Ég veit að þið vitið þetta öll og eruð örugglega búin að tala um þetta en…
Snilldin við Final Fantasy leikina er, að í leikjunum eru svo margir leikir tvinnaðir í einn. Einn stór söguþráður þar sem leysa þarf ákveðin verkefni, minni söguþráður sem tengist þá oftast lífi aðalpersónanna, litlir greiðar sem þú þarf að gera fólki sem þú hittir á ferðalögum, plús litlu leikirni og hobbíin s.s. chocobo racing, card game og spilasalurinn í FFVII.
Þeir eru vel gerðir á alla vegu, fyndnir, skemmtilegir og myndböndin eru svo mind blowing að maður er bara ekki samur eftir að hafa séð þau.
Einnig er skemmtilegt hvernig sumir karakterarnir eru líkir í öllum leikjunum svo að þegar leikur er keyptur veit maður að maður mun hitta alla gömlu vinina aftur.
Það eru ekkert alltof margir á Íslandi sem spila þessa snilld og er maður því frekar stoltur yfir því að hafa uppgötvað þá.

Fleiri punktar?