þeir meistara sínum með göldrum.

Griffin

Haus, gogg og vængi arnar, búk ljóns og hala snáks eða sporðdreka.

Gargoyle

Furðurleg útskorin mynd af andlitum og búkum manna og dýra. Fyrst notaðir til að beina vatni réttu leiðina niður af klettum. Líka er hægt að finna þá á byggingum og kirkjum. Þeir voru settir fyrir utan byggingar til að halda illu í burtu.

Goblin

Bros Goblins lætur blóðið hlaupa og hlátur þeirra lætur mjólkina verða súra og ávexti detta af trjám. Fíflagangur þeirra getur haft alvarlegar afleiðingar. Þeir eiga það til að breyta stefnu skilta, fela smáa hluti, og stíga ofanní mjólk. Goblins eiga uppruna sinn í Frakklandi en dreifðust fljótt yfir alla Evrópu. Orðið hobgoblin er sagt hafa komið frá Robin Goblin sem er nafnið sem var gefið þeim þegar þeir komu til Bretlands.

Basilisk

(Kvikindi sem eiga það til að Petrify-a mann í FF). Einnig þekktir sem Cockatrice. Klekst út úr eggjum með enga eggjarauðu sem er verpt á degi Siriusar (Hundastjarnan) af sjö ára gömlum hana og klakið af froski. Gat hafa átt uppruna sinn frá kóbraslöngu í Indlandi. Á miðöldum var Basilisk orðinn snákur með haus hana (Cockatrice í FFVIII og fleirum) eða haus manns. Basilisk táknar djöfulinn og fleira.

Tvær tegundir eru til af Basilisk. Fyrri tegundin brennir allt sem á vegi hennar verður og seinni tegundin drepur bráð með banvænu augnaráði (Petrifying Glance). Andadráttur þeirra beggja eyðinleggur grænmeti og brýtur steina. Ef að maður á hestbaki reynir að drepa kvikindið með spjóti, fer eitur í gegnum spjótið og drepur BÆÐI manninn og hestinn. Eina leiðin til að drepa Basilisk er að beina spegli að því til að það drepist úr hræðslu.

Basilisk hefur óvini. Augnaráðið virkar ekki á mörðinn og ef Basilisk er bitið flýr það og étur plöntu sem viðheldur krafti þess. Ef Basilisk heyrir hanann gala deyr það um leið.

Hræ af Basilisk var notað til að fæla burt köngulær. Notað einnig í hofum Apollo og Diana. Einu sinni sagt hafa verið með haus, kvið og fætur hana, tungu snáks og vængi leðurblöku.

Minerva

(Equipment í t.d FFIX) Rómverska gyðja visku, lækningar, listar, lita, vísinda og viðskipta en líka stríða. Dóttir Jupiters. Var tilbeðin ásamt Jupiter og Juno sem hún formaði svona þríeyki með. Haldið er því fram að Minerva hafi fundið uppá tölustöfum og hljóðfærum

Chimera

Skrímsli með haus ljóns, búk sjávargeitar og hala dreka sem hefur stundum marga hausa. Chimera er barn Typhon og Echidna. Kóreska hetjan Bellerophon drap skepnuna.

Jörmundgandur

Var Monster Arena gaur í FFX. Jörmundgandur= Midgard Serpent= Midgar Zolom (FFVII). Eitt af þrem börnum Loka og konu hans, risanum Angurboðu. Guðirnir voru vissir um að Jörmundgandur mundi gera illt fyrir bæði menn og guði. Jörmundgandur óx hratt. Odin henti Jormundgand í sjóinn sem umlukti heiminn en skrímslið óx svo hratt og umlukti brátt heiminn. Á enda heimsins mun Jörmundgandur og Thor drepa hvorn annan.

Odin

Aðal guðinn í norskri trú. Odin er sonur Bor og Bestla. Hann er kallaður Alfadir eða Alfaðir því hann er svo sannarlega faðir guðanna. Hann eignaðist Balder (Baldur), Hod og Hermod með Frigg. Ef ég skil rétt þá fæddi hann einnig Thor (Þór) með gyðjunni Jörð og Víðar með gyðjunni Grid.
Odin er guð stríðs og dauða, en einnig guð kveðskapar og visku. Hann hékk níu daga á sínu eigin spjóti (Gungnir) á tré heimsins (Yggdrasil) þar sem hann lærði níu söngva og átján rúnir (don’t ask?) . Odin getur talað við þá dauðu. Í hásæti sínu í Ásgarði í Valaskjálfi (shelf of the slain;D) sér hann allt sem gerist í níu heimunum. Ernirnir Huginn og Muninn færa honum tíðindi. Odin er einnig í Valhalla, staðnum sem þeir dauðu fara.
Einkenni: Odin notar spjótið Gungnir sem aldrei missir marks. Notar einnig hringinn Draupnir (hverja níundu nótt birtast átta nýir hringir). Ríður á Sleipni, hestur með átta lappir. Hann er ávallt í fylgd með úlfunum Freka og Gera. Þeim gefur hann matinn sinn því Odin borðar ekkert, drekkur bara vín. Odin hefur aðeins eitt auga sem glóir eins og sólin. Hann fórnaði hinu auganu sínu til að drekka úr Viskubrunninum (Mímisbrunni) og með því fékk hann rosa mikla visku. Á degi loka bardagans (Ragnarök) mun Fenrir drepa Odin.

Thor

Norski guð eldinga. Sonur Óðins (Odin) og Jord og er einn sterkasti guð af öllum. Giftur Sif, frjósemdarguð. Hann ,,hélt framhjá” með risanum Járnsöxu (Iron Cutlass) og synir þeirra heita Magni og Modi (Móði) og dóttir Thrud (Þrótt?). Þjálfi hjálpar Thor en hann er svona messenger of the gods.
Hann var vanalegast teiknaður sem stór, kraftmikill maður með rautt skegg og augu sem eldingar. Hann var frægur sem verndari manna og guða gegn illu. Hann var jafnvel frægari en Odin því Odin þurfti alltaf að fá svona ,,human sacrifices”.
Talið var að á dögum storma, var Thor í vagni sínum sem var dreginn af tveim geitum, Tanngrisni (gaptooth) og Tanngnost (tooth grinder) og eldingu laust upp hvert sinn sem hann henti hamrinum sínum Mjöllni (Mjollnir-Thor’s Hammer).
Thor notar beltið Megingjörð (kom í Castlevania: Lament of Innocence) sem tvöfaldar krafta hans. Mesti óvinur hans er Jörmundgandur. Á degi Ragnarök, drepur Thor Jörmundgand en deyr sjálfur undir áhrifum eitursins frá Jörmundgandi. Synir hans erfa hamar Thors.

Hades

Konungur hinna dauðu og ríkir í ,,the nether world”. Í rauninni þýðir Hades helvíti, þ.e.a.s Hades er helvíti sjálft. Hann er sonur Cronus og Rhea. Þegar þrír synir þeirra Cronus-ar og Rheu skiptu heimnum á milli sín fékk Hades undirheima, en Seifur og Póseidon fengu efra plássið, sjóinn og himininn respectively. Hades drottnaði yfir undirheimum með Persefónu (Persephone) sem hann rændi frá ,,upper world”. Seifur skipaði Hades-I að sleppa Persefónu aftur til móður sinnar Demeter, en áður en hún fór gaf Hades Persefónu kjarnepli eða granatepli. Þegar hún át það varð hún föst í helvíti (bound to the netherworld).
Hásæti Hadesar er gert úr íbenviði eða svartviði (ebony). Þar situr hann og heldur á sprota. Hann hefur einnig hjálm sem kýklóparnir gáfu honum sem gerir hann ósýnilegan. Hades drottnar þeim dauðu með hjálpa ýmsa djöfla s.s Thanato (Mystic Quest, Secret of Mana) og Hypnos, ferjumanninum Charon (Ehrgeiz: Dungeon Mode, Castlevania) og hundinum Cerberus (FF8). Margir guðir hafa heimsótt undirheima til að reyna að ná til baka fólki eða guðum eða eitthvað. Hades leyfir vanalegast engum að fara frá undirheimum en stundum hafa komið upp sérstök tilfelli sem hann hefur leyft það eins og þegar Orpheus bað um að fá Eurydice til baka?
Hades er sagður vera ,,Sá Ríki”. Eins og Sophocles skrifar: “the gloomy Hades enriches himself with our sighs and tears.” Á meðal guða er Hades hataður. Í rauninni er Hades ekkert vondur, bara annar guð sem drottnar yfir einhverju ákveðnu. Fólk sagði ekki nafn hans upphátt. Þeir sem tilbáðu hann fórnuðu svörtum kindum og létu blóðið drippla í pitt. Síðan börðu þeir höndum í jörðina. Hátíðarliljan og kýprusviður eru heilagir í augum Hades-ar.
Önnur nöfn Hades-ar: Clymenus (notorius), Eubileus (well-guessing) og Polydegmon (who receives many).

Titans

Guðlegir risar sem voru sagðir vera persónugerving náttúruaflanna samkvæmt grískri goðafræði. Þeir eru tólf börn (sex synir, sex dætur), Agiu og Uranus. Hver sonur giftist eða eignaðist barn með einni systur sinni (eeeuu). Þau börn eru: Cronus og Rhea, Iapetus og Themis, Oceanus og Tethys, Hyperion (kunnulegt) og Theia, Crius og Mnemosyne og Coeus og Phoebe.

Phoenix

Samkvæmt forngrískri og egypskri goðsögn er fönixinn guðlegur fugl tengdir egypska sólguðinum Ra og gríska Phoibos (Apollo). Fuglinn lifir í Arabíu nálægt köldum brunni. Alla morgna baðar hann sig í brunninnum og syngur svo fallega söngva að sólguðinn stoppar og hlustar. Aðeins einn fönix er til í einu.

Þegar hann fann fyrir dauða sínum (á 500 eða 1461 árs fresti), býr hann til hreyður úr viði, kveikir í því og baðar sig í eldinum. Nýr fönix lifnaði við úr bálköstunum. Hann sópaði að sér ösku fyrri fönixins í myrruegg (?) og fór með það til Heliopolis, borgar sólarinnar og setti það á altari sólguðsins.
Í Egyptalandi er fönixinn oftast teiknaður sem hegri en í sígildu menningunni sem páfugl eða örn. Fönixinn stendur fyrir ódauðleika, endurfæðingu og líf eftir dauðann. Fönixinn er tengdur egypska Benu, Garuda (Hindúatrú) og kínverska Feng-huang.

Ragnarok

Ragnarok (Doom of the Gods; dauði guðanna), einnig þekkt sem Gotterdammerung, þýðir endi veraldar (cosmos) í norskri goðsögn. Ragnarok kemur með Fimbulvetra (Fimbulvetr); vetur vetranna. Þrír svoleiðis vetrar fylgja hver öðrum með engum sumrum á milli. Orrusta mun verða háð, meira að segja á milli fjölskyldna. Ragnarok er byrjunin á endinum.

Úlfurinn Skoll (FF9) mun gleypa sólina og bróðir hans Hati mun éta tunglið, drekkjandi jörðinni í myrkri. Stjörnurnar hverfa af himninum. Haninn Fjalar galar til risanna og gullhaninn Gullinkamri galar til guðanna. Þriðji haninn vekur upp þá dauðu.
Jörðin skelfur af jarðskjálftum og öll bönd og hlekkir losna, þ.a.l losnar úlfurinn Fenrir (sjá Fenrir). Sjórinn hendist upp því Jörmundgandur, Miðgarðsormurinn, er að skríða að landi af þvílíkri reiði. Með hverjum andardrætti eitrar hann jörðina og himininn. Öldurnar sem rísa eftir Jörmundgand setur skipið Naglfar laust. Risinn Hymir stjórnar því og heldur að landi í orrustuna. Annað skip kemur úr undirheimum. Á borði eru íbúar undirheima með Loka sem forystumann þeirra. Eldrisarnir með Surt í broddi fylkingar, fara frá Muspell í suðri til að join-a guðina. Surtur heldur á eldsverði (Firebrand) sem kveikir í jörðinni.
Heimdallur blæs í hornið sitt, kallandi á syni Óðins (Odin) og hetjur í orrustuna. Frá öllum hornum veraldar, guðir, risar, dvergar, djöflar og álfar mætast á stóru svæði (plains) sem nefist Vigrid (Battle Shaker!) þar sem síðasta orrustan verður háð. Odin mun berjast við Fenrir og Thor mun berjast við Jörmundgand. Thor mun sigra en eitrið úr Jörmundgandi mun deyða hann að lokum. Surtur sækir að sverðlausa Freyr og drepur hann. Týr (sem var bara með eina hendi eftir Fenrir) berst við hundinn Garm og þeir drepa hvorn annan. Loki og Heimdallur, alda gamlir óvinir, mætast í síðasta sinn og hvorugur lifir af bardagann. Odin og Fenrir berjast í langa stund en fenrir étur Odin á endanum. Víðar, sonur Odins hleypur strax að Fenrir og drepur hann með berum höndum, rífandi kjálka úlfsins í sundur.
Surtur fleygir eldi í allar áttir. Heimarnir níu brenna. Vinir og óvinir brenna. Jörðin sekkur í hafið.
Eftir eyðilegginguna, nýr hemur mun rísa úr hafinu. Sumir guðanna munu rísa aftur, aðrir endurfæðast. Þaðan af munu guðir og menn lifa saman í friði.

Valkyries (valkyrjur; til er smásaga eftir Sjón, Undir vængjum valkyrjunar)

Valkyrjur (Choosers of the Slain) eru fallegar, ungar konur, ríðandi á vængjuðum hestum og vopnaðar spjótum og hjálmum. Odin þarf marga hugrakka hermenn fyrir orrustu Ragnaroks. Valkyrjurnar velja hugrökkustu hermennina sem hafa verið drepnir. Þær fylgja þessum hetjum sem nefnast Einherjar til Valhalla.
Valkyrjurnar eru einnig sendiboðar Odins og þegar þær ríða á vaðið í sendiferðir, kasta brynjur þeirra frá sér skrítnum, blikandi ljósum sem kallast Aurora Borealis (Northern Lights; norðurljós).

Nidhogg (óvinur í FF10)

Samkvæmt norskri goðsögn, Nidhogg (tearer of corpses) er höggormur (serpent) sem nagar í dýpstu rætur Yggdrasil-s; tré lífsins, og reynir án afláts að eyða því. Nidhogg á í slagtogi við örninn sem situr efst í Yggdrasil. Nidhogg er í Nastrond í Niflheim sem hann étur líka lík til að halda sér lifandi. Nidhogg er ekki eini höggormurinn sem vill eyða Yggdrasil. Einnig eru til Graback (Grábakur), Grafvolluth, Goin og Moin.

Wyvern

Skrímsli sem svipar til dreka, nema hvað að Wyvern hefur bara fjóra limi (tvo vængi og tvo afturfætur) og er smærri. Sagt er að Wyverns spúa ekki eldi.

Bleeding Lance (Longinus; FF10-Japanese Version)

Örlagaspjótið eða heilaga lensan (Spear of Destiny, Holy Lance). Heilagur, göldróttur gripur. Blóðdropar renna endalaust af oddi þess. Í sérstakri athöfn með kaleik (Grail) breytist spjótið í Holy Lance, spjótið sem stakk Jesús í síðuna. Rómverskur hermaður gerði það. Hermaðurinn hét Longinus. Spjótið symbolize-ar eitthvað sem getur komist í gegnum það heilaga (gat stungist í gegnum heilagan Jesú Krist). Einnig var sagt að það hafði læknandi mátt.
Spjótið átti að gefa notandanum endalausan mátt og var einn gripurinn sem Hitler reyndi að finna.

Dragon

Einnig þekkt sem Wurm, Wyrm (Vagrant Story o.f.l) og Firedrake, þessar skepnur eru að finna í flestum goðsögnum og þjóðsögnum og hafa skreytt ýmsar fantasýusögur og þess háttar. Þjóðsögur frá Babýlon sýna drottningu myrkursins sem marghöfðaðan dreka sem er kallaður…TIAMAT! Þýsk þjóðsaga segir frá bardaga Siegfried (FF6) við Fafnir sem breytti sér í dreka.
Oftast eru drekar áætlaðir sem stórar eðlur, stærri en fílar. Þeir eru með langar klær og tvö horn sem eru misjafnlega löng. Vestræn menning bætir oftast við stórum vængjum sem gefa drekunum eiginleikann að fljúga. Austverskir drekar (?) nota galdra til að fljúga (vængjalausir) og eru mun slöngulegri.
Flestir drekar eru með hart hreystur þó að sumir eru með mýkra skinn. Oftast eru þeir svartir, rauðir, grænir eða gulllitaðir. Drekar eru áætlaðir vera göldróttir og geta spúið eldi. Sumir hafa svona attributes eins og ís, eldinu eða gas (Frost Breath, Lightning Breath, ‘ya know) en þetta er víst uppspuni sem kemur fyrir í FANTASÝUM OG ROLE-PLAYING LEIKJUM OG MYTH-UNUM SEM ÞEIR BÚA TIL :D

Achelous

Í grískri goðsögn var Achelous elstur sona þeirra Oceanus-ar og Tethys. Hann er guð árinnar sem er nefnd eftir honum eða reyndar bara guð allra áa. Hann barðist með Heraclesi þegar hann barðist fyrir hjarta Deaniru (og sagan um þau er svo óendanlega furðuleg). Hún var grísk prinsessa og nevermind.
Hann Achelous tók margar myndir, s.s nauts en var á endanum veginn. Heracles braut eitt hornið af honum og lét álfa (nymph, sem hefur komið fyrir í FF9) búa til Cornucopia (hluturinn sem læknaði Mini í FF7 maður, töff). Það er þýtt sem ,,horn of plenty” á ensku.
Achelous er oftast teiknaður sem naut með búk manns og skegg, þetta líki er víst mjög mikið notað fyrir sjávarguði. Hann hefur líka verið teiknaður sem gamall, grár maður með horn.
Achelous er stærsta áin í Grikklandi og var á fornum tíma kölluð Astropotamos.

Achelous birtist í FF6 þegar maður var að fara í gegnum Serpent’s Trance. Þar birtist hann sem venjulegur óvinur og gat, að mig minnir, gert Aqua Rake sem var mjög hættulegt þarna í leiknum.

Vá, takk kærlega fyrir mig bara. Vonandi var þetta fræðandi og sérstaklega skemmtilegt. Auðvitað er ekki allt þarna og það gæti vel verið að það eru villur eða eitthvað en mig langar bara að losa mig við þetta svo hér með hef ég sent hana.