Metal Gear Solid 2: Vááá... Ég sá prufuútgáfuna af MGS2: Sons of Liberty sem að fylgdi með Z.O.E. (Zone Of the Enders) og var gáttaður yfir því hversu flottur hann var.

Prufan á sér stað á flutningaskipi rétt fyrir utan New York. (Þeir sem að þekkja söguna bak við Metal Gear Solid og hafa fylgst aðeins með MGS2 þurfa varla miklar útskýringar, en fyrir hina óreyndu bendi ég á <a href="http://www.metal-gear.de/english/history/index1.html“>Metal Gear Solid söguþráðinn<a/> og á eftir því <a href=”http://www.konami.co.jp/kcej/products/mgs2/index.html">Metal Gear Solid 2 upplýsingadálkinn<a/>.)

Óvinirnir sjálfir eru einstaklega greindir. Þegar að þeim er gert viðvart leita þeir að þér í hópum og eru mjög fljótir að koma sér af stað. Þeir leita t.d. í skápum þannig að einn bíður við hliðina á honum með byssuna uppi á meðan að annar kippir skápnum upp.

Tæknibrellurnar sjálfar eru hreint einstakar. Rigningin lendir á öllum persónunum í staðinn fyrir að fara í gegnum þá, og intróið er eins og bíómynd af bestu gerð.

Ég hvet alla eigendur PS2 að kaupa Z.O.E. strax, jafnvel þótt að hann sé nokkuð dýr. En þetta er þess virði! Þú átt eftir að spila þetta aftur og aftur…