Fyrst enginn annar gerir það þá geri ég það! Já, grein, loksins einhver sem sér
sjálfum sér fært að skrifa grein til að við séum ekki í ALGJÖRU chilli að bíða eftir
XII. Það er ennþá langt í land fyrir hann að koma á klakann.

Ég hef verið að spila IX undanfarið og hef tekið eftir því að Sidequest-in og Mini-
Game-in eru bara nokkuð skemmtileg. Hér er smá pistill um Nokkur af bestu
Mini-Game-unum í IX. Ef þið viljið ekki fá það spoilað, ekki lesa.


Kaffi-kvestið:

Gaurinn sem býr við tuninn rétt hjá Dali segist safna kaffibaunum. Hér eru staðir
yfir allar kaffibaunirnar:

Moccha Coffee: Í South Gate innganginum rétt hjá Chocobo Forest. Þú þarft að
labba á einhverju grænu niðri í hægra horninu til að fá það.

Kirman Coffee: Leitaðu nálægt lautarferðarborðinu sem er lengst til vinstri þegar
þú ert í bakgarði Eiko's í Madain Sari.

Burman Coffee: Á disk 3, í Card-keppninni skaltu láta Zidane fara frá borðinu og
fara í South Gate hjá Dali. Passaðu að drepast ekki á leiðinni. Sonur bæjarstjórans
er sofandi í þesum hluta leiksins og ef þú vekur hann þarftu að byrja allt upp á
nýtt, þannig að hafðu hægt um þig. Leitaðu á borði bæjarstjórans þangað til að þú
færð Mini-Brahne. Leitaðu tvisvar í viðbót. Þú finnur svo Mayors Key hjá
eldavélinni. Farðu svo að vindmyllunni. Nú geturðu opnað læstu hurðina þar. Þar
finnurðu 30,000 gil og Burman kaffið.

Verðlaun: Mini-Prima Vista


Fígúrur: 4 fígúrur er að finna í leiknum. 2 þeirra fær maður í kaffi-kvestinu. Hér er
sýnt hvar þær eru:

Mini-Burmecia: Í Tantalus húsinu í Lindblum, í efri kojunni

Mini-Cid: Þú kaupir það í Treno Auction House (uppboðinu)

Mini-Brahne: Kaffi-kvest. Það er líka hægt að ná henni með því að fara til baka á
disk 4 og fara upp stigann hjá Mayor's house, Mini-Brahne er þar

Mini-Prime Vista: Þú færð það fyrir að klára kaffi-kvestið

Verðlaun: Treasure hunting rating hækkar hjá þér


Froskaveiðar: Það er hægt að fá góð verðlaun fyrir froskaveiðar, það teljast a.m.k.
góð verðlaun ef þú ert að því snemma í leiknum. Á einum staðnum færðu Quinu.
Hér eru staðirnir þar sem hægt er að fara á froskaveiðar:

Mist Continent: Vestur af Chocobo Forest (rétt eftir að þú ferð úr Lindblum í fyrsta
sinn kemst þangað)

Outer Continent: Norðaustur af Black Mage Village

Forgotten Continent: Austur af Ipsen's Castle

Salvage Archipelago: Á eyju norðaustur af Daguerro

Þú getur ekki náð frosk nema að hann hoppi á land. Þá attu að ná honum. Reyndu
samt að skilja alltaf eftir einn karlkyns (male) og einn kvenkys (female) frosk til að
tjörnin fyllist af froskum á ný fljótt. Ef þu étur þá alla þá koma halakörtur sem
þurfa náttúrlega að verða að froskum, og það gæti tekið sinn tíma.

Verðlaun:
2 froskar: Ore
5 froskar: Ether
9 froskar: Silk Robe
15 froskar: Elixir
23 froskar: Silver Fork
33 froskar: Bistro Fork
45 froskar: Battle Boots
99 froskar og vinna Quale í bardaga: Gastro Fork


Snú-snú: Besta leiðin til að ná miklu er að ýta á X þegar fætur Vivi/Dagger snerta
jörðina. Það fer alltaf hraðar og hraðar, hraðar eftir 20, 50, 100, 200 og 300. Á
200-299 er það erfiðast, þá fer það mishratt. 300+ fer það á ógnvænlega miklum
hraða.

Verðlaun:
20 hopp: 10 gil
50 hopp: Cactuar Card
100 hopp: Genji Card
200 hopp: Alexandria Card
300 hopp: Tiger Racket Card
1000 hopp: King of Jump Rope


Jæja, ég nenni nú ekki að skrifa um fleiri Mini-Games. Kannski, ef greinin verður
vinsæl, þá skrifa ég eitthvað meira. Takk fyrir og góða nótt. Eða dag. Eða kvöld.
Whatever…

LPFAN