Summon Domo!! Hvað er eftirlætis skills allra í öllum FF leikjunum??? Rétt! Summon!! Summon eru það besta við FF! Það er gaman að safna þeim, gaman að nota þau, stórkostlegt að fylgjast með þeim og gaman að eiga þau!! Fólk sem finnst pirrandi að fylgjast með nokkurra mínútna summon animation aftur og aftur kann ekki að gott að meta. Ég persónulega gæti summonað Eden í aaaallan dag. Þau eru hreint út sagt dásamleg! Og þess vegna tók ég mig til og gerði lista yfir öööll summonin (fyrir utan nokkur) í FF frá byrjun! Ég sleppi samt FFT, FFTA, FFMQ og þannig leikjum, vegna þess að þeir….tja… skipta minna máli; og Yojimbo, Anima og the Magus Sisters í FFX, vegna þess að ég einfaldlega hef ekki komist það langt hehe… vildi ekki vera að röfla um eitthvað sem ég veit ekkert um. Það er kanski fyrirgefanlegra með FFIV og V, en ég held að FFX standi mönnum mun nær en þessir tveir. Anywho…… hérna fyrir neðan er þessi dásamlegi listi sem ég tók saman…. það getur meira en vel verið að ég hafi gleymt nokkrum summonum, en það verður bara að hafa það. Það væri fínt ef einhver gæti þá bent mér á það. Svo er ekki víst að þetta séu allt réttar upplýsingar…. þannig að þið skuluð líka benda á það, svo að ég sé ekki að ljúga alla fulla. Voila!


Alexander
Alexander er risastórt vélmenni (eða cyborg) sem skýtur massive geislum á andstæðingana sem veldur holy-elemental damage
Kemur fram í: FFVI, FFVII, FFVIII, FFIX
Árás/Kraftur: Judgement/Holy Judgement

Asura
Höfuðið á Asura snýst og velur Armor, Cure3 (Curaga) eða Life1 (Life) og kastar því á allt partíið
Kemur fram í: FFIV
Árás/Kraftur: [ónefnd]

Ark
Ark virðist vera loftskip í fyrstu en síðan kemst maður að því að þetta er risavaxinn transformers kall sem dílar heavy non-elemental damage á alla andstæðingana
Kemur fram í: FFIX
Árás/Kraftur: Eternal Darkness

Atomos
Atomos er risavaxin skepna sem kastar stórum Demi bolta inná bardagavöllin úr annari vídd.
Kemur fram í: FFIX
Árás/Kraftur: G-Force 199

Bismark
Bismark er hvalur sem syndir hratt framhjá andstæðingunum og skapar strauma sem valda water-elemental damage
Kemur fram í: FFVI
Árás/Kraftur: Sea Song

Bahamut ZERO
Afbrigði af Bahamut sem veldur massive non-elemental damage á alla andstæðingana.
Kemur fram í: FFVII
Árás/Kraftur: Terra Flare

Bahamut
Bahamut er konungur drekana. Hann skýtur Flare-Elemental geisla á alla andstæðingana.
Kemur fram í: FFI, FFII, FFIII, FFIV, FFV, FFVI, FFVII, FFVIII, FFIX, FFX
Árás/Kraftur: Mega Flare

Brothers
Brothers samanstendur af bræðrunum Sacred og Minotaur. Þeir lyfta jörðinni undir andstæðingunum, kasta henni upp í lofti og síðan tapar Sacred fyrir Minotaur í steinn/skæri/blað og honum er því kastað í andstæðingana.
Kemur fram í: FFVIII
Árás/Kraftur: Brotherly Love

Chocobo
Hópur af Chocobos ræðst inn bardagavöllin og hleypur yfir alla andstæðingana. Þeir valda vægum non-elemental damage
Kemur fram í: FFIV, FFV (FFVII að einhverju leiti)
Árás/Kraftur: Chocobo Rush

Carbuncle
Lítill refur sem kastar reflect á allt partyið
Kemur fram í: FFV, FFVI, FFVIII, FFIX
Árás/Kraftur: Ruby Light/Ruby Power/Emerald Light/Pearl Light/Diamond Light

Crusader
Crusader eru þrár hetjur sem valda miklum physical damage á alla á bardagavellinum.
Kemur fram í: FFVI
Árás/Kraftur: Purifier

Choco/Mog
Choco Mog er summon sem samanstendur af Chocobo og Moogle sem valda léttum npn-elemental damage á alla andstæðingana. Það eru 1/16 líkur á að Fat Chocobo byrtist og falli ofan á alla andstæðingana.
Kemur fram í: FFVII
Árás/Kraftur: Deathblow/Fat Chocobo

Cerberus
Cerberus er þríhöfða hundur sem kastar Double og Triple á alla partymembers.
Kemur fram í: FFVIII
Árás/Kraftur: Counter Rockets

Doomtrain
Lest sem valtar yfir andstæðingana og kastar þannig á þá alla status ailments og nullifiar Vitality.
Kemur fram í: FFVIII
Árás/Kraftur: Runaway Train

Diablos
Ekki ósvipaður Atomos. Diablos er djöfull sem kremur andstæðingana með massive Demi bolta..
Kemur fram í: FFVIII
Árás/Kraftur: Dark Messenger

Eden
Eden kastar massive Stop galdri á jörðina og frystir þannig tíman. Eden tekur þá andstæðingana og skýtur þeim út í tómið þar sem þeir sundrast í stjarnfræðilegum harmförum. Cool eh?
Kemur fram í: FFVIII
Árás/Kraftur: Eternal Breath

Fenrir
Fenrir er úlfur. Hann gólar á tunglið og 1. gerir physical damage á alla andstæðingana (FFIX) 2. Veldur því að næstu tvær árásir á einhvern í partyinu þínu hitti ekki
Kemur fram í: FFVI, FFIX
Árás/Kraftur: Moon Song/Terrestial Rage/Milennial Decay

Golem
Golem er vélmenni sem byggir múr úr jarðvegi fyrir framan partymembers sem verndar þá tímabundið frá öllum physical damage
Kemur fram í: FFV, FFVI
Árás/Kraftur: Earth Wall

Hades
Hades veldur Confuse, Frog, Mini, Paralize, Silence, Sleep, Slow eða Stop og non-elemental damage.
Kemur fram í: FFVII, FFIX
Árás/Kraftur: Black Cauldron

Ifrit
Ifrit býr til massive eldbolta sem hann kastar á andstæðingana.
Kemur fram í: FFII, FFIII, FFIV, FFV, FFVI, FFVII, FFVIII, FFIX, FFX
Árás/Kraftur: Hell Fire/Inferno

Ixion
Hestur sem gerir lightning elemental árás á alla andstæðingana
Kemur fram í: FFX
Árás/Kraftur: Thor’s Hammer

Jumbo Cactuar
Jumbo Cactuar er risavaxinn Cactuar sem spreyjar nálum yfir alla andstæðingana og stórslasar þá þannig.
Kemur fram í: FFVIII
Árás/Kraftur: 10.000 Needles

Knights of the Round
Kotr eru riddarar hringborðsins + King Arthur sem koma og valda hver og einn massive non-elemental damage á alla andstæðingana.
Kemur fram í: FFVII
Árás/Kraftur: Ultimate End

Kirin
Kirin er geit (eða eitthvað sambærilegt) sem kastar regeneration á allt partyið. En áhrifin vara af þegar fullri heilsu er náð.
Kemur fram í: FFVI
Árás/Kraftur: Life Guard

Kjata
Kjata er villisvín sem veldur Fire/Ice/Lightning elemental damage á alla andstæðingana, eins og Tritoch
Kemur fram í: FFVII
Árás/Kraftur: Tetra Disaster

Leviathan
Leviathan hrífur með sér massive flóðbylgju sem veldur miklum water-elemental damage á andstæðingana
Kemur fram í: FFIV, FFV, FFVII, FFVIII, FFIX
Árás/Kraftur: Tidal Wave/Tsunami

Mist
Mist er dreki sem spreyjar kaldri þoku á alla andstæðingana.
Kemur fram í: FFIV
Árás/Kraftur: [ónefnd]

Madeen
Skepna sem kastar Holy árás á alla andstæðingana
Kemur fram í: FFIX (FFVI?)
Árás/Kraftur: Terra Homing

Maduin
Maduin framkallar orkubylgju sem veldur non-elemental damage á alla andstæðingana
Kemur fram í: FFVI (FFIX?)
Árás/Kraftur: Chaos Wing

Neo Bahamut
Afbrigði af Bahamut sem veldur öflugum non-elemental damage.
Kemur fram í: FFVII
Árás/Kraftur: Giga Flare

Odin
Odin saxar alla andstæðingana í sundur með sverði sínu. Random death á alla.
Kemur fram í: FFIV, FFV, FFVI, FFVII, FFVIII, FFIX
Árás/Kraftur: Zantetsuken/Gaugnir/Atom Edge

Phoenix
Phoenix er eldfugl sem gerir sæmilegan fire-elemental damaga á alla andstæðingana og lífgar í leiðinn alla fallna partymembers
Kemur fram í: FFV, FFVI, FFVII, FFVIII, FFIX
Árás/Kraftur: Fire of Resurrection/Rebirth/Phoenix Flame/Flame of Rebirth

Palidor
Palidor veldur því að allir partymembers noti Jump eins og dragon knight.
Kemur fram í: FFVI
Árás/Kraftur: Sonic Dive

Phantom
Phantom er draugur sem kastar Vanish á allt partyið sem gerir þá invulnerable gegn physical damage.
Kemur fram í: FFVI
Árás/Kraftur: Fader

Pandemona
Pandemona er skepna sem sýgur andstæðingana í sig eins og ryksuga og blæs þeim síðan útúr sér, og veldur þannig massive wind-elemental damage.
Kemur fram í: FFVIII
Árás/Kraftur: Tornado Zone

Ramuh
Ramuh er gamall maður með sítt skegg sem kallar fram eldingu sem skellur á öllum andstæðingunum
Kemur fram í: FFIII, FFIV, FFV, FFVI, FFVII, FFVIII, FFIX
Árás/Kraftur: Bolt of Judgement/Bolt Fist

Remora
Remora hefur öfluga fálmara sem slá til andstæðinganna, þeir minnka speed stat.
Kemur fram í: FFV
Árás/Kraftur: Latch On

Ragnarok
Ragnarok er sverð sem breytir einstaka andstæðingi í item.
Kemur fram í: FFVI
Árás/Kraftur: Metamorph

Raiden
Raiden reynir að saxa alla andstæðingana í sundur og valda death (Odin?…..hmmm)
Kemur fram í: FFVI
Árás/Kraftur: True Edge

Shoat
Shoat skýtur öflugum orkugeisla úr augunum sem getur valdið death á þann sem ráðist er á.
Kemur fram í: FFV, FFVI
Árás/Kraftur: Demon’s Eye

Siren
Siren spilar tónlist og kastar þannig silent á alla andstæðingana (og gerir líka water-elemental árás (FFVIII))
Kemur fram í: FFVI, FFVIII
Árás/Kraftur: Hope Song/Silent Voice

Seraphim
Seraphim sendist upp í himininn og læknar þannig smá HP hjá hverjum einasta partymember
Kemur fram í: FFVI
Árás/Kraftur: Reviver

Starlet
Starlet læknar x-mikið af HP hjá hverjum partymember
Kemur fram í: FFVI
Árás/Kraftur: Group Hug

Stray
Stray er köttur sem skoppar af hverjum andstæðingnum á eftir öðrum og veldur þannig confuse. Hann er mjög líklega fyrirmyndin af Cait Sith
Kemur fram í: FFVI (FFVII?)
Árás/Kraftur: Cat Rain

Sylph
Þrár litlar álfadísir dreina HP frá andstæðingi og deila því jafnt á milli partymembers
Kemur fram í: FFIV, FFV
Árás/Kraftur: Whispering Wind

Syldra
Svaneðla/Loch Ness kvikindi sem veldur Lightning/Ice damage á alla andstæðingana
Kemur fram í: FFV
Árás/Kraftur: Thunder Storm

Shiva
Shiva lætur ísnálar rigna yfir andstæðingana, eða frystir þá og brýtur síðan.
Kemur fram í: FFII, FFIII, FFIV, FFV, FFVI, FFVII, FFVIII, FFIX, FFX
Árás/Kraftur: Diamond Dust/Gem Dust

Titan
Titan er risi sem ber hnefanum í jörðina, og myndar þannig jarðskjálfta sem gerir earth-elemental damage á alla andstæðingana.
Kemur fram í: FFIV, FFV, FFIII
Árás/Kraftur: Rage of the Earth

Terrato
Terrato er huge snákur sem veldur earth-elemental damage á alla andstæðingana
Kemur fram í: FFVI
Árás/Kraftur: Earth Aura

Tritoch
Tritoch er fugl, ekki ósvipaður Phoenix sem veldur Ice/Fire/Lightning elemental damage á alla andstæðingana.
Kemur fram í: FFVI
Árás/Kraftur: Tri-Dazer

Typoon
Typhoon (öðru nafni Chupon, sem er vinur Ultros í FFVI) byrtist og veldur Fire/Lightning/Ice/Earth damage á alla andstæðingana
Kemur fram í: FFVI, FFVII
Árás/Kraftur: Disintegration

Tonberry King
Tonberry sem stingur einn andstæðing með hnífnum sínum og veldur þannig massive non-elemental damage. DOINK!
Kemur fram í: FFVIII
Árás/Kraftur: Chef’s Knife

Unicorn
Unicorn læknar alla status ailments
Kemur fram í: FFVI
Árás/Kraftur: Heal Horn

Valefor
Valefor er fulgskvikindi sem skýtur non-elemental geisla á andstæðingana
Kemur fram í: FFX
Árás/Kraftur: Energy Ray/Energy Blast

ZoneSeek
ZoneSeek er vélmenni sem kastar Shell á allt partyið.
Kemur fram í: FFVI
Árás/Kraftur: Wall


Þannig var nú það… ég vona innilega að ég hafi ekki gleymt miklu. Af öllum þessum summonum þá mundi ég segja að eftirlætið mitt væri………..PHOENIX! á eftir honum………. TRITOCH!

Hver er þinn uppáhalds summon???
Sprankton