Final Fantasy Tactics Advance: Original Soundtrack Það er alltaf gaman að vera fyrstur til þess að gera eitthvað og þessvegna er gaman að segja frá því að þetta er fyrsta tónlistargagnrýnin sem er sett inná ff áhugamálið hérna á huga! Yay! Mér finnst skammarlegt að fólk skuli ekki leggja meira í að fjalla um tónlistina sem er svo rosalega stór partur af hverjum leik. Ég vona að þetta kvetji fólk til þess að fara að dæla inn greinum um svipuð efni. Jafnvel þó svo við séum að tala um útfærslur, eins og til dæmis the Black Mages.

Jamm. Eins og flestir vita er meistari Uematsu hættur hjá Square-Enix (still hurts) og einhver gaur að nafni Hitoshi Sakimoto kominn í staðinn (hann gerir a.m.k. tónlistina í FFXII). Sakimoto er sem betur fer enginn nýgræðingur því hann hefur composerað tónlist fyrir tölvuleiki í sirka tíu ár. Hann gerði meðal annars tónlistina í Final Fantasy Tactics og Vagrant Story. Nýjasta verk Sakimoto er tónlistin í Final Fantasy Tactics Advance (FFTA) sem hann samdi ásamt Nobuo Uematsu sjálfum. Af því að ég er svo mikill Mógúll skellti ég mér á www.gamemusic.com og pantaði mér FFTA ostinn (orð sem ég nota fyrir Original Soundtrack eða OST). Osturinn er góður… mjög góður.
Það sem einkennir tónlistarstílinn hans Sakimoto er þessi kraftmikla strengjatónlist sem opnar umhverfi leiksins gjörsamlega og gefur manni þessa framandi og yfirgnæfandi tilfinningu sem hann vill ná fram (soldið eins og að stíga útúr flugvél á flugvelli í tja.. Egyptalandi, eða á einhverjum álíka framandi stað; sem er ekki slæmt í fantasy leik) á meðan Uematsu einblínir á tilfinningarnar og það sem er að gerast á hverri stundu. Honum tekst líka að binda tónlistina fasta við karakterana svo að þeir verði raunverulegri og meira lifandi. Sakimoto hefur ekki þann sterka punkt, en er samt frábær composer engu að síður.
Þessi eiginleiki Sakimoto er nauðsinlegur þegar það er verið að tala um framandi veröld eins og Ivalice og treysti ég því honum fullkomlega til þess að koma stemningunni sem þar ríkir heim í stofu.

Úff… sorry ‘bout that, en nú kemur svolítið um lögin sjálf. Það er soltið erfitt að skrifa þetta þar sem fáir hafa spilað FFTA fyrir alvöru en þeir sem hafa spilað hann, listen up. Eitt af mínum uppáhalds lögum er “Main Theme” sem er upphafslag (doj) leiksins og svona welcome-to-the-amazing-world-of-Ivalice lag (sagt með trailer rödd). Annað lag sem er í soltið meira uppáhaldi hjá mér er “Difficult Battle” sem er engage-lagið í leiknum og passar ákaflega vel við hina tuttugu mínútna löngu bardaga sem maður missir stundum vitið yfir. Það er spennandi, en ekki jafn upbeat og í styttri bardögum eins og í til dæmis FFVII.
Ein aðalpersóna leiksin heitir Mewt, og er kanski mikilvægasta persóna leiksins. Ég vill ekki spoila fyrir fólki, en hann hefur mikið að gera með Ivalice og hegðun hinna aðalpersónanna. Lagið hans, “Mewt” finnst mér vera besta þemalag einnar perónu í leiknum. Það lýsir mjög vel þeim biturleika og sorg sem ríkir í Mewt en líka þessari löngun til að halda í Ivalice og vilja aldrei snúa aftur. Mjög gott lag, enda er mikill vottur af Uematsu-isma í laginu (á örugglega stóran part í því).
Lagið “Crystal” er eihverskonar crystal theme lagið í FFTA og inniheldur eina bestu melódíuna sem leikurinn hefur uppá að bjóða þrátt fyrir að vera mjög einfalt. Gullfallegt. Þetta lag er meira svona stef en heilsteypt lag og er alltaf spilað þegar nálgast er kristalana (og þá totemana um leið) og gefur manni þessa óróatilfinningu sem fylgir öllum þeim framandi og yfirnáttúrulegu hlutum sem Ivalice er fullur af.
Það er eitt annað battle lag í FFTA (það er böns af þeim) sem að snertir mig. Það er “The Wilderness Beyond” og kemur seinna í leiknum og inniheldur meiri spennu og hættu en fyrra lagið, “Difficult Battle”. Það er líka meira glory í laginu. Maður fær meira sjálfstraust.

Þessi grein er miklu meira tónlistarumfjöllun en tónlistargagnrýni og þarf ég því ekki að fara meira í einstaka lög útaf fyrir sig. Bottomlineið mundi vera það að osturinn úr FFTA er bara plain snilld og skapar einstakan bakgrunn, sem er þá ekki ósvipaður og hann mundi vera í FFXII. Hitoshi Sakimoto er mjög góður og er verðugur arftaki Uematsu. Tónlist komandi ff leikja er í góðum höndum, ef má marka Hitoshi og flestir ættu að geta farið að sofa á nóttunni. I know I will!

8.5/10