Þegar maður fyrst kynntisi Final Fantasy seríonum var maður þess vís að um snilldarleiki væri að ræða.

Má þá líta yfir klassíkina er eldri leikirnir höfðu í för með sér.
Var það ekki fyrr en Final Fantasy VII kom er graffíkin fór að líta dagsins ljós,og var það á hina sígildu Playstation 1 eða PS one.

Fékk maður æðið á því að hafa keypt þennan snildar leik í MGM búðinni í Mjódd sem því miður er búið að loka sökum gjaldþrots.

Sýndist þetta vera mjög afdrifamikill leikur við fyrstu sýn sökum þess hve söguþráðurinn virtist flókinn en þrátt fyrir það skemmtilegur og hélt manni alltaf inni í sögunni.

Síðan er lengra var litið gekkst maður í lið við mann er hafði vélbyssu á hendinni.Dökkhærðri stelpu er hélt sig við slagsmál er dæma má frá slagsmálastýl hennar,sem sagt notaði hún hendur og fætur.
Síðan gekkst til liðs við mann maður að nafni Vincent er bjó í líkkistu í fráförnu húsi.

Er lengra var komist hitti maður stelpu í kirkju,og rautt ljón.

Og ekki má gleyma manni er vann við eldflaugasmíði.

Vil ég biðjast velvirðingar á því að ég man ei hvað þessir kallar heita sökum þess að ég skýrði þá sjálfur.

Síðan þegar maður var búinn að safna guðum og göldrum var leiðinni heitið að chokobo island að redda sér hinum alræmdu ‘'Knights of the roundtable’'.Voru þetta riddarar hringborðsins og gerðu þeir alveg gríðarlegt damage.

Var ferðinni heitið að fjalli einu er hafði göng niður er leiddu mann að aðal illmenninu að mínu mati,honum Sephiroth.Var þetta skuggalegur maður er hafði alhvítt hár og var hann ávalt á varðbergi gegn Cloud eða sögupersónunni er maður lék.

Réðist maður til atlögu á hann og sigraði með glæsibrag.

Eftir það kom heldur væmin sögulok en þau skiptu mig ei máli sökum þess hve vel ég skemmti mér yfir fyrri bardögum.

Finnst mér þetta vera besti Final Fantasy leikur er gerður hefur verið.Finnst mér hann meðal annars betri heldur en þeir er gerðir voru á Playstation 2 því þessi leikur minn er ég átti skaraði frammúr á flestum sviðum.Minn dómur á skalanum 1-10 þá gef ég þessum leik 9,3.