Upplýsingar um Fiinal Fantasy X Ég rakst á grein um Final Fantasy 10 á <a href="http://www.eyesonff.com/ff10/preview.shtml“>Eyes on Final Fantasy</a>. Þetta er nokkuð upplýsandi grein og ég uppgötvaði marga flotta fítusa sem munu verða til staðar í FF10. Ég ákvað því að taka smá úrtak.

FF10 mun líta út einsog FF8, sérstaklega vegna þess að það eru mjög margir úr FF8 liðinu snéru sér að FF10. Þeirra á meðal er Tetsuya Nomura, hönnuður karakteranna úr FF8. Við getum því búist við mjög raunverulegum og flottum persónum.

Ekki búast við því að heimur FF10 muni snúast mikið um flotta hátækni, því að samkvæmt upplýsingum frá Sqaure hefur fólkið þar ekki enn náð því tæknistigi okkar. Reyndar mun allt vera nokkurs konar samblanda gamallar frumbyggjamenningar og tæknibúnaðar.

FF10 mun víst vera fyrsti leikurinn sem að mun nýta sér þrívíddarbúnað PlayStation 2 til fulls. Allur heimurinn mun vera samtengdur, þ.e. þú gengur um á heimskortinu og sérð bæi og borgir ásamt klettum, fjöllum og hellum. Heimskortið mun sum sé ekki vera sérútgáfa af heiminum, heldur bara smækkuð mynd af öllu. Þetta gerir heiminn einstaklega flottan og raunverulegan.

Square mun halda sér við ”fixed camera perspectives“. Sama þótt að heimurinn sé ekki lengur teiknaður bakvið allt annað, þá munt þú samt bara getað horft á hann frá vissum sjónarhornum. Þetta finnst mér persónulega frekar leiðinlegt, því að ég hefði viljað geta fylgt persónunum hvernig sem ég vildi.

Skrímslin í leiknum munu birtast á skjánum, alveg eins og í Chrono Trigger. Þetta er nýjung í seríunum, en bardagarnir munu samt vera á sérstökum vígevelli, alveg ólíkt Chrono Trigger.

Annað sem að ég vil bæta við. Samkvæmt Eyes on Final Fantasy heitir aðalpersónan Tidus, ekki Tida. Sðrar persónur sem munu koma fram heita Yuna, Kitt, Hayate, og erkióvinur Tidusar, Ryudo.

FF10 mun bera undirheitið (fann ekkert betra orð yfir ”subtitle“) ”A journey home". Ekki er alveg víst hvers vegna það er, en nokkrir orðrómar segja að leikurinn gerist í eyðilögðum heimi, en heimsendir markaði eyddi víst næstum öllu þúsund árum fyrr, og mestallur heimurinn er bara sjór.

Hönnuður bardagekerfis FF10, Toshirou Tsuchida, segist ætla breyta mörgu í sambandi við experience point, hvernig styrkur og afl persónanna breytist og mörgu öðru. Einnig hefur Square talað pínulítið um hreyfanleika í bardögum, þó að það sé enn nokkuð óljóst. Margir fítusar úr fyrri leikjum munu þó enn vera við lýði, eins og Limit Breaks, Summons og MP og HP mælar.

Nýji mini-leikurinn í FF10 mun heita Blitzball, og snýst alls ekkert um spil. Hann er nokkurs konar samblanda af fótbolta, rúgbý og körfubolta. Það skrýtnasta er þó að leikurinn er spilaður í sex manna liðum á neðansjávarvöllum. Tidus er meistari í leiknum.

FF10 mun víst koma út í júlí í Japan, og í endaðan nóvember í Bandaríkjunum. Square búast við að selja að minnsta kosti 3 milljónir eintaka, en ekki er víst að það heppnist vegna lélegrar sölu á PlayStation 2.

Ég vona að þetta gefi ykkur betri hugmyndir um FF10!