Endirinn á Final Fantasy VIII/8 (HUGE SPOILER) Jæja, nú hef ég ekki skrifað alvöru grein í langan tíma og tími til kominn að ég komi með eina. Ekki vil ég að Lionheart komi með 3 greinar á sólarhring eins og hann gerði nú fyrir stuttu… en hvað um það, áfram með smjörið! (hata þetta orðatiltak…)

Eins og við könnumst líklega við eru endamyndböndin í Final Fantasy leikjunum oft óljós og gera karakterarnir oft eitthvað undarlegt sem virðist vera ástæðulaust en hefur eflaust sínar ástæður. Ég vil vara ykkur við ___SPOILERUM___ í greininni sem ættu að vera ólöglegir. Ég set langt línubil hér fyrir svo ekkert verði ___SPOILAÐ___ fyrir neinum. Ó, eitt enn, ef það eru smávægilegar villur eða að ég gleymdi einhverju þá er það sennilega út af þvi að ég sá þetta seinast fyrir löngu síðan. En, áfram með smjörið! (#$%#$%&# orðatiltak að gera mig geggjaðan)











***FINAL FANTASY VIII/8 SPOILER***











Þegar lokabardaginn er búinn þá verður skjárinn hvítur og maður sér móta fyrir karakterum að ganga í hvíta draslinu. Quistis segir “Whatever you do, don't fall into a time warp”. Mér líkar þetta heilræði og er það nú orðið mitt lífsmottó. Squall virðist samt ekki finna neinn og ákallar hann Rinou stanslaust. Svo finnur hann sig á munaðarleysingjahælinu og sér hann þegar Ultimecia nær Matron/Edeu á sitt band. Squall reynir að hjálpa Matron/Edeu og hún segir hann vera mjög góðan að hjálpa sér svona. Hún spyr hver hann sé og hann segist vera SeeD Mercenary. Stuttu síðar kemur FMV (Full Motion Video) þar sem Squall gengur um í eyðimörk og reynir að finna Rinou. Það zoomast út og maður sér að Squall er bara á risastórum sandköggli. Hann hnígur niður og sér Rinou koma og hún lætur hann í kjöltu sína. Og grætur. Svo byrjar þetta rosaflotta og sorglega dramatíska myndband þar sem Laguna hittir Raine aftur og biður hana að giftast sér. Svo sér maður Rinou á grasakrinum enn á ny með rauðu blómin í kringum sig. Amen.

Svo kemur Credits og myndband sem virðist vera tekið upp á Video Cameru í Balamb Garden. Þar eru allir að skemmta sér út af því að þeir björguðu HEIMINUM!! Í endann sér maður Rinou á svölunum að horfa upp i loftið.

Það sem ég sé ekki í þessu myndbandi er… ALLT!! Hvað gerðist við Rinou sem drottningu? Er Raine dáin? Hvað gera SeeD núna? Hver er Ultimecia? Hver er tenging hennar við drottningar jarðar? W-T-F-?











***END OF SPOILER***











Ég vil að þið svarið greininni með ykkar hugsunum og kenningum um endinn og aðrar ráðgátur varðandi söguna. Takk fyrir að lesa greinina.

LPFAN