Pagoda of the Five Gods (FF7) Var að gera þetta sidequest í FF7 og fann þessa líka listagóðu aðferð til að gera líf mitt auðveldara.

Hvaða sidequest er þetta?
Þetta er sidequest þar sem Yuffie kemur við sögu og verðuru þar að leiðandi að hafa hana með þér í liði. Til að byrja sidequest-ið, þarftu að hafa náð í Yuffie og fara svo í áttina (gangandi) til Wutai, bær sem er á endanum á langri peninsulu í álfunni lengst til vinstri á kortinu. Þetta er hægt að gera eftir að þú færð Tiny Bronco. Á leiðinni stelur Yuffie Materiunum þínum. Áður en þú getur tekið þátt í hinu eiginlega sidequest-i verðuru fyrst að klára þetta litla pre-sidequest sem kemur á undan. Eftir að þú klárar það, þ.e.a.s nærð aftur í Materiurnar, geturu farið í Pagoda sidequest-ið.
Málið er, að þú ferð með Yuffie með þér í liði í stóra Pagoda turninn í Wutai. Þar bíða þín nokkrir andstæðingar. Þetta eru hinsvegar ekki hefðbundnir bardagar, því Yuffie berst ein. Það er þetta sem ég ætlaði að skrifa hérna um. Vildi segja ykkur frá þessari listilegu aðferð (og enga svona ,,vá til hamingju” kaldhæðni).

Undirbúningur
Til að vinna bardagana á sem auðveldastan hátt, þarftu að undirbúa þig. Það er allt sem skiptir máli. Í undirbúning er ég að tala um hvaða Materiur áttu að setja á Yuffie (mikilvægasti parturinn) og hvaða equipment. Einnig er gott að skoða aðeins Limit Break-in hennar.

Besta equipment-ið er án efa bara Razor Ring sem þú getur keypt í Wutai og bara Gold Armlet. Svo hefuru bara eitthvað status hækkandi accessory, alveg sama fyrir fyrstu fjóra bardagana af 5. Eða skoðum það allavega á eftir.

Núna Materiur já. Það sem gerði allan gæfumun hjá mér síðast, er að ég equip-aði Poison materiuna (sem inniheldur Bio 1-3) og tengdi hana við Added Effect. Equip-aði að sjálfsögðu Restore með Cure og Cure 2. Ég prófaði að tengja það við MP Absorb en það var bara vitleysa, hélt það myndi lækka MP kostnað en gerði bara þveröfugt. Long Range materian gerði mér helling greiða. Með henni geturu fært Yuffie í Back Row og enn gert sama skaðann, þ.e.a.s skaðinn sem gerður er á þig með venjulegum physical árásum lækkar um helming. Ein mikilvægasta materian var Time, sem innihélt Haste. Með Haste, eins og þið vitið, geriði ,,skotmarkið” hraðara (Yuffie þ.e.a.s) og getur sem sagt gert oftar obviously. Tvær síðustu materiurnar eru bara optional, ég valdi Enemy Skill og Barrier. Barrier lækkar skaða frá physical árásum en vandinn var bara sá að hann fór af manni svo fljótt. Enemy Skill er rusl nema maður sé með Trine, notaði það aðeins í síðasta bardaganum, svo sem ekkert merkilegt enda eyðir það 20MP.

Sem persóna sem er að taka þátt í einvígum er nauðsynlegt að mínu mati að hafa góð Limit Break.

Level 1
Greased Lightning: Árás gegn einum andstæðingi (töff orð)
Clear Tranquil: Fyllir smá HP (rusl hérna nema til að spara MP)

Level 2
Landscape: Árás á alla (earth element geri ég ráð fyrir)
Bloodfest: Margar árásir gegn öllum (í þessum bardögum, gegn einum)

Ég mæli eindregið með Bloodfest. Það gerir mikinn skaða. Þið getið auðvitað náð í fleiri Limit Break. En Bloodfest ætti að vera meira en nóg. Landscape ætti líka að vera fínt í sjálfum sér.

Let’s wipe ‘em out in 10 minutes…..5 minutes……heh, more than enough
Okey, núna koma bardagarnir. Það ætti að vera nóg að hafa svona 1200-1400 HP og 200+ MP eða jafnvel minna til að vinna alla bardagana.

Gorky

Sá fyrsti sem er alls ekkert sá aumasti. Lítur út eins og Gargoyle.

Hvað getur hann gert?
Barrier: Notar Barrier á sjálfan sig.
M-Barrier: Notar M-Barrier á sjálfan sig.
Reflect: Notar Reflect á sjálfan sig
Sparka í hausinn á þér: Gerir alveg 200-300 í skaða og Barrier virtist ekki gera gagn hérna.

Notaðu Haste strax og gerðu bara Attack. Þú ættir að geta Poison-að hann auðveldlega með því, af því þú ert með Poison + Added Effect. Svo bara Cure þegar þú ert með lítið HP, samt ekkert að vera geyma það of lengi. Getur gert Trine eða einhvern fjandann til að klára fljótt. Notaðu Limit þegar þú færð það.

Item fyrir að vinna: X-Potion

Shake

Þessi litla mörgæs er þekktur fyrir hraða og það er ekki að ástæðulausu.

Hvað getur hann gert?
Ásamt venjulegri árás…
Rage Bomber: Gerir allt að 500 í skaða

Hann er snöggur þessi svo notaðu Haste strax. Barrier virkar hérna en hann fer fljótt. Síðan bara Attack (+Poison), Cure þegar það þarf (passa sig á Rage Bomber) og Limit Break.

Item fyrir að vinna: Turbo Ether

Chekov

Fjólublá gulrót (ha? Fjólurót, he, he, he…..he)

Hvað getur hún gert?
Absorb: Drain-ar bara tæplega 200 HP. Eða kannski alveg 300, man ekki
Stare Down: Paralyze-ar þig

Ég gleymdi að prófa það sjálfur, en það er örugglega hentugt að equip-a Jem Ring eða hvað það nú var til að vernda þig frá Stare Down. Ætti að virka. Annars mjög auðvelt. Bara Haste, Cure, Limit Break, Attack+Poison.

Item fyrir að vinna: Djö, man ekki.

Staniv

Þessi á að vera einhver Weapon Master, algjör aumingi. Er með svona morning star.

Hvað getur hann gert?
Venjuleg árás. Eina sem ég sá. Annars held ég að hann geti gert eitthvað öflugra.

Of auðvelt. Bara Haste (þarf ekki einu sinni), Attack+Poison, Cure og Limit Break. Vá, alltaf það sama.

Item fyrir að vinna: Elixir

Okey, nú versnar í því. Fjórir bardagar búnir en sá erfiðasti er eftir. Rest-aðu og save-aðu.

Godo

Nú kemur svona aðal stragedían í þessu öllu saman.

Godo hefur þrjú andlit. Hann gerir eitthvað af eftirtöldu eftir í hvaða andlit snýr að Yuffie:

Rautt Andlit
Beast Sword: Venjulegasta árásin sem gerir eitthvað um 300 skaða. Hægt að lækka skaðann með Barrier.

Gult Andlit
Sleep: Svæfir Yuffie (Sleep status)
Cure 2: Fyllir um 1200 HP.
Mini: Minnkar Yuffie (Mini status).

Grátt Andlit
Drain: Gerir smávegis skaða og fyllir sjálfan sig jafn mikið.
Demi 3: Gerir skaða sem er ákvarðaður samkvæmt HP sem Yuffie á eftir, getur ekki drepið en gerir að mig minnir ¾ skaða, af HP sem Yuffie á eftir.
Bio: Gerir alveg 500 skaða og getur Poison-að Yuffie.
Eitthvað Andlit sem ég man ekki hvað er
Trine: Gerir stóran Lighning (eldingar-) skaða á Yuffie.

Þið getið svona rétt ýmindað ykkur hvað er hættulegt hérna. Byrjaðu á því eins og vanalega að nota Haste. Það er í þessum bardaga sem White Cape kemur sér vel til að vernda þig gegn Mini sem er algjör martröð. Annars væri allt í lagi að hafa eitthvað sem verndar þig gegn Sleep, en held að hitt sé MUN betra.
Hann byrjar á því að nota mikið af Beast Sword sem er alls ekkert hættulegt. Samt skaltu muna að nota Cure áður en HP fer of mikið niður því hann hefur árásir eins og Bio2 sem gerir 500 skaða og það versta…Trine. Mig minnir að það geri 800 eða 900 í skaða, hann gerði það aldrei á mig síðast.
Gerðu venjulegar árásir. Þú ert rosalega heppinn ef þú nærð að Poison-a hann, því í hvert skipti sem Poison meiðir hann gerir það 300+ í skaða! Orræd! Ekki nota Bio hinsvegar, það er rusl, bara Attack. Það er ekkert vit í því í rauninni að nota Barrier, það lækkar skaðann sem Beast Sword gerir MINNIR mig en það er nú ekkert hættulegt hvort sem er.
Þegar á líður fer Godo að skipta um andlit og nota fleiri árásir. Drain er rusl, Sleep er líka rusl, ef hann gerir allavega Beast Sword til að vekja þig. Mini er rusl ef þú ert með White Cape. Hinsvegar er Bio2, Demi 3 og Trine ekki rusl. Bio gerir um 500 skaða, Demi 3 lækkar HP það mikið að þú ættir að fylla þig eftir það og Trine…oj bara. Man eftir því þó ég hafi ekki séð það síðast og mig minnir að það gerir alveg 800-900 skaða.
Anyways, halda bara áfram að berja hann og nota Cure/Cure 2 til að fylla HP. Svo auðvitað Limit Break. Bloodfest er algjör draumur hérna. Hin Limit-in eru svosem allt í lagi en ekki vera nota Clear Tranquil, nema þú sért að spara MP eða eitthvað. Þegar HP hans fer lækkandi byrjar hann að gera Cure 2 mikið og ég held hann counter-ar með því stundum þegar þú slærð hann. Hugsanlegt að bíða bara þangað til Poison-ið drepur hann. Annars kláraði ég hann bara með Bloodfest. Counter Attack mun líka gera slatta fyrir þig hérna og auðvitað hefur það líka eiginleika til að Poison-a Godo. Virðist vera eins og Yuffie geti líka counter-að Drain, skil ekki alveg hvernig.
Og one last thing, ef þú ert með Trine gerir það 1000+ í skaða. Ef þú ert með nóg MP (notar 20MP) getur prófað það. Það gerði minni skaða á hann hjá mér, heldur en hann fyllti með Cure 2 however.

Fyrir að drepa Godo færðu All Creation, Level 4 (síðasta) Limit Break-ið fyrir Yuffie. Einnig færðu whopping 40.000+ Gil sem mér finnst pínu fyndið. Já og auðvitað Leviathan Materia.

Takk fyrir,
Veteran