Final Fantasy VII - Sephiroth Viti menn, ég er að “nenna” að skrifa grein aftur eftir langan tíma, jibbí. En eins og þið sjáið á titlinum, þá er ég víst að skrifa um 7 kafla í Final Fantasy syrpuni, og víst er ég að skrifa um illa gaurinn þar, Sephiroth. En fyrir þá sem komnir eru stutt í leiknum, eða aldrei prófað hann myndu skilja afar lítið hvað ég er að bulla hérna fyrir neðan, og svo ætla ég líka að vara við spoilerum.

Eins og hefur komið fram í leiknum, þá fæddist Sephiroth ekki venjulegur. Fyrir mörgum árum var prófessor að nafni Gatz (eða eitthvað, ég er að vonast eftir einhverjum að leiðrétta mig!) sem fann eitthvað lík af dauðri konu. Hann tók eftir því að hún var afar furðuleg, og hélt jafnvel að hún væri Ancient. Svo þá tók hann líka eftir því að hún væri með afar ónáttúruleg og öflug gen í sér. Gatz ákvað að skýra hana “Jenova”. Svo seinna frétti prófessor Hojo að þessari Jenovu, og ákvað strax að hitta Gatz. Mjög fljótlega hófust þeir handa, og byrjuðu með Jenova verkefnið. Verkefnið var þannig að Hojo ætti að eignast barn með einhverjari konu sem væri til í þetta. Fljótlega kom kona til þeirra að nafni Lucrecia. Lucrecia átti í ástarsambandi við mann að nafni Vincent Valentine. Bæði Lucrecia og Vincent störfuðu hjá Shinra fyrirtækinu miklu. Lucrecia var aðstoðar prófessor þarna, á meðan að Vincent var einn af Turks. Vincent líkaði ekkert við þetta, og varaði Lucreciu við, en hún hlustaði ekki á hann, og fór frá honum. Svo loks varð Lucrecia ólétt. Eftir að hún var búin að vera ólétt í nokkra mánuði, þá sprautuðu Hojo og Gatz, Jenova genum í gegnum legið hennar Lucreciu, og í barnið. Svo eftir að nokkrir aðrir mánuðir liðu, byrjuðu þeir aftur. Svo eignaðist Lucrecia loks undrabarnið Sephiroth. Og samkvæmt Hojo, þá virkaði þetta. En aumingja Lucrecia fékk ekki einu sinni að snerta Sephiroth. Svo eftir að Sephiroth ólst upp, þá fékk hann aldrei að vita um þetta verkefni, en í staðin fékk hann þessar skrýtnu upplýsingar: Sephiroth, mamma þín heitir Jenova, en hún “ehhm” lést við fæðingu þína. Með þessum upplýsingum, þá ólst Sephiroth upp án nokkura foreldra. En eitt skildi hann aldrei. Afhverju var hann svona sterkur ?

Ok, ég geri “kannski” annan kafla, en fer eftir því hvort ég nenni því hehe.
En ég vona að þér fannst þetta vera “eitthvað” skemmtilegt að lesa, og endilega gefðu mér eitthvað álit við þessari grein! :-)