Grand Dragon og Garuda á disk 1?? (IX) Blésuð

Það er kannski erfitt fyrir ykkur að skilgreina um hvað greinin er bara með því að
lesa titilinn á greininni. Þá er bara best að byrja. Ef þið viljið ekki vita góða leið til
að fá Experience á disk 1 (ólíklegt) ekki lesa.

Þannig er mál að vexti að ég er að spila Final Fantasy IX eins og maniac núna. Ég
var að þjálfa mig rétt hjá Qu's March (eftir að hafa náð í Quinu) og lenti í bardaga
á móti “plöntuóvin” sem heitir Mandragora. Ég var þá að ná í Blue Magic hjá Quinu
og meiddi hann auðvitað niður í svona hálft HP og gerði Eat. Ég lærði Limit Glove.
Þegar ég ýtti á Select til að sjá hvað það gerir þá sá ég að það virkaði aðeins ef
maður væri með 1 HP. Ég var fljótur að Save-a, drepa Quinu og gera Phoenix
Down til að láta hana hafa 1 HP. Ég gerði Limit Glove sem var bara nokkuð nett
trikk og horfði svo á skaðann. Hakan á mér féll svo langt niður að ég þurfti að
fara að leita að henni. 9999. Á disk 1. Rétt skriðinn út úr Lindblum. Takk fyrir og
góða nótt.

Nokkru seinna lagði ég af stað í átt að Gizamaluke's Grotto (vonandi rétt skrifað) .
Ég vil ekki spoila mikið fyrir ykkur hvað gerist þar en þegar að ég var kominn þar
sem Moogle-arnir tveir eru þá Save-aði ég og fór upp vínviðinn (eða hvað sem
þetta er) . Ég var kominn á World Map á lokuðum stað hátt uppi í fjalli. Það voru
2-3 skógar og fjöll sem lokuðu leiðinni, mjög takmarkað svæði. Ég fór inn í einn
skóginn til að tékka á óvinunum. Lítill fugl kom upp og ég hló stórkarlalega að
þessari litlu písl sem nefndist Garuda. Ég var fljótur að þegja. Hann gerði Firaga á
Zidane og drap hann með 1500+ skaða. Miðað við að ég var á Lv 16 með hann og
með sirka 800 HP. Ég varð alveg furious og þurfti að fá mér rítalín til að róa mig
aðeins niður (grín) . Ég reyndi aftur: Mission Failed; aftur: Mission Failed. Í fjórðu
tilraun tókst mér loksins að ná honum niður en þó var Vivi K.O. svo hann fékk
ekkert, bara Zidane, Freya og Quina. Fair enough, hann er soldið erfiður. Zidane
fór upp á Lv 17, Freya upp á Lv 18 og Quina fór upp um 2 level, eða upp á Lv 17.
Ég var mjög ánægður og fór að Save-a. Hér er smá info um fugldjöfulinn:

Garuda
Level: 35
HP: 3521
MP: 1216
EXP:6933 (ég fékk u.þ.b. 2500)
AP: 2-3
Gil: 1279

Ég fór svo að búa mig undir annan erfiðan bardaga á þessum stað. Drap Quinu og
notaði Phoenix Down; 1 HP. Save-aði og fór aftur upp. Nú lenti ég í bardaga á
móti dreka sem reyndist vera Grand Dragon. Auðvitað gerði ég Limit Glove á hann
c“, ) gerði 9999 og…. hann var ennþá lifandi. Hann drap Quinu svo Vivi gerði
Phoenix Down (Quina=5 HP) og Zidane gerði Attack; 600+ skaði. Freya gerði
Attack með svipuðum skaða og svo drap drekinn Quinu. Vivi Phoenix Down,
Quina HP: 4. Fúlt. Gerði árás með Zidane, Freyu og Quinu: DREKINN DRAPST!! Og
allir lifandi !! Ég kíkti á Experience-ið………………. 8802 Experience. Allir
karakterarnir fóru upp um 3-5 level og skyndilega voru komnir gjörsamlega nýir
karakterar; allir í Lv 20+ og Freya og Zidane með HP 1000+ en Quina og Vivi með
900 og 600. En hér er info um drekadjöfulinn:

Grand Dragon
Level: 60
HP: 13206
MP: 2550
EXP: 35208 (ég fékk 8802)
AP: 3
Gil: 2604

Ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar ég sá Experience-ið og klæjaði í fingurna að
skrifa grein um þetta. Og nú er ég búinn að því !!

LPFAN

PS. Þar sem stendur á eftir Experience-inu, dótið ”(ég fékk ….)" , ég fékk
örugglega minna Experience út af því að ég var á lægra Leveli.